blaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaöið
ÍSLANDS
UTAN ÚR HEIMI
DANMÖRK
Starfsmaður þingsins með fíkniefni
Starfsmaður danska þingsins hefur viðurkennt að hafa haft fíkniefni
undir höndum og neytt kókaíns á vinnutíma. Danska dagblaðið B.T.
sagði frá því í nóvember síðastliðnum að kókaín hefði fundist á þremur
salernum í Kristjánsborgarhöll, þarsem þingið ertil húsa. Lögregla hóf
rannsókn í kjölfarið og hefur starfsmanninum nú verið vikið frá störfum
Beðið eftir skýrslu um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar:
NAUT
Nýtt á Islandi
Fíkniefnapróf
íslenskur leiðarvísir
niðurstöður eftir 5 mínútur
Fæst í öllum helstu lyfjaverslunum,
verslunum 10/11,11-11, Hagkaupa, Esso og Olís
alla daga
Auglýsingasíminn er
510 3744
Ný samkeppni
um Vatnsmýrina
■ Von á skýrslunni í lok febrúar ■ Tafirnar sagðar kosta milljarð á mánuði
■ Hugmyndasamkeppnin hefst um miðjan mars
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Keppnin mun hefjast um miðjan
mars. Dómnefndin hefur beðið
eftir skýrslu um framtíðarstaðsetn-
ingu flugvallarins og þar sem hún
liggur ekki íyrir hefur þetta tafist.
Við vonum að áhugasamir þátttak-
endur sýni þessu skilning enda mik-
ilvægt að allar upplýsingar hggi fýrir
þegar keppnin hefst,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir, forseti borgar-
stjórnar. Framundan er hugmynda-
samkeppni um framtíðarskipulag
Vatnsmýrarinnar en til stóð að hún
yrði auglýst núna í janúar. Síðasta
hugmyndasamkeppni sem fram fór
rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar
2005 var kærð og í kjölfarið var hún
stöðvuð. Nú hefur verið ákveðið að
gera aðra tilraun.
Grundvöllur fyrir ákvörðun
Helgi Hallgrímsson, formaður
sameiginlegrar nefndar borgar-
stjórnar og samgönguráðuneytis um
framtíðarskipulag innanlandsflug-
vallar, segir að úttekt nefndarinnar
ljúki síðla febrúarmánaðar. Hann
segir vinnuna hafa tafist töluvert þar
sem stefnt var á að skila skýrslunni
nú í haust.
„Þetta mjakast hjá okkur en vinnan
hefur tekið heldur lengri tíma en við
áætluðum. Málið er umfangsmikið
og mér sýnast allir möguleikarnir
koma til greina," segir Helgi. „Okkar
hlutverk er ekki að mæla með
einum kosti um
UTTEKTARMOGULEIKAR
NEFNDARINNAR UM
FLUGVÖLLINN:
Breyttureða óbreyttur flugvöllur
í Vatnsmýrinni
Aðrar staðsetningar flugvallar
á höfuðborgarsvæðinu
Innanlandsflug flutt til
Keflavfkurflugvallar
annan. Við gerum úttekt á mögu-
leikunum og skilum ekki inn bein-
hörðum tillögum um staðsetninguna.
Við búum aðeins til grundvöll fyrir
ákvörðunartöku i framhaldinu.“
Dýrartafir
Samkvæmt upplýsingum frá ráð-
gjafafyrirtækinu ParX, sem fengið
var til að gera hagræna úttekt á
möguleikum flugvallarins, verður
niðurstöðum skilað inn á næstunni.
Flugvallarnefndin mun svo nýta sér
niðurstöðurnar í úttekt sinni.
Örn Sigurðsson, arkitekt og rit-
ari Samtaka um betri byggð, hefur
áhyggjur af því hversu langan tíma
þetta tekur. „Það eru góðar fréttir
að hreyfing sé komin á hlutina. Það
slæma við þetta er hversu miklar tafir
hafa orðið og öll rök hníga að því að
þarna hafi átt að hlífa samgöngu-
ráðherra við niðurstöðunum til að
trufla ekki kjör í hans kjördæmi,“
segir Örn. „Við höfum reiknað út að
tafir kosti samfélagið milljarð á mán-
Skilum ekki inn
beínhörðum
tillögum um
staðsetninguna
Helgi Hallgrímsson,
fyrrverandi
vegamálastjóri
Tafirkostasamfé-
lagið mllljarð á
mánuðl
Örn Sigurðsson,
arkitekt
uði. Einnig hef ég áhyggjur af því að
hryllileg mistök við fyrri samkeppni
verði til þess að menn missi trúna á
þessu og fæli frá.“
Treysta á góðar hugmyndir
Aðspurð segir Hanna Birna fyr-
irkomulag keppninnar talsvert
frábrugðið síðustu keppni. „Þetta
verður tveggja þrepa hugmyndasam-
keppni þar sem fyrst eru sendar inn
tillögur af skipulagi svæðisins. Á
næsta þrepi eru valdar út tillögur og
þeir aðilar halda áfram í keppninni,“
segir Hanna Birna. „Við vonumst
eftir frábærri þátttöku og að fjöldi
hæfileikaríkra þátttakenda skili inn
tillögum. Að sjálfsögðu vonast dóm-
nefndin til þess að keppnin muni
skila fýrsta flokks hugmyndum
um uppbyggingu þessa mikilvæga
svæðis.“
wam
fram
■
Verðkönnun Alþýðusambands íslands:
Mikil hækkun á fiskverði
Meðalverð flestra tegunda á
fersku fiskmeti hefur hækkað um 10
til 20 prósent frá því í janúar í fyrra,
að því er kemur fram í verðkönnun
á vegum ASÍ sem gerð var í versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu nú
í vikunni. Mesta hækkunin hefur
orðið á meðalverði á útvötnuðum
saltfiski í bitum eða 31 prósent og
á heilum slægðum laxi sem hefur
hækkað um 24 prósent.
Kannað var verð á 29 tegundum
fiskmetis í fiskbúðum og fisk-
borðum stórmarkaða og reyndist
verslun Fiskisögu við Sundlauga-
veg oftast með hæsta verðið eða
í 15 tilvikum. Lægsta verðið var
oftast að finna í fiskborði Fjarðar-
kaupa í Hafnarfirði eða í 8 tilvikum.
Munur á hæsta og lægsta verði var
í flestum tilvikum yfir 40 prósent
og á mörgum tegundum reyndist
mun meiri verðmunur eða allt að
90 prósent. Kílóið af útvötnuðum
saltfiski kostaði 1.590 krónur í versl-
unum Fiskisögu en 838 krónur í
Fjarðarkaupum.
Meðalverð á kílói af roðflettum
beinlausum ýsuflökum var 1.023
krónur fyrir ári en nú var meðal-
verðið 1.202 krónur og er það 18 pró-
senta hækkun milli ára.
Fimm verslanir í könnuninni hafa
skipt um eigendur frá því í janúar í
fyrra og eru nú reknar af sama aðil-
anum undir nafninu Fiskisaga.