blaðið

Ulloq

blaðið - 26.01.2007, Qupperneq 35

blaðið - 26.01.2007, Qupperneq 35
blaöið FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 35 Ásdís Rán færir út kvíarnar: Kemur íslenskum stelpum á framfæri ytra sdís Rán Gunn- arsdóttir hefur verið áberandi hér á landi í nokkur ár enda starfað sem fyr- irsæta ásamt því sem hún ihefur látið að sér kveða fyrir aftan myndavélina. Ásdís rekur nú fyrirtækið Ice Mod- els Management en fyrirtækið sér um Ford-keppnina ásamt Hawaian Tropic-baðfatakeppninni og er Ás- dis með margar fyrirsætur á sínum snærum. „Ég er búin að vera með fyrirtæk- ið í um 4 ár og er í fullri vinnu við það og er með helling af fyrirsætum á skrá,“ segir Ásdís. „Það hefur gengið ágætlega að koma fyrirsætunum á framfæri en við höfum aðallega verið að einbeita okkur að íslenskum markaði. Við erum að færa út kvíarnar en höfum hingað til aðallega verið að redda fólki í auglýsingar og svoleiðis. Fyr- irtækið er ekki stórt en ég er með fólk i vinnu ef með þarf, en svo ræð ég til mín einhverja verktaka. Ég er oftast með eins og eina til tvær aðstoðarmanneskjur en ég myndi segja að ég væri mest ein í þessu.“ Ég get allt „Ég á tvö börn og það er annað á leiðinni. En mér gengur rosa vel, ég get allt enda á ég tvo frábæra barns- feður sem hjálpa mér mjög mikið,“ segir Ásdís aðspurð um vinnuna og fjölskylduna. „Ég er auðvitað ung ennþá og reyni að sameina þetta eins og ég get. Ég er komin sex mánuði á leið þannig að ég fer að taka því rólega núna. Ég er að fara tii Svíþjóðar þar sem ég bý núna ásamt Garðari, manninum mínurn, en hann er að spila fótbolta í Nörrköping. Ég ætla að klára Ha- waian Tropic en fer svo út örugglega í einhvern tíma, en þá verð ég bara að vinna í gegnum tölvu, allavega meðan barnið er að fæðast og svo- leiðis. Það er fint að búa í Svíþjóð, þetta er alveg rólegt og Svíarnir eru svolítið gamaldags en ég eyði mikl- um tíma hér á íslandi þar sem eldri strákurinn minn er í skóla hérna. Hann þorði ekki að stökkva út með mér og ákvað að klára allavega þennan bekk hér og svo er sá yngri í leikskóla úti og er úti með Garðari núna.“ Séð um ijölda sjónvarpsþátta „Það var ekkert mál að halda utan um bikinímódelþáttinn sem var í fyrra. Ég hef haldið utan um mjög tíma af því að það var svo lítið um þetta hér en mér fannst það kannski ekkert rosa mál sjálfri.“ ísland eftir á Keppnir eins og Hawaian Tropic hafa mikið verið gagnrýndar hér á landi og finnst mörgum að um tíma- skekkju sé að ræða þar sem gert er lítið úr konum. „Að sjálfsögðu er þetta aðeins eft- ir á hérna heima en eins og gengur og gerist í öllum öðrum löndum þá sitja fyrirsætur fyrir hvort sem það er á bikíni, í fötum eða naktar. Það þurfa allar fyrirsætur að geta gert það og það telst bara eðlilegt. En að sjálfsögðu er ekki eðlilegt að stelpur undir 17 ára séu í því. Ég tek allavega ekki inn svo ungar stelpur í svoleiðis þó að sú sem vann Ford keppnina hér heima hafi aðeins verið 14 ára en það er allt annar handleggur.“ Aðspurð um hvort hún myndi senda dóttur sína unga í keppni eins og Hawaian Tropic segist Ásdís ekki geta svarað því. „Ég hef nú reynt að halda öllum börnunum mínum fyr- ir utan svona módelstörf en ég veit það ekki, ég get eiginlega ekki svar- að þessu. En að sjálfsögðu myndi ég íhuga það. Þetta fer svo mikið eftir persónuleikanum og þú sérð það á stelpunum hvort þær ráða við þetta „Ég á tvö böm og það er annað á leiðinni. En mér gengur rosa vel, ég get allt enda á ég tvo frábæra bamsfeður sem hjálpa mér mjög mikið.