blaðið - 26.01.2007, Side 19

blaðið - 26.01.2007, Side 19
Afmælisborn dagsms r PAUL NEWMAN LEIKARI, 1925 DOUGLAS MACARTHUR HERSHÖFÐINGI, 1880 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 19 Þú skalt ekki hræö- ast fullkomnun - þú munt aldrei ná henni. Salvador Dali blaðið kolbrun@bladid.net Bókverk Sigurborgar Sigurborg Stefánsdóttir sýnir þessa dagana bókverk í Landsbókasafni islands - Háskólabókasafni. Bókverk eru myndverk í formi bókar. í bókverki eru eiginleikar bókar- innar, svo sem umfang, band, síður og svo framvegis, notaðir í myndlistarlegum tilgangi. Bókverkin eru einstök verk eða framleidd í takmörkuðu upplagi. Bókin sjálf er verkið í heild sinni. Ýmsar aðferðir eru notaðar við að búa til bækurnar, til dæmis málun, teikning, klippitækni, Ijósmyndun og þrykkaðferðir ýmiskonar. Þær innihalda sumar bæði texta og myndir, aðrar annaðhvort eða hvorugt. Verkin á sýningunni eru um það bil þrjátíu talsins. Sýningin stendur til 28. febrúar. Tandurhreinn stíll Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum kemur Aldingarður- inn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson út í Bandaríkjunum í lok þessa mánaðar hjá Random House bókaútgáfunni. Nú þegar hafa birst dómar um bókina í öllum fjórum fagtíma- — ritunum sem ; Valentines Þarerugefin ut fyrir bok- • pUfOUfwuo sala, bókasöfn og aðra sem /JgHHHya. viðriðnir eru ) bókaútgáfu og . er skemmst frá því að segja að Aldin- garðurinn, eða Valentines eins og bókin heitir á ensku, hefur hlotið einróma lof í þeim öllum. Fagtímaritin fjögur eru Publis- hers Weekly, Kirkus, Booklist og Library Journal. Öll hæla þau byggingu bókarinnar, tólf samtengdum sögum um ástarsambönd þar sem veru- lega reynir á sambandið; stíl sagnanna er hrósað, persónu- sköpun og frásagnarhæfileikum höfundar. Publishers Weekly segir stíl Ólafs Jóhanns „gífurlega áhrifa- mikinn” og bókina „skelfilega hrífandi”. „Það er aðdáunarvert hvað Ólafur Jóhann er gagnorður og áhrifamikill sögumaður,” segir í dómnum í Kirkus. „Það er ekki fitugramm á þessum sögum.” Booklist lýkur einnig miklu lofsorði á stíl Ólafs sem er sagður „tandurhreinn” og laus við allan óþarfa og tilgerð. Dómnum lýkur svo á þessum orðum: „Þessi áhrifamikla bók er þrungin tilfinningahita.” f dómnum í Library Journal er einnig fjallað um stílbrögð Ólafs Jóhanns, glímu hans við ástríður og þrá, sekt og sakleysi. Aldingarðurinn fær þennan dóm: „Metnaðarfull bók og þrungin sársauka. Við mælum eindregið með henni.” Hrefna og Linda „Við erum aö gefa af okkur og það sem kemur frá hjartanu hlýt- ur að geta smitað út frá sér á jákvæðan hátt." Mynd/Eyþór Börn og leikhústöfrar ýningum á barnaleikrit- inu Skoppa og Skrítla í Þjóðleikhúsinu fer senn að ljúka en það verður sýnt í 50. sinn um næstu helgi. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í haust. Leikritið er eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur og hún og Linda Ásgeirsdóttir fara með hlutverk Skoppu og Skrítlu. Fjölskyldan í leikhúsi Hrefna og Linda hugsuðu leik- ritið í upphafi fyrir níu mánaða gömul börn og eldri. „Við vildum prófa hvort mögulegt væri að hafa leiksýningu fyrir níu mánaða göm- ul börn og það hefur sýnt sig að það er hægt og virkar frábærlega,'1 segja þær stöllur. „Þetta er hugsað þannig að mamma og pabbi upp- lifi fyrstu leikhúsreynsluna með barninu. Svo koma stóru systkinin með, alveg upp í tíu ára. Niu mán- aða börnin heyra tónlistina og sjá hreyfinguna og litadýrðina en vita skiljanlega ekki hvað er að gerast. Skoppa og Skrítla Eru að fara í sýningarferð um landið og síð an tiggur leiðin tii Ameríku. Þau sitja hins vegar límd og stara. Þau eldri upplifa sýninguna á ann- að hátt og eru meiri þátttakendur. Allir skemmta sér hið besta. Það eru engin skrímsli og engir vondir karlar og ekkert hræðilegt í þess- ari sýningu. Þarna er heimilisleg og notaleg stemning. Sýningin er til að bjóða krakkana velkomna í leikhúsheiminn og á að vera fræð- andi og örvandi. Þar er farið í ýmis þemu; fjallað um tölur, liti og form og allt þetta reynum við að umvefja leikhústöfrum." Sýningar í Flórída í næsta mánuði fara Skoppa og Skrítla út á landsbyggðina og sýning- ar verða á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði. Leikritið fer einnig út fyrir landsteinana en í mars fara þær stöllur til Flórída og sýna leikritið á ensku. „Prófessorinn minn í Flórída sem ég lærði leiklist hjá stofnaði leik- hús fyrir sjö árum og sýnir einungis ný frumsamin verk. Hann bauð okk- ur að sýna hjá sér en þetta verður fyrsta barnaleikritið sem hann tekur til sýninga. Þetta verður prófsteinn á það hvernig Skoppa og Skrítla virka á ameríska áhorfendur," segir Hrefna. „fslendingafélögin í New York og Washington hafa áhuga á að fá okkur til að sýna leikritið og svo höfum við fengið boð frá íslendinga- félaginu í London en þangað förum við í apríl. Við höfum þá trú að leik- ritið gangi alveg jafnt upp á enskri tungu og íslenskri." Hljóðdiskur með Skoppu og Skrítlu kemur út í maí, upptökur á nýrri þáttaröð með þeim fyrir RÚV hefjast í júní og bók er einnig á leið- inni. „Við nennum ekki að vera í þessu fram að fimmtugu og erum því að nýta orkuna okkar núna til að gera það sem okkur dettur í hug. Við erum að gefa af okkur og það sem kemur frá hjartanu hlýtur að geta srnitað út frá sér á jákvæðan hátt,“ segja Hrefna og Linda. menningarmolinn Goldwyn ásælist Galdrakarlinn Á þessum degi árið 1934 keypti Hollywood-framleiðandinn Samu- el Goldwyn kvikmyndaréttinn að Galdrakarlinum í Oz en bókin kom út árið 1900. Goldwyn hugsaði sér að fá Shirley Temple í aðalhlutverk- ið en hin 17 ára gamla Judy Garland hreppti hlutverkið á endanum. Myndin var frumsýnd árið 1939 og gerði Garland að alþjóðlegri stjörnu og færði henni sérstök Oskarsverð- laun. f myndinni söng hún lagið sem varð eins konar einkennislag hennar á ferlinum: Over the Rain- bow. Myndin nýtur enn gríðarlegra vinsælda og varð í sjötta sæti yfir hundrað bestu bandarísku kvik- myndir sögunnar í skoðanakönnun sem Bandaríska kvikmyndaaka- demían lét gera. Myndbandið selst i bílförmum ár hvert.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.