blaðið - 26.01.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaöiö
Grétar Mar Jónsson, 64 kílóum léttari:
Nýr maður
en enn á móti
kvótakerfinu
Ef ég steig eitthvað vitlaust
fram úr rúminu eða kojunni
var ég alltaf hreint haltur
oggekk við stafeða hækju.
Grétar Mar Jónsson
skipstjóri hefur verið
áberandi í íslenskum
sjávarútvegi á undan-
förnum árum, meðal
annars á vettvangi Far-
manna- og fiskimannasambandsins
þar sem hann gegndi lengi embætti
forseta. Þá hefur hann einnig tekið
virkan þátt í starfi Frjálslynda flokks-
ins og meðal annars tekið sæti sem
varaþingmaður fyrir flokkinn auk
þess að sitja í miðstjórn hans. Um
þessar mundir stundar Grétar da-
gróðra frá Sandgerði 'sem hann segir
vera draum í dós.
Sjóinn hefur hann sótt frá fimm-
tán ára aldri og er óhætt að segja að
sjómannsblóð renni í æðum hans.
„Ég er náttúrlega fæddur og uppal-
inn í þessu umhverfi. Pabbi minn
var sjómaður, skipstjóri lengst af og
útgerðarmaður. Báðir föðurbræður
mínir voru sjómenn, annar skipstjóri
og hinn grásleppukarl í Hafnarfirði,"
segir Grétar sem byrjaði sína sjó-
mennsku í Norðursjónum. .
„Ég var reyndar búinn að fara svo-
lítið með pabba á trillu eitt sumar og
svo var ég í Norðursjónum. Það var
náttúrlega ákveðin upplifun fyrir
mann þegar maður var að selja síld
í Þýskalandi eða Danmörku að koma
til allra þessara landa,“ segir hann.
Grétar kann vel við sig á sjónum og
finnst starfið skemmtilegt en segir
að kvótakerfið hafi eyðilagt gleðina
af því að vera í þessu starfi.
„Það er gaman að vera sjómaður að
öllu jöfnu. Það er spennandi. Maður
er að leggja netin i dag og maður
er spenntur að sjá hvort það komi
eitthvað í þau á morgun. Það spillir
hins vegar ánægjunni að þurfa að
vera leiguliði eða kominn upp á það
að einhverjum þóknist að leigja veiði-
heimildir á svo og svo margar krónur.
Það er það sem gerir þetta leiðinlegt
og eyðileggur ánægjuna af þessu og
það má segja að maður hafi aðallega
skipt sér af pólitík út af þessu órétt-
læti. Maður ætlar sér að breyta þessu
og er ákveðinn í því,“ segir Grétar
sem er vongóður um að það takist að
breyta núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi fyrr eða síðar.
Auðlindin á fárra manna hendur
„Ég og mínir líkar höfum verið að
benda á óréttlætið. Við höfum verið
að benda á það að það er náttúrlega
fáránlegt að auðlind þjóðarinnar
hafi verið afhent fáum útvöldum
sem fengu að braska með hana,
leigja hana, selja hana og veðsetja
eins og íslenskir útgerðarmenn hafa
verið að gera í gegnum tíðina," segir
Grétar. Hann bætir við að það sem sé
kannski gleðilegast upp á síðkastið
sé að nú geti hann og félagar hans
einnig stutt málflutning sinn vísinda-
legum rökum.
„Málið er að nú er búið að gera
DNA-rannsóknir sem sýna að það
eru margir þorskstofnar við ísland.
Það þýðir það að ef þú ætlar að gefa
út kvóta í þorski upp á 200.000 tonn
er það náttúrlega algert bull. Það
stenst ekkert. Við erum að tala um
að það séu 20-30 stofnar hringinn í
kringum Island og við erum kannski
að ofveiða suma þeirra sem eru bráð-
vaxta, stærstir og fyrstir að verða
kynþroska. Þeir verða kannski 6-8
kíló á tiltölulega stuttum tíma,“ segir
Grétar og bendir á að á móti séum við
að vannýta aðra stofna.
