blaðið - 26.01.2007, Síða 23

blaðið - 26.01.2007, Síða 23
blaðið FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 23 fyrir mitt leyti aldrei geta sætt mig við það að horfa upp á að sameiginleg auðlind þjóðarinnar sé tekin og færð fáum,“ segir Grétar. Fjölskyldur flosna upp Hann bendir jafnframt á að margir hafi farið illa út úr kerfinu á undan- förnum árum. „Það eru margirbúnir að lenda í gjaldþrotum og heilu fjöl- skyldurnar hafa flosnað upp. Það er aldrei talað um þessi áhrif. Duglegir menn sem hefðu getað bjargað sér í heilbrigðri samkeppni gátu það ekki lengur eftir að þeim var settur stóllinn fyrir dyrnar. Ég er búinn að horfa upp á ýmsa ógæfu sem fylgir þessu víða í sjávarbyggðum lands- ins. Sumir af þessum svokölluðu alþýðustjórnmálamönnum eins og Ingibjörg Sólrún, Steingrímur J. og fleiri sem þykjast vera að berjast fyrir almúgann virðast ekki skynja þetta segir Grétar sem gerir sér vonir um að þegar skipt verði um ríkisstjórn í vor verði kerfinu brey tt. Grétar var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins og situr nú í mið - stjórn hans. Hann hefur nokkrum sinnum setið sem varamaður á Al- þingi og stefnir að því að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í kosning- unum í vor. Flokkurinn heldur landsþing sitt nú um helgina og er búist við miklum átökum enda hafa deilur flokksmanna verið áberandi í fjöl- miðlum að undanförnu. Grétar segir að rótin að deilunum liggi í því að Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, hafi ekki verið ánægð með inngöngu fólks úr Nýju afli í flokkinn. „Það olli bæði mér og mínum sam- herjum miklum vonbrigðum að hún skyldi bregðast þannig við þegar nýtt fólk var að ganga í flokkinn,“ segir hann. í Blaðinu á miðvikudag bar Sólborg Alda Pétursdóttir, miðstjórnarfull- trúi Frjálslynda flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann hans, þungum sökum. Sakaði hún Magnús meðal annars um trúnaðarbrest og að sameining Frjálslyndra og Nýs afls hefði verið gerð í óþökk meiri- hluta miðstjórnar. Grétar sem situr sjálfur í miðstjórn flokksins kannast ekki við þetta og segir að flestir miðstjórnarmenn hafi verið ánægðir með inngöngu fólks úr Nýju afli. Munar um Nýtt afl „Ég hef nú litið þannig á að forystu- menn flokksins hafi verið að vinna að því eins og allir foringjar eru alltaf að gera að fá fólk til liðs við flokkinn og reyna að stækka hann til þess að tryggja meiri velgengni í kosningum og að áhrif flokksins verði sem mest. Ég var mjög hlynntur því að þetta ágæta fólk sem var í Nýju afli skyldi ganga til liðs við okkur,“ segir Grétar og bendir á að Nýtt afl hafi að mörgu leyti haft svipaðar áherslur fyrir síð- ustu kosningar og Frjálslyndir. „Við megum ekki gleyma því að þeir fengu eins og hálfs prósents fylgi og ef við hefðum fengið helm- inginn af þessum atkvæðum þeirra hefði væntanlega verið tveimur þing- mönnum fleira inni hjá okkur eftir síðustu kosningar. Okkur vantaði aðeins 13 atkvæði í Reykjavík norður til að Sigurður Ingi færi inn og 130 atkvæði fyrir Margréti í Reykjavík suður,“ segir Grétar. Óvissa um Margréti Margrét Sverrisdóttir hyggst bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni til embættis varafor- manns Frjálslynda flokksins á lands- þinginu um helgina. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það muni hafa á flokkinn nái hún ekki kjöri og hefur meðal annars verið bent á að það gæti hugsanlega leitt til klofn- ings flokksins. „Formaðurinn hefur lýst því yfir að hann geti alveg unnið með Margréti ef hún verður kosin vara- formaður og Magnús verður áfram í flokknum hvað sem á dynur. Það er kannski mesta óvissan um Margr- Tortillur með kotasœlu og rifnum osti m 8 stk. tortillakökur I stór dós Kotasœla 200 g rifinn Óðalsostur 1 dl salsasósa 1 dl smótt skorin fersk steinselja salt og pipar Öllu blandað saman í skól. Gott er að blanda steiktum kjúklingi og/eða steiktum sveppum saman við. Blöndunni skipt jafnt ó milli tortillakakanna. Hitað í ofni við 200 °C í 10-15 mínútur. fram úr rúminu eða kojunni var ég alltaf hreint haltur og gekk við staf eða hækju. Þetta var farið að valda alls konar veseni og maður var meira frá en ella út af þessu,“ segir Grétar sem finnur mikinn mun á sér þó að hann sé engin léttavara eins og hann orðar það. Hann bendir á að breyttum lífsstíl verði einnig að fylgja hugarfarsbreyting. „Það gengur ágætlega enn þá en það reynir kannski ekki alveg á þetta fyrr en maður er kominn í þá stöðu að maður er hættur að léttast. Fyrst þegar maður áttar sig á því að maður er farinn að þyngjast aftur um hálft eða heilt kíló þá þarf maður kannski að fara að hugsa sinn gang verulega.“ Þrátt fyrir að vera orðinn léttari í holdum segist Grétar ekki vera far- inn að stunda reglulega líkamsrækt. „Ég er nú bara ein af hetjum hafsins og hermönnum þjóðarinnar og velt- ingurinn á bátnum sér um mína líkamshreyfingu. Auðvitað þarf maður samt að gera eitthvað. Ég held að það sé best fyrir mann að synda, hjóla, hlaupa eða ganga en annars er öll hreyfing góð,“ segir Grétar sem er ekki hræddur um að falla aftur í sama farið. „Þegar maður finnur muninn vill maður náttúrlega frekar vera svona. Meðvitund fólks um gæta að þyngd- inni hefur verið að aukast en hér á árum áður var fólk ekkert að hugsa um þessa hluti. Það er öllum hollt að gera það. Offitan er nú einu sinni eitt af stóru vandamálunum í íslenska vel- ferðarþjóðfélaginu," segir Grétar Mar Jónsson að lokum. einar,jonsson@bladid.net Sœludagar framundan VHÍ . % % '# éti sjálfa. Hún kvartar undan því að menn séu að hnýta í sig fyrir að bjóða sig fram. Hún segir að það sé lýðræðislegur kostur sinn en á sama tíma er hún með hálfgerða hótun um að ef hún nái ekki kosningu muni hún hætta. Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég hef átt frábært samstarf við Margr- éti í átta ár síðan við stofnuðum Frjálslynda flokkinn wog ég trúi ekki öðru en að hún verði áfram liðsmaður í Frjálslynda flokknum hvernig sem þessar kosningar fara,“ segir Grétar. Léttist um 64 kíló Til að taka þátt í átökum hversdags- ins, hvort sem er í stjórnmálum eða úti á sjó, er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi. Grétar Mar átti lengi við offituvanda að stríða sem var farinn að há honum talsvert í dag- legu lífi. Hann leitaði sér aðstoðar og fór í aðgerð og á undanförnum 15 mánuðum hefur hann lést um ein 64 kíló og munar um minna. „Ég var kominn með áunna sykur- sýki og ég er nánast laus við hana. Ég var náttúrlega með of háan blóðþrýst- ing og ég er laus við hann að mestum hluta. Ef ég steig eitthvað vitlaust Grétar fyrir aðgerð.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.