blaðið - 26.01.2007, Side 20
UAR 2007
blaAiö
Hugarheimar
Sýning á útsaumsverkum og tússteikningum Guðrúnar
Bergsdóttur í Gerðubergi hefur vakið mikla athygli og þvi
hefur verið ákveðið að framlengja hana til 4. febrúar.
Ekki missa af...
Sýningu Bandaríkjamannsins Adams Bateman í
Listasafninu á Akureyri. Frumleg og spennandi
verk um ofgnótt og uppsafnaðan fróðleik.
Miðstöð munnlegr-
ar sögu opnuð
Miðstöð munnlegrar sögu verður
opnuð við hátíðlega athöfn í
Landsbókasafni (slands - Há-
skólabókasafni, í dag, föstudag-
JMiðstöð inn 26. janúar,
munnlegrar klukkan 15.
^3U Miðstöðin
1 mun beita sér
f skipulega fyrir
söfnun, varð-
veislu, rannsóknum og miðlun
á munnlegum heimildum sem
snerta sögu lands og þjóðar.
í tilefni af opnuninni verður haldið
norrænt málþing um munnlegar
heimildir laugardaginn 27. janúar
kl. 10.00-13.00. Meðal þátttak-
enda eru Lars Gaustad, formaður
Alþjóðasamtaka hljóð- og mynd-
safna (IASA), Lauri Harvilahti,
forstöðumaður Þjóðfræðasafns
og safns munnlegra heimilda í
Helsinki, og Britta Bjerrum Mor-
tensen, fræðimaður við Dansk
folkemindesamling í Kaupmanna-
höfn. Málþingið er haldið í stofu
101 í Odda, Háskóla Islands, og
fer fram á ensku.
Á sama stað kl. 14:00 fer fram
stofnfundur félags um rannsóknir
og varðveislu á munnlegum
menningararfi. í framhaldi af
stofnfundinum verður málþing
um notkun munnlegra heimilda
á íslandi kl. 15.00-17.30. Þátt-
takendur í málþinginu koma úr
ýmsum fræðigreinum, svo sem
sagnfræði, mannfræði og þjóð-
fræði. Málþingið er haldið í Odda
101 og fer fram á íslensku. Það er
öllum opið.
Atli Heimir á
Gljúfrasteini
Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson
mun setjast við flygilinn á Gljúfra-
steini næstkomandi sunnudag og
fletta Kvæðakveri Halldórs Lax-
ness, spila
tóndæmi og
ræða Ijóðin
og lögin.
Honum til
fulltingis
verður Berg-
þór Pálsson
söngvari.
Atli Heimir
hefur samið lög við nokkur Ijóða
Halldórs Laxness, þar á meðal
við Ijóðið Maríukvæði. Þá samdi
hann tónlist fyrir leikgerð Kjart-
ans Ragnarssonar og Sigríðar
Margrétar Guðmundsdóttur á
Sjálfstæðu fólki sem var sett upp
í Þjóðleikhúsinu 1998-1999. Dag-
skráin hefst klukkan 16 og eru allir
velkomnir svo lengi sem húsrúm
leyfir.
lcmgar og g;
r
eikhúsinu
Olíkir menningar-
heimar snertast
íkingar og gyðingar nefn-
ist sýning fjögurra ungra
danshöfunda sem sett er
upp í samvinnu við Hafn-
arfjarðarleikhúsið og
verður frumsýnd þar í kvöld. Höf-
undarnir kynntust úti í Hollandi
en þar stunduðu þær allar nám í
sínum fræðum við ArtEz-skólann
í Arnhem. „Við vorum bara fjórar í
bekk, ég, Saga Sigurðardóttir, Ann-
at Eisenberg og Noa Shadur,“ segir
Margrét Bjarnadóttir. „Á síðustu
önninni okkar fengum við heima-
verkefni í námskeiði sem snerist
um að læra að fóta sig þegar mað-
ur er sjálfstætt starfandi listamað-
ur. Heimaverkefnið var að koma
með hugmynd að sýningu og áætl-
un um hvernig maður ætlaði að
framkvæmda hana og útfæra. Þá
komum við með þessa hugmynd
að Víkingum og gyðingum," út-
skýrir Margrét. „Við náðum alveg
ótrúlega vel saman, enda vorum
við að fást við sömu verkefnin all-
an liðlangan daginn. Um leið fund-
um við stundum hvað bakgrunnur
okkar var ótrúlega ólíkur. Eftir út-
skrift fórum við hver til síns heima.
