blaðið - 26.01.2007, Side 24

blaðið - 26.01.2007, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 blaöiö matur Ljúffengur Gleymið ekki að nýta þorrann og fá ykkur gðmsætan þorramat. Þetta er matur for- feðra okkar og Ijúffengur eftir því. Tilbreyting Til að hressa upp á vatnið er tilvalið að skera niður ferskar greip- eða sítrónusneiðar og setja í könnu. Smá tilbreyting sem bragöast vel. matur@bladid.net Hressandi hristingur Flestum Íslen3ingum finnst kaffið sitt gott og það er sötrað frá morgni tii kvölds. Þrátt fyrir að kaffið sé bragðgott og jafnvel ávanabindandi er það ekki eins hollt og margir aðrir drykkir. Margir kjósa að drekka kaffi því það hefur örvandi áhrif á þá og vinnan verður því leikandi létt. Hins vegar hafa bananar álíka örvandi áhrif því í þeim leynist ansi mikil orka. Hví ekki að minnka kaffidrykkjuna en fá sér þess í stað vatn eða te? Til að fá kraft í búkinn má svo drekka hressandi hristing sem vitanlega er bragðgóður. Hér að neðan er uppskrift sem er nánast eins ávana- bindandi og kaffi. Hristingur með berjum og banana • 7 bolli frosin ber, blönduð • 1 frosinn banani • '/2 bolli fitulítil vanillujógúrt • 'A bolli appelsinusafi • 7 tsk. hunang (ekki nauðsynlegt) Setjið allt hráefnið í blandara og hrærið saman. Matarmenning íslendinga Næstkomandi sunnudag verður áhugaverður fyrirlestur um íslenska matarmenningu í AkureyrarAka- demíunni. Sumarliði (sleifsson sagn- fræðingur og Friðrik V. meistara- kokkur fjalla um erlenda texta þar sem skýrt er frá matarmenningu og drykkjusiðum fslendinga á fyrri öldum. Þar verður til dæmis reynt að svara spurningum á við hvernig mat erlendir ferðamenn fengu á ís- landi og hvaða dómur var lagður á matseld (slendinga. Eftir fyrirlestur- inn verður gestum gefinn kostur á að bragða á matarbita sem Friðrik V. útbýr undir áhrifum af þessum gömlu erlendu hugmyndum. Allt áhugafólk um sögu, menningu og mat er boðið velkomið. Völli og Þóra á Bahamaeyjum Opna veitingastaði í raunveruleikaþætti Völundur Snær Völundarson, mat- reiðslumaður og eiginkona hans, Þóra Sigurðardóttir, standa í stór- ræðum þessa dagana á Bahamaeyj- um því þau eru að undirbúa opnun þriggja veitingastaða. Ekki nóg með það heldur fylgja þeim eftir kvik- myndatökumenn sem taka upp efni sem mögulega verður nýtt í raun- veruleikaþætti. í samtali við Blaðið sagði Völund- ur, sem var með matreiðsluþætti á Skjá einum síðasta vetur, að það sé nóg að gera og nauðsynlegt að láta hendur standa fram úr ermum. „Við stefnum að því að opna þrjá staði í lok þessa árs og núna erum við að vinna að fyrsta staðnum sem verður opnaður eftir 3-4 vikur. Við erum í samstarfi við Pelican Bay Hotel og fyrst munum við opna útiveitinga- stað sem er tengdur við bar og sund- laug. Staðurinn er rosalega flottur og beint fyrir framan bryggjuna þar sem allar snekkjurnar liggja.“ Spennandi tímar framundan Völundur og Þóra láta ekki þar staðar numið því á stefnuskránni eru tveir aðrir veitingastaðir. „Annar þeirra er líka við hótelið en í hinum endanum. Þar verður byggð bryggja í sjónum sem veit- ingastaðurinn verður ofan á. Við er- um í samningaviðræðum um þriðja staðinn en hann verður í risastóru húsnæði sem er handónýtt,“ segir Völundur og hlær. „Staðirnir þrír verða allir misjafnir og stærsti sal- urinn verður skrautfjöðrin. Það eru því spennandi tímar framundan og hér er allt á fullu. Við höfum stofn- að okkar eigið fyrirtæki hér sem tók langan tíma en núna er allt komið á rétt ról. Við erum með mjög gott starfsfólk með okkur en ég er nátt- úrlega búinn að vera hér lengi og hef starfsfólk með mér sem ég hef unnið með áður. Auk þess erum við að leita að fleira fólki en það eru 150- 200 manns að koma í atvinnuviðtal í þessari viku og næstu. Ég verð á fullu í eldhúsinu þegar staðirnir verða opnaðir og flakka á milli eld- húsa.