blaðið - 26.01.2007, Side 34
FOSTUDAGUR 26. JANUAR 2007
blaðið
„Höfum eitt á hreinu. Ég á ekki viö
eiturlyfjavandamál að stríða; ég á við
lögregluvandamál að stríða.“
Keith Richards
Utlenskir apar á Bar 11
Hljómsveitin Foreign Monkeys frá Vest-
mannaeyjum kemur fram á Bar 11 í kvöld
klukkan 22. Sveitin vann Músíktilraunir á
síöasta ári en hefur ekki spilað í Reykjavík
síðan á lceland Airwaves-hátíðinni í október
síðastliðnum. Þá eru upptökur á fyrstu breið-
skífu sveitarinnar fyrirhugaðar á þessu ári.
Sprengjuhöliin, Fm Belfast, Electroll
og Dj TalTa! koma fram á fjáröflunartón-
leikum á Barnum klukkan 20. Tónleikarnir
eru til styrktar námsferð nema á fyrsta ári
í fatahönnun í Listaháskóla Islands. Ferðin
verður farin 9. febrúar og stendur í heilan
mánuð.
Hláturinn lifir
i
-fe
-'j
Upptökustjórarnir hafa tekið við stjórn á tónlistarbransan-
um í dag. Listamenn velja sér ekki lengur upptökustjóra held-
ur velja upptökustjórar sér listamenn.
Þáttur upptökustjórans verður stærri með hverri þlötunni
og nú er svo komið að útkoma plötunnar veltur mest á þeirra
störfum. Upptökustjórarnir taka þátt í öllu sem kemur að
plötunni, hvort sem það eru lagasmíðar eða hljóðblöndun.
Nokkrir upptökustjórar þykja skara fram úr í bransanum.
Blaðið tók saman nokkra af þeim helstu sem hafa tekið þátt í
að móta tónlist eins og við þekkjum hana í dag.
Með lögum eins og Austur-
stræti, Jón Spæjó og Búkollu átti
Laddi stóran þátt í uppeldi mínu.
Á æskuárum mínum leið varla sá
dagur að ég ræsti ekki plötuspil-
arann og skellti einni af mínum
fjölmörgu Ladda-plötum á fóninn.
Nú hefur Laddi safnað saman
sínum bestu lögum og gefið út
á tvöföldu safnplötunni „Hver er
sinnar kæfu smiður“. Loksins,
segi ég. Þetta er platan sem ég
hef ómeövitað beðið eftir. Flest
standast lögin tímans tönn og eru
ennþá bráðfyndin og stórskemmti-
leg.
Eins skemmtileg og grallaralög
á borð við Flikk flakk og „Tvær úr
tungunum“ eru, þá hef ég alltaf
langmest gaman af rólegri lög-
unum. Mamma og ég er til dæmis
frábært lag, hvort sem litið er á
það í gríni eða ekki. Skúli Ósk-
arsson er ekki síðra, magnað lag
með mögnuðum texta.
Maður gleymir stundum hversu
frábær söngvari Laddi var á
sínum tíma. Á bak við grínið og
glensið leynist nefnilega frábær
listamaður sem er fær um að
syngja nánast allar tegundir af
Laddi
Hver er sinnar kæfu smiður
Lögin standast
tímans tönn.
Vantar nokkur
góð lög.
tónlist - með öllum mögulegum
röddum.
Lög Ladda eru skemmtileg
heimild um gamla tíma. í „Austur-
stræti" ertalað um feitu pening-
ana inni í „Lands-Búnaðar-Út-
vegs“ og er þá að sjálfsögðu verið
að tala um bankana sem í dag
myndu kallast „Lands-Kaup-Glit“.
Hver er sinnar kæfu smiður er
frábær safnplata, sama hvernig á
það er litið. Platan er í senn fyndin
og skemmtileg ásamt því að vera
heimild um gamla tíma sem koma
aldrei aftur, en lifa að eilífu eins og
hláturinn.
atli@bladid.net
Hefur unniö með: Justin Timberlake, Nelly
Furtado, Björk, Missy Elliott.
Stíll: Popp, hipphopp og dans. Hefur blandað
pessum stefnum saman og nánast þurrkað
út línuna sem liggur á milli stefnanna. Kemur
til með að vinna með Björk á árinu.
Hefur unnið með: Red Hot Chili Peppers,
Slayer, Audioslave, Dixie Chicks.
Stíll: Hrátt sánd, án klisja á borð við strengi
og bakraddir. Einn fjölhæfasti upptökustjór-
inn I heiminum í dag, vinnur bæði með
þungarokkurum og poppurum.
Hafa unnið með: Mariuh Carey, Justin
Timberlake, Gwen Stefani, Beyoncé.
Stíll: Frumleg og grípandi popptónlist. Hafa
haft gríðarleg áhrif á tónlistarheiminn og ver-
ið með puttana í stórum hluta popptónlistar
sem náð hefur vinsældum síðustu ár.
Hefur unnið með: Radiohead, Air, Beck,
Travis.
Stíll: Þekktastur fyrir vinnu sína með Radio-
head. Stjórnaði uppökum á hinni mögnuðu
Ok Computer og fleiri plötum með sveitinni.
Er einn virtasti upptökustjóri heims og velur
verkefni eftir því.
Hefur unnið með: Deftones, Soundgarden,
LimpBizkit, Pantera
Stíll: Slípaður þungarokkshljómur. Hefur
unnið bæði með nýmálmssveitum sem og
reyndari þungarokksjöxlum. Nýtur gríðarlegr-
ar virðingar I tónlistarheiminum, sérstaklega
meðal þungarokkara.
Hefur unnið með: Bítlunum, Ultravox,
Cheap Trick, America.
Stíll: Gamli góði Bítlastillinn. Vann mjög
náið með Bítlunum og tók upp nánast allar
plötur þeirra. Gaf út plötuna Love I fyrra
sem inniheldur endurhljóðblönduð Bítlalög
úr söngleiknum Love..
Veislusolur - fundir - ráðstefnur
Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin ehf
Borgartúni 6 • 105 Reykjavík •Sími 517-6545
www. rugbraudsgerdin. is
Salurinn hentar fyrir alls konar veislur
brúðkaup • fermingar • skírnir • erfidrykkjur • afmæli • árshátíðir • þorrablót • jólahlaðborð