blaðið

Ulloq

blaðið - 03.02.2007, Qupperneq 28

blaðið - 03.02.2007, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðið Akvörðun mín um að segja mig úr Frjáls- lynda flokknum var uppgjör við sjálfa mig og sjálfsvirðingu mína. Eg átti ekki von á að því að svo margir myndu ákveða það sama. Skyndilega ranka ég við mér með stóran hóp fyrir framan mig sem horfir á mig spyrjandi: „Hvað nú? Hvað gerum við næst?“ Þegar ég tók ákvörðun mína var ég ekki búin að hugsa næstu skref,“ segir Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, sem nýlega sagði sig úr flokknum. Hvað ætlarðu að gera? „Ég er ákveðin í því að stíga varlega til jarðar. Það er svo margt sem getur gerst á næstunni, jafnvel í þessum mánuði. Ég ætla að halda áfram að vinna með mínu fólki eins og við séum að fara í framboð og síðan verður að ráðast hvort við náum saman með öðrum flokki. Það er ekki heppilegt að mörg brotaframboð bjóði fram. Satt að segja veit ég ekki hvað verður en ég ætla ekki að missa dampinn. Það er ekki eins og ég standi á óplægðum akri. Ég er ennþá í höfuðatriðum sammála stefnu Frjálslynda flokksins eins og hún var. Ég vil reyndar skerpa á umhverf- isáherslum. Málefnaskrá flokksins í umhverfismálum var mjög umhverf- isvæn í orði en það skorti nokkuð á að hún væri það á borði. Ég vil leggja mikla áherslu á umhverfismál." Héldu mig sig Á hvaða tímapunkti í þessu ferli öllu fékkstu nóg og sást að hugsan- lega væri kominn tími til að kveðja flokkinn? „Ég varð mjög sár þegar mér var sagt upp starfi sem framkvæmda- stjóri flokksins, fyrirvaralaust eftir tæplega ío ára starf. Þar urðu vatna- skil. Eg sagði við Guðjón Arnar: „Er það svo að þú ætlir að velja Magnús Þór sem þinn meðreiðarsvein? Ætl- arðu að bregðast mér?“ Þá komu þau svör að við myndum fara í kosn- ingar á eigin verðleikum. Ég reiddist nokkuð og sagði: „Einmitt það. Þú myndar bandalag með Magnúsi Þór og svo verður sagt að ég fari á móti honum á eigin verðleikum". Hann sagði: „Ég hef ekki lýst yfir stuðningi við hann“ - sem mér fannst merkja að hann myndi ekki gera það. Það var annað áfall að um leið og ég til- kynnti framboð til varaformanns byrjaði Guðjón jafnt og þétt að ítreka stuðning sinn við Magnús Þór. Ég hef reyndar velt því fyrir mér hvort meira hafi ekki búið undir, hvort þeir hafi vitað að ég myndi reynast þeim erfið þegar kæmi að umræðunni um innflytjendamálin. Þegar ég fór að að rétta af kúrsinn í sambandi við umræðuna um inn- flytjendamál þá leit þingflokkurinn á það sem stórskotaárás „skæru- hernað gegn þingflokknum11 eins og Magnús Þór kallaði það. Brottrekstr- arsökin var sú að framkvæmdastjóri flokks gæti ekki leyft sér að ráðast á sinn eigin flokk. Þegar Jón Magnús- son skrifaði grein sína ísland fyrir íslendinga? þar sem hann talar um bræðralag múslíma þá sagðist hann ekki hafa talað þar öðruvísi en þing- flokkurinn. Það var nokkuð til í því þar sem þingflokkurinn var alveg á grensunni í umræðu um útlendinga, en ekki kannski viljandi. Ég vildi að ráðstafanir væru gerðar til þess að við réðum við þann mikla fjölda erlends vinnuafls sem hefur komið til landsins. Ég sagði hins vegar við Magnús Þór að hann yrði að gæta sín á því hvernig hann talaði, hann segði sífellt „þetta fólk, þetta fólk“ og talaði eins og íslenskri menn- ingu væri ógnað. Hann svaraði því til að hann skammaðist sín ekki fyrir að vera annt um íslenska menningu. Það er því ekki rétt að ég hafi ekki gert at- hugasemd við málflutning Magnúsar Þórs í þinginu á þessum tíma. Ég var- aði við ýmsu, því fyrir mér er mjög skýrt hvar línurnar liggja. Maður á að standa vörð um sína eigin menn- ingu en menning annarra er í engu ómerkilegri en okkar eigin. Það á ekki að láta eins og þetta séu algjörar andstæður. Og það er ekki eins og það séu Pólverjar sem hafi spillt íslenskri tungu, það gera íslendingar sjálfir. Stærstu mistök þingflokksins voru samt þau að þeir héldu mig sig að því „Ég er áhugamanneskja um mannlegt eðli og þeim munflóknara sem það er því skemmtilegra finnst mér það. Þannig að í öllum þessum darraðardansi get ég horft yfir sviðið og litið á það sem gerðist eins og menn hafi verið að tefla skák." leyti að þeir voru sannfærðir um að ef ég væri örugg um að fá fyrsta sæti í Reykjavík suður þá færi ég aldrei úr flokknum. Það var hringt í mig tveimur tímum áður en ég hitti mitt stuðningsfólk til að taka ákvörðun um pólitíska framtíð mína og sagt að uppstillingarnefnd í Reykjavík

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.