blaðið - 03.02.2007, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007
blaðið
íslettdingar virðast hafa þörffyrir að yfirgefa eyjuna sína góðu öð
ferðast til annarra landa. Oft liggur leiðin á hefðbundnar slóðMfhj
er um að ræða stórborgir í nágrannalöndum okkar eða sólarstrem
Stundum heldurfólk á óhefðbundnari slóðir þar sem menning og s
eru frábrugðnir því sem það á að venjast heimafyrir.
kunna einstaklinga hver væri óvenjulegasti staður sem þeffjhéfðíí^
i Machu Picchu
Olýsanlegur kra
„Að koma til „Borgarinnar týndu
Machu Picchu sem stendur í rúmlega
3000 metra hæð í fjallaskarði Andes-
fjalla í Perú er ógleymanleg upplifun.
Borgin er reist af keisurum Inkanna
þegar veldi þeirra stóð sem hæst um
miðja 15. öld. Þar finnur maður sterkt
fyrir menningu þeirra, sem við hinir
svokölluðu siðmenntuðu Evrópu-
menn höfum á samviskunni að hafa
grandað, yfirskyggðir af taumlausri
græðgi. Þarna mældu Inkarnir tím-
ann, skoðuðu himinvíddir og iðkuðu
listilegt handverk eins og silfursmíði
og hlóðu upp byggingar án líms, þar
sem hver steinn fellur að öðrum eins
og flís við rass og leiddu vatn í hús.
Borgin er ekki stór en er skipulag-
sundur og fellur ótrúlega vel að lands-
laginu. Þeir voru samstiga Egyptun-
um og höfðu sólguðinn æðstan. Það
er einhver ólýsanlegur kraftur sem
umlykur staðinn og lætur engan
ósnortinn.“
ill Olafsson, tónlistarmaður og leikari
Egill
-
■>-. >
■m--
x > ... .-r'iV"'
t
lí
Risi í Japan
Óvenjulegasti staður sem ég hef komið á
hingað til held ég að sé Japan. Þar liggur við að
maður hafi verið tvöfalt stærri en næsti maður
úti á götu. Ég er nú bara rétt yfir meðallagi hár,
aðeins yfir 1,90 metrar á hæð, en meðalhæð
fólks úti á götu þarna hefur kannski verið 1,60-
1,70 metrar. Það var nokkuð óvenjulegt þegar
maður kemur frá landi þar sem meðalhæðin
er nokkru hærri.
Ég var þarna á heimsmeistaramóti í sundi
og þar voru margir nokkuð stórir en þegar
maður sá innfædda voru þeir alltaf í smærri
kantinum.
Það eru talsverð ferðalög sem fylgja svona
sundmótum en það sem við sjáum mest af í
þessum ferðalögum eru flugvellir, hótel og
sundlaugar. Á flestum mótum er það meira
og minna þannig. Það er ekki nema í þess-
um lengri keppnisferðum sem við höfum ein-
hvern tíma til að skoða okkur aðeins um og
það er alltaf gaman.
Við getum gert ráð fyrir fimm til sex utan-
landsferðum á ári hjá mér. Stundum fækkar
þeim og þá verða ferðirnar bara lengri í stað-
inn eins og á síðasta ári þegar ég var í sex vik-
ur í æfingabúðum í gömlu Júgóslavíu og Ung-
verjalandi. Maður er því aldrei lengi heima hjá
sér í einu.
Lifði safarí af
„Minnisstæður næturstaður er fyrir mér í
Ástralíu. Dóttur minni hafði tekist að draga
mig með sér í safaríferð út í eyðimörkina. Eg
hef aldrei ævintýramanneskja verið, kann allt-
af best við mig á mjúkum hóteldýnum, neyðist
ég til að gista einhvers staðar. En það er ótrú-
Iegt hvað þessir krakkar manns fá virðulega
eldri konu til að gera. Þarna var mér holað
niður í tjald í öllu því prjónlesi sem tiltækt
var með umdeilda prjónahúfu á höfði og svo
heyrðum við dingóana spangóla rétt hjá tjald-
inu. En ég lifði þetta af.“
Kúba er sér á parti
„Óvenjulegasta landið, og það land sem hefur
haft mest áhrif á mig er Kúba,“ segir Tómas R.
Einarsson tónlistarmaður en hann hefur heim-
sótt landið alls sjö sinnum. „Á síðasta ári fór
ég þangað þrisvar og þótt ég sé ekki búinn að
plana næstu ferð er ekki ólíklegt að hún verði
farin á þessu ári eða næsta.“
Eins og kunnugt er er kúbversk tónlist Tóm-
asi afar hugleikin. „Tónlistin er númer eitt
og tvö og þrjú en húsin í Havana, litavalið og
svingið á rössunum, jafnt á körlum sem kerl-
ingum, er alveg sér á parti. Þetta samfélag er
að mörgu leyti á skjön við hinn vestræna heim
og ástæðurnar fyrir því eru margar, svo sem
hugmyndafræði ríkjandi stjórnvalda, deilurn-
ar við Bandaríkin og viðskiptabannið, áfallið
þegar Sovétríkin hættu að styðja landið og
fleira,“ segir hann. „Bílaflotinn í Kúbu er auð-
vitað líka heimsfrægur, enda er mikil gjörnýt-
ing á öllum druslum,“ bætir hann við.
„En þótt það hafi gengið á ýmsu í kúbverskri
sögu með einhvers konar einræði lengst af,
Bandaríkjamenn hafi beitt þvingunum og þau
fáu grömm af kjöti sem eru á skömmtunarseðl-
inum séu fars af lummulegasta tagi, - þá hefur
tónlistin og dansinn alltaf verið nokkurs kon-
ar varaaflstöð Hfsgleðinnar hjá þjóðinni," seg-
ir Tómas að lokum.
Ævafomir grafreitir
Ég hugsa að ég myndi nefna annars vegar
Petra í Jórdaníu og hins vegar Massai Mara
þjóðgarðinn í Keníu. Petra er í gili milli fjalla
í eyðimörkinni í Jórdaníu þar sem framhíiðar
á grafreitum hafa verið skornar út í fjöllin og
þær líta út eins og hallir. Maður missti alger-
lega andann þegar maður sá þetta.
Maður þarf að fara í gegnum þröngt gil til
að komast á þennan stað. Staðurinn var kallað-
ur Týnda borgin og Vesturlandabúar uppgötv-
uðu hann ekki fyrr en 1812. Það er talið að graf-
reitirnir séu mjög gamlir og þeir koma fyrir í
handritum frá því löngu fyrir Krist.
Ég heimsótti Massai Mara eyðimörkina síð-
asta sumar og fór þangað í safarí. Þarna eru
hirðingjar sem eru mjög mikið skreyttir og
búa í kofum sem eru búnir til úr kúamykju.
Maður getur rétt ímyndað sér hvernig þetta er
á regntímanum því að þá verður kúamykjan
náttúrlega blaut og rennur niður. Við fengum
einmitt tækifæri til að fara inn í einn svona
kofa og þar var heil fjölskylda, fimm manns, á
um fjórum fermetrum. Þar eldaði fólk og svaf
og bjó við ótrúlegar aðstæður en þetta var bara
þeirra líf og þeirra raunveruleiki.