blaðið - 03.02.2007, Síða 38

blaðið - 03.02.2007, Síða 38
3 8 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Yngstur í íshokkí Nýiiðinn Sidney Crosby varð um daginn yngsti ishokkíleikmaður sem leikið hefur i Stjörnuleiknum árlega í NHL. Crosby sem stundar iðju sina með Pittsburg Penguins leiðir stigalista NHL-deildarinnar með 82 stig sem þykir ótrúlegt hjá 19 ára gömlum leikmanni. Skeytin Harmsögu Michaels Owen ætl- ar seint að ljúka. Eftir að þrautagöngu hans hjá Real Madrid lauk með rasssæri eftir setu á bekknum hefur litið tekið við hjá Newcastle nema erfið meiðsli. Er nú orðið ljóst að hann kemur vart við sögu í vetur en á því er ekki vanþörf eins og Newcastle er að spila þessa dagana. tórstjömunar vestanhafs detta hver um aðra þvera við að sýna David Beckham stuðn- ing vegna þeirrar ákvörðun- ar hans að flytjast til Los Angeles. Sá síðasti er Tiger Woods sem segir víst að Beckham muni lyfta knattspyrnu á hærra plan. Hanntekurþó fr am að knatt- spyrna sé ekki í sérstöku uppáhaldiþóhann hafi gaman af leik og leik. 0» 12.15 SkjárSport Knattspyrna Liverpool - Everton 12.55 RÚV __________________ Handbolti Island - Spánn 14.50 SkjárSport Knattspyrna Charlton-Chelsea 15.20 RÚV____________________ Handbolti Króatía - Rússland 17.05 SklárSport______________ Knattspyrna Middlesbrough - Arsenai 19.20 SkjárSport_____________ Knattspyrna Juventus - Riminl 20.50 Sýn____________________ Knattspyrna Valencia - Atietico Madrid Sunnudagur 09:00 Sýn Golf Dubai Desert Ciassic 12.50 RÚV____________________ Handbolti Danmörk - Frakkland 15.20 RÚV ___________________ Handbolti Póliand - Þýskaland 15.50 Sýn__________ Knattspyrna Sevilla - Real Sociedad 15.50 SkjárSport_____________ Knattspyrna Tottenham - Manchester United 17.50 Sýn____________________ Knattspyrna Real Madrid - Levante 19.20 SkjárSport_____________ Knattspyrna Inter Mifan - Roma 19.50 Sýn_________ Knattspyrna Osasuna-Barcelona 22.45 Sýn NFL Bears - Colts ■ Spilað um sjöunda sætið ■ Ekki unnið Spán í tíu ár ■ Skiptir máli fyrir Ólympíuleikana Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net íslensku strákarnir í landsliðinu leika sinn síðasta leik á HM í hand- bolta í dag þegar liðið mætir Spán- verjum 1 leik um sjöunda sætið í mótinu. Þó liðið sé þessa dagana að spila um sífellt lægri sæti gerast andstæðingarnir ekkert auðveldari. fsland hefur ekki sigrað Spán í tíu ár og síðasti leikur liðanna endaði með átta marka sigri Spánverja. Spænskir fjölmiðlar gera leiknum lítil skil þrátt fyrir almennan hand- boltaáhuga í landinu. Helgast það af döpru gengi liðs þeirra en fyrir mótið gerðu þarlendir fjölmiðlar því skóna að eitt af fjórum efstu sæt- unum væri sjálfsögð krafa til liðsins enda Spánn verið meðal fremstu þjóða i langan tíma. En enginn skal velkjast í vafa SÍÐUSTU LEIKIR ÞJÓÐANNA ÍSLAND - SPÁNN Jan 2005 31-39 Ágú 2004 23-31 Jan 2003 31-32 Jan 2002 24-24 Jan 2001 25-27 Maí 1997 32-23 um að leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því sjöunda sætið er það síðasta sem gefur beint sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Kína. Það vilja Spánverjar