Tveimur dögum síðar réðust fsra-
elar inn í Líbanon og þá ákváðum
við að láta uppsetninguna verða að
veruleika."
Ólíkverk
Á sýningunni má sjá fögur ólík
verk. sólódansverkið Hrúðurkarl,
dúettinn Again absence/Absence
again sem fjallar um fáránlegan
raunveruleika og raunverulegan
fáránleika hryðjuverka, dansstutt-
myndina Give Me a Break og að
lokum sálfræðitryllinn Strength
through Embarrassment. „Þetta
eru fjögur gjörólík verk sem í raun
tengjast ekki á neinn hátt. Þó má
kannski segja að þau skarist öll á
einhvern hátt við leikhús," segir
Margrét. Hún segir að vonir þeirra
standi til að fara með sýninguna
til ísraels en þær Annat og Noa eru
báðar frá Tel Aviv. „Við fengum
styrk frá Evrópusambandsáætlun-
inni Ungt fólk í Evrópu.og vonum
Island og Israel Sýning-
in spratt upp úr hópverk-
efni sem stúlkurnar unnu
i skólanum í Hollandi
að við náum í nánustu framtíð að
fjármagna ferð til fsraels." Stúlk-
urnar dansa sjálfar í verkum sín-
um en njóta einnig góðrar aðstoðar
Daniels Browns og Tönju Marínar
Friðjónsdóttur. Auk þeirra stígur á
stokk þriggja manna band úr FÍH
og sex manna her sem fram kemur
í einu verkinu.
Framsækinn skóli
„Skólinn okkar er einn af fáum
skólum í Evrópu sem bjóða upp
á danshöfundanám og hann er
þekktur fyrir framsækna tilrauna-
starfsemi. Það var helst það sem
laðaði mig að honum. Ég var ákaf-
lega ánægð með frelsið, að geta
prófað alllt. Við fengum frelsi til að
fara öfganna á milli,“ segir Margr-
ét þegar talið berst að skólanum í
Arnhem.
Margt er á döfinni hjá stúlkun-
um en Saga vann nýlega danshöf-
undakeppni í Búdapest og ætlar að
fara að sýna það verk í A-Evrópu.
„Svo er margt óráðið enn enda erum
við bara nýkomnar heim til íslands.
Mér finnst frábært að vera búin í
náminu og ég sé að möguleikarnir
eru mun meiri á íslandi til að starfa
sjálfstætt heldur en annars staðar
þó það mættu auðvitað. alltaf vera
meiri peningar. Ef ég ber mig sam-
an við samnemendur mina úti þá
hef ég miklu meiri möguleika en
flestir þeirra til að starfa sjálfstætt.
Ég er því mjög bjartsýn."
Aðeins verða tvær sýningar á Vík-
ingum og gyðingum, í kvöld klukk-
an 20 og á laugardagskvöld á sama
tíma.
20-50 % AFSLATTUR
Opið:
LAUGARDAG 10-16
SUNNUDAG 12-16
im
Mörkinni 6, sími 588 5518
Konur veiða hvali berhentar!
„Ég er ekki frá þvi að
karlmaður sem horfir á
konu sína fæða barn upp-
lifi hana eins og hún sé
að veiða hval með berum
höndum eða álíka,” segir
Bjarni Haukur Þórsson
sem frumsýndi leikrit-
ið Pabbinn í gær í Iðnó.
„Það er svo margt sem
karlmenn vita ekki um
barnauppeldi sem kon-
ur vita. Við getum ekki
sótt þekkingu til eldri
kynslóða," segir Bjarni.
„Hvaða hugmynd hefur
til dæmis 27 ára gamall
maður um mun a rúmi
ogvöggu?"
Leikverkið er frá-
sögn þar sem Pabbinn
fjallar um aðdraganda
þess að hann og konan
hans ákváðu að eignast
barn. Allt er séð frá sjón-
arhóli karlmannsins
og ýmislegt gengur á í
þessum stóru verkefn-
um. En að lokinni með-
göngunni, fæðingunni
og fyrstu skrefunum
tekur við næsta tímabil,
sennilega það lengsta:
Uppeldistímabilið. Að
sögn Bjarna er það oft
þá, þegar barnið byrjar
að ganga, að aðrir hlutir
hætta að ganga — eins
vel, til dæmis hjónaband-
ið. En þegar öllu er á
botninn hvolft eru pabb-
ar að gera hluti í dag
sem þóttu óeðlilegir áð-
ur. Nú taka þeir ábyrgð
á uppeldinu og sinna
börnunum.