blaðið - 26.01.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaðið
inn kynnir hitageislabyssu
Bandaríkjaher kynnti nýja byltingarkennda hitageisla-
byssu í gær. Hún á að stöðva för óvina. Byssan nefnist
Silent Guardian“ og skýtur ósýnilegum hitageislum
sem valda mikilli brunatilfinningu á mönnum í allt að
fimm hundruð metra fjarlægð. Hún gagnast árið 2010.
I
Hagvöxtur tæp ellefu prósent
Hagvöxtur í Kína jókst um tæp ellefu prósent
á síðasta ári og hefur ekki verið meiri í áratug.
Kínverska hagkerfið er nú það fjórða stærsta í heim-
inum og með þessu áframhaldi má reikna með að
það fari fram úr því þýska á næsta ári..
Ráðherra deyr í þyrluslysi
Guadalupe Larriva, varnarmálaráðherra Ekvadors, fórst í
árekstri tveggja herþyrlna sem tóku þátt í heræfingu nálægt
bænum Manta í gær. Larriva tók við embætti varnarmálaráð-
herra 15. janúar síðastliðinn og var fyrst kvenna til að gegna því.
Sex aðrir fórust í slysinu, þar á meðal sautján ára dóttir Larriva.
Líbanon:
Safnað fyrir
uppbyggingu
Stjórnvöld í Líbanon hafa
beðið erlenda aðila um
frekari fjárhagsaðstoð vegna
uppbyggingar í landinu eftir
átök Israleshers og Hizbollah-
samtakanna síðasta sumar.
Fouad Siniora, forsætis-
ráðherra Líbanons, sagði
á alþjóðlegri ráðstefnu í
Frakklandi í gær að án utan-
aðkomandi aðstoðar væri
pólitisk framtíð ríkisins í
mikilli óvissu. Bandaríkjamenn,
Frakkar, Evrópusambandið,
Sádi-Arabar og fleiri hafa nú
þegar lofað Líbönum um 7,6
milljörðum Bandaríkjadala í
aðstoð og hagstæðum lánum.
Barnaperrar í Kompási:
Lögregla vill gögn
Kynferðisbrotadeild höfuðborgar-
lögreglunnar hefur formlega óskað
eftir öllum gögnum sem þáttastjórn-
endur Kompáss hafa yfir að ráða
varðandi einstaklinga sem svöruðu
þrettán ára gömlum tálbeitum á Net-
inu. Að mati lögreglunnar er það
samfélagslega mikilvægt að hægt sé
að rannsaka málið. Björgvin Björg-
vinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
segist ekki hafa fengið nein svör.
,Við höfum ekki fengið nein svör
frá Kompásmönnum og þeir eru
þvf ekki mjög samstarfsfúsir virð-
ist vera. Nú veltum við fyrir okkur
hvaða úrræða við getum gripið til
vegna þessara upplýsinga og alveg
ljóst að við munum láta reyna á þau,“
segir Björgvin.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, rit-
stjóri Kompáss, segir ristjórnina
vera að fara yfir málið í heild sinni
með lögmönnum 365 ljósvaka-
miðla og lögmönnum Blaðamanna-
félags íslands. Að svo stöddu liggi
ákvörðun ekki fyrir varðandi
beiðni lögreglunnar um afhend-
ingu gagnanna.
Löggan vill gögn Kynferöisbrota-
deild höfuðborgarlögreglunnar leggur
mikla áherslu að fá afhent gögn frá
þáttastjórnendum Kompáss vegna
einstaklinga sem settu sig í samband
við tálbeitur þáttarins á Netinu.
\ I • I
r
Sími: 553-9595
s Ármúla 19
^fnrétt
vHalldór Kolbeinsson
Landsþing hefst í dag Landsþing Frjáts■
ynda flokksins verður sett í dag þar sem
flestra augu beinast að varaformanns-
slagnum milli Magnúsar Hafsteinssonar
og Margrétar Sverrisdóttur
Magnús Þór Hafsteinsson svarar fyrir sig:
Baldvin beitti
bolabrögðum
■ Búist við átökum á landsþingi
■ Þrjár í framboði til ritara
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, vísar
ummælum Baldvins Nielsen í Blað-
inu í gær algjörlega á bug og segir að
fylgismenn Reykjanesbæjarlistans
hafi beitt bolabrögðum til að koma
Baldvini í efsta sæti á lista Frjáls-
lynda flokksins fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar síðastliðið vor.
Baldvin hélt því fram að forysta
flokksins hefði haft óeðlileg af-
skipti af framboðsmálum flokksins
í Reykjanesbæ sem endaði með því
að hann fór ásamt nokkrum full-
trúum flokksins í sérframboð. Þetta
segir Magnús alrangt og segir hann
að ummælin séu sett fram í kergju.
„Miðstjórn Frjálslynda flokksins
fjallaði um þetta framboð og tók
sameiginlega afstöðu um það að
fela öðrum að leiða lista flokksins
í Reykjanesbæ síðastliðið vor. Bald-
vin og félagar undu ekki þessari sam-
eiginlegu niðurstöðu miðstjórnar
og buðu fram sér-lista. Þeir fengu 35
atkvæði sem sýnir að þeir nutu ekki
trausts kjósenda í Reykjanesbæ,“
segir Magnús.
Segir Sólborgu fara með fleipur
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, sendi
frá sér fréttatilkynningu síðastlið-
inn miðvikudag þar sem hann mót-
mælir fullyrðingum Sólborgar Öldu
Pétursdóttir um að Magnús Þór hafi
farið á bak við miðstjórn flokksins.
Baldvin og fé-
lagar nutu ekki
trausts kjósenda
Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins
Hann segir þær ómaklegar og ekki
eiga við rök að styðjast. Segir hann
Sólborgu, sem býður sig fram i emb-
ætti ritara flokksins, fara með rangt
mál þar sem aldrei hafi verið um sam-
einingu Frjálslynda flokksins og Nýs
afls að ræða, heldur hafi félögum
Nýs afls verið boðið að ganga til liðs
við Frjálslynda flokkinn eftir að fyrr-
nefnda félagið hafi verið lagt niður.
Landsþing hefst í dag
Landsþing Frjálslynda flokksins
verður sett á Hótel Loftleiðum í dag
og munu augu flestra beinast að
varaformannsslagnum milli Magn-
úsar og Margrétar. Bæði Guðjón
Arnar og Sigurjón Þórðarson hafa
lýst yfir stuðningi við Magnús en
varaþingmaður flokksins, Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir, hefur lýst
yfir stuðningi við Margréti. Þá hefur
fulltrúi flokksins í borgarstjórn, Ól-
afur F. Magnússon, sömuleiðis lýst
yfir stuðningi við Margréti.
Auk kjörs til varaformanns
verður einnig slegist um ritaraemb-
ættið þar sem Sólborg Alda, Guð-
rún María Óskarsdóttir og Hanna
Þrúður Þórðardóttir hafa ákveðið
að bjóða sig fram.