blaðið

Ulloq

blaðið - 03.02.2007, Qupperneq 20

blaðið - 03.02.2007, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2007 blaðið 1 ». W ífc \ [i : Bókmenntaverðlaunin afhent ^ Andri Snær Magnason hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin í flakki fræðirita fyrir bók sína Draumalandið. Æk Ólafur Jóhann Ölafsson hlaut verðlaunln í flokki skáldrita fyrir bók sína Aldingarðinn. Verðlaunin voru afhent af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum síðdegis í gær. menning@bladid.net Minning um Svandísi Þulu Geislaplatan Svandís Þula - minn- ing hefur selst í tæplega 3000 eintökum undanfarnar vikur og er platan því sú langsölu- hæsta það sem af er árinu. Platan er gefin út til minningar um Svandísi Þulu Ásgeirsdóttur sem lést í umferðarslysi á Suður- landsvegi siðastliðinn desember aðeins 5 ára gömul. Átta ára bróðir hennar, Nóni Sær, slasað- ist alvarlega í slysinu og rennur ágóði af útgáfunni til hans og fjölskyldu hans. Platan er fáanleg i verslunum um land allt, meðal annars í versl- unum Hagkaupa og á afgreiðslu- stöðum póstsins. Nánari upplýs- ingar má finna á www.frostid.is. Kátt í höllinni Á morgun fer fram (slandsmeist- aramót í 10 dönsum með frjálsri aðferð í Laugar- dalshöll og hefst mótið klukkan 11 og stendur til klukkan 19. Sam- hliðaíslands- meistara- mótinu fer fram keppni í sam- kvæmisdönsum með grunnað- ferð og danssýningar verða hjá B-flokkum. l 'ula List og náttúra f vestursal Kjarvalsstaða verður sýningin Foss haldin frá 10. febrúartil 29. apríl. Á sýningunni verðatengsl listar og náttúru rann- sökuð í gegnum verk fjögurra listamanna sem nálgast viðfangs- efnið á ólíkan máta, en þau eru Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, Rúrí og bandaríska listakonan Pat Steir. Ferðalag um ranghala lífsins er hafin við eina tæknilega mest krefjandi sýningu Þjóðleikhússins fyrr og síðar, en um er að ræða söngleikinn Leg eft- ir Hugleik Dagsson. Undirbúning- ur hefur staðið yfir frá því í haust, en æfingar hófust af fullum krafti í byrjun árs. Frumsýning verð- ur á Stóra sviði þann 8. mars, en forsýningar verða i., 2. og 3. mars. Fyrir þá sem tryggja sér miða á forsýningu fyrir þriðju- daginn næstkomandi býður fræðsludeild Þjóðleikhússins upp á ókeypis námskeið um sýninguna. Þar gefst þátttak- endum tækifæri til að fylgjast með þróun vinnunnar við sýn- inguna, spjalla við listafólkið og gægjast á bak við tjöldin í vinnuferlinu. Leg gerist í Garðabæ í náinni framtíð. Kata er ung stúlka í fjöl- braut, lífið leikur við hana, hún er sjálfstæð og hress. Á 19 ára afmælisdaginn klukkan 13.30 ger- ist það að foreldrar hennar skilja, litli bróðir hennar greinist með fuglaflensu, kærastinn segir henni upp og hún fær staðfestingu á því að hún sé ólétt. Þá hefst ferðalag Kötu um „Eg veit meira en þu um þína eigin spöng." Hjört- ur, kvensjúkdómalæknir sem lærði i Japan. My- space. com/haiakortur Höfundurinn Hugleikur Dagsson, leikstjórinn Stefán Jónsson og leikmyndahönnuöurinn llmur Stefánsdóttir ásamt leikurum Legs. ranghala lífsins og á f vegi hennar verða Hjört- ur kvensjúkdómalæknir sem lærði í Japan, bachel- orinn Sigmar Snær, Andri félagsráðgjafi, besta vin- konan Ingunn, dr. Smith og Andrew Lloyd, eigandi og forstjóri alþjóðadeildar Globófist, og fleiri óborg- anlegar persónur. Örmyndasögur Hugleiks Dagssonar hafa vakið mikla athygli hér á landi sem erlendis en í þeim fæst hann á frumlegan og bráðfynd- inn hátt við ýmsar meinsemdir nútímasamfélagsins. 1 Legi leggja Hugleikur og félagar til atlögu við söngleikjaformið í verkinu sem er .vísindasöngleikur um ólétta tán- ingsstúlku“. Persónur í Legi eru allar með sinar myspace-síður. Aðalsöguhetj- an, Kata, er til dæmis með slóðina myspace.com/ungogfalleg undir yf- irskriftinni: „Myndirðu segja að ég væri mjómjó eða mjómjómjó?“ Langafi prakkari snýr aftur Sýningar á barnaleikritinu Langafi prakkari" sem byggt er á sögum Sigrúnar Eldjárn hefjast í Möguleikhúsinu á morgun. Leik- ritið var fyrst sýnt á vegum Mögu- leikhússins á árunum 1999-2001 og urðu sýningar þá rúmlega 150 talsins. 1 leikritinu er sagt frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þótt hann sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppá- tækjum með Önnu litlu. Hann passar hana á daginn og hefur þá nægan tíma til að sinna henni og skoða með henni mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Fyrsta sýningin á Langafa prakk- ara verður í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, sunnudag, klukkan 14. Verðsamanburður gerður 11.01.07 VERÐSAMANBURÐUR - VERÐ PER MÁNUÐ! 1 3 | 2 % BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALANUM elisabet.is Vátryggjandi erTryggingamiðstöðin hf. Selísabet TM Sjóvá Sjóvá Strax VÍS Vörður Skyldu- og framrúðutrygging 5.081 kr. 6.530 kr. 6.839 kr. 6.018 kr. 6.750 kr. 6.377 kr. Kaskó- og skyldutrygging* 6.951 kr. 8.758 kr. 10.329 kr. 9.089 kr. 9.463 kr. 8.982 kr. % dýrari en @elísabet m.v. Kaskó- og skyldutrygging* 26% 49% 31% 36% 29% * miðað við 50.000 kr. sjálfsábyrgð p-o ■cr 2002 árg. • 890.000 kr. • 1600 vél

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.