“ Stærsta baðfatakeppni í heimi Ásdís er um þessar mundir að snúast í kringum Hawaian Trop- ic sem er stærsta baðfatakeppni í heimi og er verið að velja keppend- ur í undankeppnina hér heima. „Ég er búin að vera með prufur núna síðustu daga og það eru ör- ugglega svona 30 til 40 stelpur bún- ar að koma en ég er ekkert búin að auglýsa þetta, þannig að það eru örugglega fleiri sem vilja komast að. Leitað er eftir öruggum karakt- erum eða stelpum sem eru öruggar með sjálfar sig á bikiní. Þetta er bikiníkeppni þannig að þær sem taka þátt verða að vera með stinna kroppa og líða vel og stór hluti af þessu er að myndast vel,“ segir Ás- dís. „Sú sem vinnur hér heima fer út en keppnin er haldin að þessu sinni í Las Vegas í byrjun maí. Sú sem fór síðast vakti alveg ágæta at- hygli en hún hefur annars tekið því rólega hérna heima eftir keppnina. En hún er búin að vera í nokkrum verkefnum og var í stórum banda- rískum þætti sem tengdist Hawai- an Tropic.“ Ásdís er að stækka við sig. „Ég er að færa út kvíarnar erlendis og mitt markmið er að opna dyrnar fyrir ís- lenskar stelpur sem vilja vinna úti og geta fengið meira að gera við fyr- irsætustörfin. Þessi markaður hér á íslandi er auðvitað rosalega lítill og lélegur og það eru svo margar sem dreymir um að fara út þar sem tækifærin eru fleiri". marga íslenska þætti þannig að þetta er allt voða einfalt fyrir mér. Ég sá meira að segja um bandarísk- an þátt sem var tekinn upp hér á íslandi í fyrra. Þátturinn heitir Play- ing in Paradis og er í sambandi við Hawaian Tropic en það var farið á ex- otic staði og allt prófað," segir Ásdís. „Þeir komu hingað og voru að mynda nokkrar íslenskar fyrirsæt- ur og fóru upp á jökul og í Bláa lónið og svoleiðis og skoðuðu Reykjavík. Þetta var í raun bara lífsstílsþáttur sem ég kynnti og stjórnaði hérna á íslandi. Svo hef ég líka verið að mynda stelpurnar sjálf en hef ekkert lært það, er í raun bara sjálflærð“. Sótt til (slands „Ég er ekki alveg hætt, ég tek að mér eitt og eitt verkefni þegar þau eru aðeins stærri og ég ákvað að taka að mér aukaverkefni núna fyr- ir Hagkaup en þeir eru að taka inn óléttufatnað. Annars hef ég aðallega starfað hér heima af því að ég átti börn mjög ung. Ég átti elsta strák- inn þegar ég var 17 ára þannig að ég fór ekki langt en ég hef nú gert einhver erlend verkefni en þeir hafa nú yfirleitt bara komið og sótt mig til Islands. Ég sat kannski ekki fyr- ir nakin en fáklædd. Ég hugsa að ég hafi verið ein af þeim fyrstu til þess að gera það. Það var smá mál á þeim eða ekki. Ef þær eru mjög viðkvæm- ar þá getur þessi bransi haft slæm áhrif á þær, en ef þú ert að stjórna módelskrifstofu þá áttu að geta séð þetta og farið eftir því.“ Hin íslensku Beckham-hjón Ásdís Rán og eiginmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson fótboltamað- ur, eru ekki óvön því að vera á milli tannanna á fólki en þau hafa meðal annars verið kölluð hin íslensku Beckham-hjón. „Það er bara mjög misjafnt hvernig maður tekur þessu. Það er auðvitað mjög leiðinlegt þegar fólk misskilur eða býr til sögur eða heldur að maður sé einhvern veginn svona og hinsegin sem flestir gera, en flestir þekkja mann ekki. Það get- ur alveg sært mann en þetta er bara svona. Hver velur sinn frama og ég er vön þessu, er búin að vera í þessum bransa síðan ég var pínulítil og er bú- in að vera þekkt síðan ég var pínulítil þannig að þetta er í rauninni ekkert sem hefur áhrif á mig í dag. Það er kannski meira um þetta hér heima, allavega í þessum kjarna hér í Reykja- vík, þá á fólk til að tala svolítið mikið. En þetta er alveg eins úti, ef þú ert í þessum kjarna sem er i sviðsljósinu þá er þetta alveg jafn mikið og ann- ars staðar.“ hilda@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.