„Þar sem það eru margir þorsk-
stofnar á Islandi þá er fáránlegt að
vera að úthluta kvóta í það heila. Ef
menn vilja vera með kvóta verða þeir
að vita hvað hver flói og fjörður þolir.
Þá gengur kvóti ekki upp. Þá verðum
við bara að vera með eitthvert kerfi
sem er stjórnað með sókn þar sem
dögum er úthlutað á tilteknum
svæðum með tilliti til meðalafla og
annars slíks,“ segir Grétar og bendir
á að skynsamlegt væri að taka upp
svipað kerfi og hefur verið við lýði í
Færeyjum.
og sagt að þeir kasti fiskinum vegna
þess að þeir séu að leigja á svo dýru
verði og þeir verði að fá hátt verð.
Málið er að sá sem á kvóta og ætlar
að veiða hann vill heldur ekkert veiða
hann fyrir 200 krónur ef hann getur
fengið 250 krónur fyrir hann. Þá freist-
ast menn einfaldlega til þess að taka
smæsta og verðminnsta fiskinn og
henda honum í sjóinn," segir Grétar
sem telur þetta einn af höfuðgöllum
kerfisins. Ekki verður þó auðvelt að
breyta kerfinu að mati Grétars þar
sem sterk öfl í samfélaginu kæri sig
ekki um breytingar.
„Þeir sem eru handhafar kvóta í dag,
sægreifarnir, vilja ekki breytingar.
Þeir vilja áfram fá að braska með
auðlindina, leigja hana og selja hana
eins og þeim sýnist. Hagsmunagæsla
þessara stóru aðila í þjóðfélaginu
hefur verið það mikil hingað til að
þeir hafa getað með sínum styrk, til
dæmis með peningalegum stuðningi
við frambjóðendur í prófkjörum, sér-
staklega hjá Framsókn og Sjálfstæðis-
flokki, tryggt stuðning við þetta kerfi
áfram þó að skoðanakannanir sýni
að 80 prósent eða meira af þjóðinni
eru á móti þessu. Þetta er auðvitað
eitthvert mesta ranglæti sem hefur
verið innleitt í íslenskt samfélag og
þó að víðar væri leitað. Menn munu
aldrei samþykkja þetta og ég mun
Afla tveggja ára hent
„Ég var einu sinni á fundi með fær-
eyskum útgerðarmanni. Með okkur
var íslenskur útgerðarmaður sem
spurði hann að því af hverju Færey-
ingar vildu ekki taka upp kvótakerfi
eins og á íslandi með framseljan-
legum kvóta. Þá sagði Færeyingur-
inn: „Nei, það gengur ekki gamli. Við
tökum ekki fiskinn frá fólki.“ Þeir
prófuðu svona kvótakerfi eins og við
og áttuðu sig þá á því að það var verið
að henda ómældu magni af fiski í
sjóinn því að menn vildu bara koma
með dýrasta og besta fiskinn í land,“
segir Grétar og bætir við að það sé
vandamál sem íslendingar séu búnir
að vera að glíma við.
„Öll þessi ár erum við búin að vera
að drepa sennilega eitthvað á bilinu
10-20 prósent umfram vegna þess að
við höfum bara hent því. Þetta eru
náttúrlega stórar tölur ef þú talar um
10 prósent af 200.000 tonna kvóta
í 20 ár. Það gerir um 20.000 tonn á
ári og ef við margföldum það með
20 árum þá erum við kannski að tala
um 400.000 tonn. Það er tveggja ára
afli sem er búið að henda á þessum
20 árum,“ segir Grétar og bætir við að
kerfið bjóði hreinlega upp á þetta.
Sægreifar vilja ekki breytingar
„Það sorglega er að stundum hefur
verið ráðist á þessa kvótalausu báta
Hafðu það
gott um helgina
- úrval af gómsætum fiskréttum
Fiskisaga
Ævintýralegar fiskbúðir
FISKISAGA Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 (Vegamótum) / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58-60 / fiskisaga.is