ekkert síður en fslendingar því ella verður að fara Krísuvíkurleiðina þangað og ná fyrsta eða öðru sæti á Evrópu- mótinu í Noregi eftir ár. íslensku strákarnir fengu kær- komna hvíld í gær en sökum þess hve lítil breidd er í liðinu hefur Al- freð Gíslason þjálfari þurft að keyra LEIÐ SPÁNVERJA Spánn - Egyptaland 33-29 Spánn - Qatar 41-18 Spánn - Rússland 33-29 Spánn - Danmörk 23-27 Spánn - Ungverjaland 33-31 Spánn - Króatía 28-29 Spánn - Þýskaland 25-27 Spánn - Króatía 27-35 HVERJA BER AÐ VARAST? Juan Garcia Lorenzana 42 mörk Iker Romero Fernandes 40 mörk Jose Maria Vaquero 29 stoðsendingar Alberto Entrerrios 28 stoðsendingar helstu máttarstólpa mun lengur en æskilegt væri. Sést greinilega á með- fylgjandi töflu að nánast allt byrjun- arlið íslands hefur leikið lengur en þeir sem mest hafa spilað fyrir Spán. Engin spurning er að í slíkri keppni ÞREYTUSTUÐULL (LEIKNAR MÍNÚTUR) island Guðjón Valur 8:54:57 Alexander 8:25:16 Ólafur 7:25:10 Birkir Ivar 6:01:17 Logi 5:55:25 Snorri 4:50:10 Sigfús 4:15:04 Spánn VictorTomas Gonzales 5:18:03 David Davis Camara 5:08:15 lon Belaustegui Ruano 4:54:39 Jose Maria Vaquero 4:44:41 David Baruffet Boflll 4:42:47 Iker Romero Fernandez 4:28:51 Jose Javier Hombrados 4:16:33 þar sem leiknir eru margir leikir í röð með litlum hléum á milli þá telur slíkt þegar líða fer á leik. Eggert Mngnús son Hættir sem formaður KSl Geir Þorsteinsson Ásælist starf Eggerts Ársreikningur Knattspyrnusambands íslands birtur Sjóðirnir gildna og tútna út Knattspyrnusamband íslands hagnaðist um tæpar hundrað millj- ónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sambandsins sem birtur var í gær. Hefur afkoman aldrei verið betri og voru alls tæpar 300 milljónir króna í sjóðum þess í árslok. Heildartekjur KSf voru 517 millj- ónir króna á liðnu ári meðan heild- argjöld reyndust vera 417 milljónir. Ákvað stjórn sambandsins að láta heilar 16 milljónir af hendi vegna góðærisins til aðildarfélaga þess og varð því niðurstaða ársins í heild 83,2 milljónir króna í plús. Athygli vekur að laun og launa- kostnaður jókst um tæpar tíu millj- ónir milli áranna 2005 og 2006 meðan aðeins einu og hálfu starfs- gildi var bætt við á sama tímabili. Er það rúmum átta milljónum króna umfram áætlun fyrir árið 2006 en engar nánari skýringar eru gefnar á þessu í skýrslunni sem birt er. Kostnaður við íslensku lands- liðin vegur þungt i rekstri KSf. Reyndist kostnaður við A-landslið karla vera um 54 milljónir króna meðan stúlkurnar í A-landsliðinu voru léttari á fóðrum en sú útgerð kostaði tæpar 19 milljónir. Er það munur upp á 35 milljónir króna. Knattspyrnusambandið hefur komið að uppsetningu sparkvalla víðs vegar um landið og eru nú 76 slíkir í notkun. Kostnaður vegna þess verkefnis skagar hátt í 200 milljónir króna. Landslagið innan sambandsins breytist fljótlega á ársfundi sem haldinn verður um næstu helgi því þá tekur nýr formaður við stjórnar- taumum af Eggerti Magn- ússyni sem gegnt hefur starfinu í sautján ár. f framboði eru þau Geir Þor- steinsson, Jafet Ólafsson og Halla Gunnarsdóttir.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.