blaðið - 26.01.2007, Side 10

blaðið - 26.01.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 blaðiö Svarti kassinn fundinn Áhafnarmeðlimir á bandarísku skipi fundu svarta kass- ann úr índónesísku flugvélinni sem fórst á nýársdag á hafsbotni nálægt indónesísku eyjunni Sulawesi í gær. Fjölmargir hlutar úr braki vélarinnar hafa skolast upp á strendur eyjarinnar, en 102 fórust í flugslysinu. fltta ára drengur myrtur Átta ára drengur lést eftir að hafa verið stunginn ítrekað með hnífi þegar hann var á leið heim úr skólanum í Jönköping í Svíþjóð í gær. Tuttugu og sjö ára karlmaður var handtekinn skömmu eftir árásina og er hann grunaður um morðið. Mettap hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor hefur tilkynnt um mettap fyrirtækisins á síðasta ári, að andvirði 875 milljarða íslenskra króna. Minnkandi sala á bílum ásamt öðru leiddi til fjögur hundruð milljarða króna taps á síðasta ársfjórðungi. Slæmt ástand Stofnaður hefur verið starfshópur til að vinna að lausnum vegna almenningssalerna imið- borginni. Almenningssalerm; Útlitið er slæmt „Við höfum verið að skoða þetta og útlitið er mjög slæmt. Mark- miðið er að taka þessi mál alfarið í gegn og bjóða upp á fullnægj- andi aðstöðu,“ segir Baldur Ein- arsson, verkefnastjóri hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Fyrirkomulag almenningssalerna í miðborg Reykjavíkur er til skoð- unar í samvinnu við önnur starfs- svið og hagsmunaaðila. Nýverið var skipaður starfshópur til að skoða lausnir varðandi almenn- ingssalerni, bæði til bráðabirgða og framtíðar. Sérstaklega er verið að skoða aðstöðuna í „núllinú', sem dregur nafn sitt af staðsetn- inguhni í Bankastræti núll og var byggt árið 1930. Baldur segir að- stöðuna þar ófullnægjandi fyrir ýmsar sakir. „Það skortir mjög á aðgengi fatlaðra og öryggismálum er ábótavant þar sem borgarbúar geta orðið fyrir áreiti. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta í dag,“ segir Baldur. Allt á hálfvirði á stórútsölunni Opið virka daga frá ki. 10-18 * * ** • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Laugardaga frá kl. 10-16 Utsala 10-50% afsláttur tSr Z-brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • S.525 8200 Ný stefna ríkisstjórnarinnar um málefni innflytjenda; Láta hundrað milljónirnar nægja ■ Ekki fjallaö um skilyröi vegna dvalar- og atvinnuleyfa Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Ríkisstjórnin hefur samþykkt nýja stefnu í málefnum innflytjenda, þar sem sett eru fram markmið og til- greindar leiðir að þeim, til að gera innflytjendum kleift að aðlagast íslensku samfélagi. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð stefna er sett fram í málefnum innflytjenda hér á landi, en henni fylgja þó ekki auknir fjármunir. „Síðastliðið haust var ákveðið að verja 100 milljónum til islensku- kennslu fyrir fullorðna og eru þeir fjármunir tilgreindir í fjárlögum þessa árs. Að öðru leyti er ekki kveðið á um aukin fjárframlög hér. Ráðuneytin hafa öll sínar fjárheim- ildir og eru að vinna að mörgum þess- ara mála og það er á þeirra ábyrgð að fylgja því,“ segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Mikil áhersla er lögð á íslensku- kennslu og fræðslu innflytjenda um réttindi sín og skyldur í íslensku samfélagi. Ekki er þó fjallað um dval- arrétt og veitingu ríkisborgararéttar heldur einungis aðlögun þeirra sem hingað koma. Stefnan var unnin af innflytj- endaráði, sem skipað var full- trúum dómsmálaráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins, félags- málaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk Tatjönu Latinovic sem var full- trúi innflytjenda. Á blaðamanna- fundi í félagsmálaráðuneytinu, þar sem stefnan var kynnt, kom fram að hún boðaði ekki byltingu í mál- efnum innflytjenda heldur væri í henni verið að skerpa á áherslum og staðfesta ýmis atriði sem þegar væru komin til framkvæmda. „Margt af þessu er staðfesting á því sem þegar er við lýði auk þess sem markmiðið er að stefna að einföldun stofnanaflórunnar og miðlun upplýsinga,11 segir Jóhann Jóhannsson, fulltrúi dómsmálaráð- herra í innflytjendaráði. Ein af þeim leiðum sem til- greindar eru í stefnunni til miðl- unar upplýsinga er aukið framboð upplýsinga um íslenskt samfélag á erlendum tungumálum, bæði í sérstökum bæklingum og á Net- inu. Ekki er þó tekið fram yfir á hversu mörg tungumál slíkar upplýsingar verða þýddar. „Það er vitaskuld ekki verið að tala um öll þau tungumál sem inn- flytjendur hér á landi hafa sem móðurmál. En væntanlega mun fjölmennasti málhópurinn njóta forgangs,“ segir Kristín Jónsdóttir, fulltrúi menntamálaráðherra í innflytjendaráði. Einar Skúlason hjá Alþjóðahúsi: Skref í rétta átt „Þessi stefna er yfirgripsmeiri og nær yfir fleiri svið en ég átti von á,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss, og segir stefnuna vera gott byrjunarskref. „Mér finnst það góður árangur hjá félagsmálaráðherra að ná að sameina áherslur nokkurra ráðuneyta og fá ríkisstjórn til að sam- þykkja þlaggið. Það er meira en að segja það.“ Einar segir jákvætt að nú sé til plagg sem hægt sé að nota sem umræðugrundvöll varðandi innflytjend- ur á íslandi. „Ég er viss um að ef það hefði verið til síðastliðið haust þegar umræðan um innflytjendur náði hámarki hefði hún verið mun málefnalegri. Menn hefðu þá haft eitthvað til að deila um og hefðu þá getað verið sammála eða ósammála stefn- unni. Þetta er því ef til vill gott skref í átt að mál- efnalegri umræðu," segir hann og bætir því við að stefnan sé þó fullalmennt orðuð. „Það er ekki verið að binda hendur eða gefa tímatakmörk. Það sama er með fjárheimildir. Ég held að það muni kosta töluvert að mennta kennara og heilbrigðisstarfsfólk og gefa út upplýsingar á ýmsum tungumálum. En ef til vill verður það á ábyrgð hvers ráðuneytis að framfylgja því innan síns ramma." Þegar á heildina er litið segist hann vera vongóður um framhaldið. „Nú getur til dæmis stjórnarandstaðan notað þetta til þess að veita stjórnvöldum aðhald I þessum málum, sem er jákvætt." Vongóður um framhaldið Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Aiþjóðahúss.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.