“ svanhvit@bladid.net Nægur tími fyrir hjónabandið Aðspurður hvort það sé eitthvað til í þeim sögusögnum að verið sé að taka upp raunveruleikaþátt með þeim skötuhjúum vill Völundur lítið kannast við það. „Við höfum ekki gert samkomulag um það við Skjá einn en samt sem áður hefur verið tekið upp heilmikið efni hér, hvernig og hvar sem það endar. Kvikmyndatökuvélarnar hafa fylgt okkur eftir í þessum undirbúningi enda þvílíkt ævintýri í kringum þetta að það er alveg ótrúlegt,“ seg- ir Völundur og bætir við að þrátt fyrir annríki sé nægur tími til að sinna hjónabandinu. „Þóra er ekki með atvinnuleyfi Éim hér en hún er að sinna ótrúlegustu hlutum sem koma að þessu verk- efni. Þetta er skemmtileg teymis- vinna og ég gæti ekki haft betri manneskju til að vinna með, hún er ótrúlega fjölhæf og þetta er bara gaman.“ Völundur Snær Völundar- son: „Við erum ísamstarfi við Pelican Bay Hotel sem er hér í eynni og fyrst mun- um við opna útiveitinga- stað sem er tengdur við bar og sundtaug." BiaðH/imjó Við erum alltaf með mikið úrval af ljúffengum tertum. Vinsælustu tertumar í dag eru Gulrótartertan og Bananatertan. ww.kokubankinn.is Opnunartímlnn er sem hér segir: Mánud.til föstud.KI.7.30 -18.00 Laugardag KI.8.00-16.00 Sunnudag kl.9.00 -16.00 ^IKölcubanklnn MMkl bAKAKl K O N O I T O K I lönbúö 2 - Garöabæ - sími: 565 8070 Bragðgóðar fiskkökur Breskur matur hefur ekki orð á sér fyrir að vera einstaklega góður enda oft á tíðum feitur og kolvetna- ríkur. Samt sem áður má alltaf finna eitthvert góðgæti mitt á milli feitra pylsna, bauna og eggja. Breskar fisk- kökur eru einstaklega bragðgóðar og ekki er verra að hægt er að elda þær í kvöldmat eða hafa þær í partíi. Hráefni: • 500 g fiskflök • 7 'h tsk. kúmín • '/2 tsk. chili-krydd • salt • 3 hvítlauksrif, maukað • 7 létthrært egg • '/2-1 sítróna, smátt skorin (ekki nauðsynlegt) • handfylli af niðurskorinni steinselju eða kóríander • 5 tsk. hveiti • ólífuolía • 7 niðurskorin sítróna, sem skraut Aðferð: Skerið fiskflökin í bita og setjið þau í matvinnsluvél ásamt krydd- unum, salti, hvítlauk, sítrónu og kryddjurtum. Setjið vélina af stað í einungis fimm sekúndur eða þar til hráefnið er smátt skorið og vel blandað saman. Það er mikilvægt að blandan breytist ekki í mauk. 2Dreifið hveiti á disk. Bleytið hend- urnar, takið hluta af fiskdeigi á stærð við egg, rúllið kúlu og fletjið hana út. Gerið það sama við restina af deiginu og veltið hverjum bita upp úr hveiti svo bitinn sé þakinn. 3Hitið olíuna í djúpri pönnu. Olían er tilbúin þegar snarkar létt í brauðmola sem er settur á þönnuna. Skiljið þönnuna aldrei eftir eina þar sem heit olía getur verið hættuleg. Steikið kökurnar í olíunni þartil þær eru brúnar og snúið þeim einu sinni. Þegar kökurnar eru tilbúnar eru þær þurrkaðar með eldhúsbréfi. 5Berið fram heitar eða kaldar með sítrónusneiðum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.