blaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 blaöið VEÐRIÐ I DAG ÁM0RGUN VÍÐA UM HEIM Rigning Suðvestan 5 til 10 og dálítil rlgnlng eða slydda sunnanlands og vestan, en hægari og þurrt austantil. Hiti 1 til 6 stig en vægt frost á NA-landi. Súld Suðvestan 8 til 13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið norðaustantil.'Hiti 2til 8 stig. Gengur í hvassa vestanátt síðdegis eða um kvöldið. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 12 2 9 -2 3 6 0 . Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 6 ■i -w -4 5 4 -19 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn -2 9 -9 19 -1 -8 8 Klettaborg: Horfur á betra ástandi í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi hafa foreldrar þurft að hafa börnin sín heima i einn dag á viku frá ársbyrjun vegna manneklu. Ráðgert var að ástandið myndi vara til 2. febrúar hið minnsta, en lengur ef ekki tækist að manna lausar stöður í millitíðinni. Nú er búið að ráða í hluta af þeim og fleiri umsóknir eru til skoðunar. Það lítur því ekki út fyrir að framlengja þurfi þá skerðingu sem verið hefur á leikskólaþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá menntasviði Reykjavikurborgar eru á milli 30 til 40 laus stöðu- gildi í leikskólum borgarinnar, en síðastliðið haust vantaði starfsfólk í meira en 100 stöður. Bretland: British Airways aflýsir flugi Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku vegna yfirvofandi verkfafls starfsmanna. Öllu flugi frá Gatwick-flug- velli verður sömuleiðis aflýst. Samningaviðræður fulltrúa flugfélagsins og starfsmanns sigldu í strand fyrr í vikunni og hefur forstjóri flugfélagsins lýst yfir miklum vonbrigðum með að kjaradeilan skuli bitna á viðskiptavinum British Airways með þessum hætti. Rottugangur 1 Reykjavik: Fjölskylda flúði -Hintian rottu Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða gaði sundur klóakrör Töluvert tjón í kjallara 219 kvartanir vegna rottugangs ; v . . «-___-mm Rottugangur Eigandinn j náði að drepa rottuna með hamri. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net íbúi í Hlíðunum háði harða baráttu við rottu á dögunum og hafði betur. Klóakrör hafði gefið sig og rottan náð að skríða inn í það og naga sig út með þeim afleiðingum að lak inn í íbúðina með tilheyrandi lykt og ósóma. Að sögn eiganda hleypur tjónið á einhverjum hundruðum þúsunda. „Við urðum fyrst vör við eina rottu í þvottahúsinu sem við náðum að veiða. Tveimur dögum síðar fór að leka úr skólpröri í kjallaranum og þurftum við að brjóta upp vegg- ina til að leita að gatinu. Þegar við fundum það sáum við hvernig þær höfðu étið gat á asbeströr með miður góðum afleiðingum. Þá höfðum við einnig séð rottuskít úti um allt hús, sem tók af allan vafa. Við og fleiri fjölskyldur þurftum að flytja út í tvær vikur á meðan hreinsunarstörf fóru fram en trygg- ingarnar dekka þetta allt, nema skemmdirnar á rörinu,“ segir eig- andinn sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ekki bara í Hlíðunum Hann segir rottugang ekki meiri i HHðunum en annars staðar: „Ég byggði hús á Bjarnarstíg á sínum tíma og þar var allt morandi í þessum kvikindum. Annars mæli ég með því við húseigendur og verk- taka að þeir notist við einstreymis- loka í brunn fyrir utan hús til þess að minnka líkur á rottugangi. Það er sérstakur loki á rörunum sem opnast bara með útstreymi og rott- urnar komast ekki inn í rörin.“ Rottugangur hefur almennt farið minnkandi segir Guðmundur Þor- björn Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að holræsin séu markvisst eitruð á sumrin en hann hafi þó ekki tölu á fjölda rottna sem drepnar eru: „Það er ómögulegt að segja. Hinsvegar voru 219 kvartanir í fyrra vegna rottugangs, sem er það minnsta frá upphafi. Það hlýtur að segja manni að starf okkar skilar tilætluðum árangri.“ Brúnrottur algengastar Sú gerð rottna sem helst hrellir landsmenn er svokölluð brún- rotta eða rattus norvegicus. Hún er líka sú stærsta og getur orðið allt að 45 sentimetrar sé halinn tekinn með og um 350 grömm að meðaltali á þyngd. Eitt rottupar getur eignast 1.000 afkomendur á einu ári en á móti kemur að meðal- ævi hennar er ekki nema um eitt ár. Brúnrottan er alæta og getur nagað sig í gegnum flesta hluti, tré, plast og jafnvel málm. Samkvæmt bandarískri rannsókn er hún þó ekki hrifin af ferskjum, rófum og selleríi. Púertó Ríkó: Elsti maður heims látinn Emiliano Mercado Del Toro, elsti maður heims, lést á heimili sínu í Púertó Ríkó á miðvikudag- inn, 115 ára og fimm mánaða að aldri. Del Toro fæddist árið 1891, starfaði lengst af sem bóndi og varði mörgum árum ævi sinnar á sykurreyrsekrum Púertó Ríkó. Hann var ógiftur og barnlaus. Del Toro varð nokkurs konar stjarna í Isabela, heimabæ sínum, eftir að Guinness stað- festi að hann væri elsti maður heims, en hann hélt titlinum í um sex vikur. Emma Faust Tillman, 114 ára gömul kona frá Connecticut í Bandaríkjunum, er nú elsti núlif- andi maður heims. írak: 20 létust í sprengjuárás Tuttugu létUst og aðrir tuttugu særðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada-hverfi í Bagdad i gær. Árásin átti sér stað skömmu eftir að tveimur eldflaugum hafði verið skotið inn á hið víggirta Græna svæði, þar sem er að finna bandaríska sendiráðið auk ýmissa stjórnarbygginga. Fyrr um daginn létust fjórir í árás á markaði þar sem sprengju hafði verið komið fyrir á vélhjóli. Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Iraks, tilkynnti í gær að öryggissveitir íraks og Banda- ríkjaher hefðu drepið þrjátíu upp- reisnarmenn á miðvikudaginn og náð að handsama þrjátíu til viðbótar. Oabor skór& fylgihlutir GLÆSIBÆ S: 553 7060 Rannsókn á barnaperra í Vogahverfi: Laus úr gæsluvarðhaldi í dag „Rannsókn er ekki lokið en ég á von á því að ákvörðun verði tekin í dag varðandi næstu skref, enda rennur gæsluvarðhaldið út síðar í dag. Nú erum við að vinna úr fram- burði stúlknanna og fara yfir gögn málsins," segir Björgvin Björgvins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn höfuðborgarlögreglunnar. 1 síðustu viku var maður á þrítugs- aldri handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til dagsins í dag. Hann er grunaður um að hafa áreitt ungar stúlkur í Vogahverfi og hugsanlega komið fram vilja sínum gegn fimm ára stúlku. Skýrslutökur af stúlkunum fóru fram 1 vikunni. Maðurinn hefur neitað sakargiftum og til þessa ekki breytt framburði sínum við vitnaleiðslur. Áfram á Litla Hrauni Gæsluvarð- hald yfir manninum sem áreitti ungar stúikur í Vogahverfi í síðustu viku rennur útí dag. Björgvin segir að unnið sé hörðum á framlengingu gæsluvarðhalds þá er höndum að fara y fir öll gögn málsins. ljóst að við erum með eitthvað í hönd- „ Að því gefnu að við munum fara fram unum,“ segir Björgvin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.