blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaöiö VEÐRIÐ I DAG Skúrir Suðlæg átt, 8-15 og skúrir en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig. Á FÖRNUM VEGI Hver er draumabíllinn þinn? ÁMORGUN Skúrir Stít suðvestanátt með skúrum eða éljum, en þurrt austan- lands. Lægir um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig. VÍÐAUM HEIM 1 Algarve 16 Amsterdam 10 Barcelona 24 Berlín 5 Chicago -9 Dublin 10 Frankfurt 11 Glasgow 10 Hamborg 6 Helsinki -5 Kaupmannahöfn 3 London 11 Madrid 15 Montreal -17 New York -8 Orlando 7 Osló o Palma 26 París 9 Stokkhólmur o Þórshöfn 8 Viðskiptaráðstefna tengd klámiðnaði haldin á íslandi: Klámráðstefna haldin á Hótel Sögu ■ Lögreglan útilokar ekki eftirlit ■ Hafa grætt á mansali og vændi Hringras Vignir Val, nemi „Range Rover. Hann er stór með fullt af leðri og viði.“ Kristján Þórisson, sjómaður „Ég myndi vilja Benz, það er draumabíllinn." Andreas Örn Aðalsteinsson, nemi „Lamborghini, hann er flottur og hraðskreiður." Jón Árni Benediktsson, nemi „Það er Koenigsegg, það eru mjög fallegir og kraftmiklir bílar “ Edda Sigfúsdóttir, nemi „Golf, hann hefur alltaf verið draumabíllinn." Slöklcvilið höfuðborgarsvæðis- ins hefur farið í mál við Hringrás. Krafa slökkviliðsins varðar meint brunatjón sem það greiddi þriðja aðila eftir stórbrunann hjá Hringrás haustið 2004. Slökkvi- liðið vill að Hringrás borgi en forsvarsmenn fyrirtækisins halda því hins vegar fram að það eigi ekki að greiða þetta tjón og snýst ágreiningurinn um það. Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag og var ákveðið að afla gagna. Máliuu hefur verið frestað fram í byrjun mars. Verjandi og sækjandi í málinu vildu ekki tjá sig um það þegar eftir því var leitað. Palestína: Haniya hefur sagt af sér Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniya, sagði af sér í gær en það var hluti samkomulags um þjóðstjórn. Haniya og forseti heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas, sömdu um myndun þjóðstjórnar í síðustu viku. Stjórnvöld í Bandaríkj- unum ætla að hunsa alla ráðherra nýrrar þjóðstjórnar Palestínumanna, nema hún viður- kenni Israelsríki, fordæmi ofbeldi og virði áður gerða samninga Israelsmanna og Palestínumanna. Bandarískir embættismenn tilkynntu Mahmoud Abbas Palestínuforseta um þessa stöðu mála í síma á miðvikudags- kvöld. Fréttir hafa þó borist að samskiptum verði haldið uppi við Abbas sjálfan, þó að mildl óánægja ríki hjá bandarískum stjórnvöldum vegna samstarfsins. Klám á Hótel Sögu? Framundan er viðskiptaráðstefna tengd klám- iðnaði en hún var haldin i Austurríki í fyrra. Lögreglan útilokar ekki að fylgjast með framvindunni. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Viðskiptaráðstefna verður haldin á Islandi dagana sjöunda til ellefta mars og þátttakendur gista á Radis- son SAS Hótel Sögu. Helstu styrkt- araðilar hátíðarinnar eru ýmis fyr- irtæki sem sérhæfa sig í þjðnustu við klámiðnaðinn, til dæmis alþjóð- legu fyrirtækin InterClimax, Fant- asy Girl og AdultRental. I fyrra var hátíðin haldin í Austurríki. Björgvin Björgvinsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn höfuðborg- arlögreglunnar, útilokar ekki að kynferðisbrotadeildin muni fylgj- ast með ráðstefnunni. Honum finnst óþarfi að slík ráðstefna fari fram hér á landi. „Mér finnst þetta eiginlega miður og ekkert sérstaklega áhugavert að haldin sé hér á landi ráðstefna tengd klám- iðnaði. Hún verður að vera innan eðlilegra marka og ekkert útilokað að við fylgjumst með þessu," segir Björgvin. Ekki eftirsóknarvert Gísli Hrafn Atlason, ráðskona karlahóps Femínistafélags Islands, gerir athugasemdir við að slík ráð- stefna sé haldin hér á landi. Hann segist ekki eiga von á því að ein- göngu verði boðið upp á þurra fyrir- lestra. „Ég velti því fyrir mér hvað hópurinn sé í raun að gera hér á landi. Vilja fslendingar taka þátt í að auglýsa hinn gríðaröfluga klám- iðnað og allt það sem hann stendur fyrir? Þarna eru að hittast aðilar sem hafa grætt hvað mest á mansali og vændi í gegnum tíðina,“ segir Gísli Hrafn. Björgvin tekur undir og segir ýmis vandræði hafa fylgt vaxandi klámvæðingu. „Klámiðnaðurinn Þarna hittast aðilar sem hafa grætt hvað mest á vændi Gísli Hrafn Atlason, ráðskona karlahóps Femínistafélags Islands er nátengdur ýmsum vandamálum í heiminum og þess vegna er ekki eftirsóknarvert að slíkar ráðstefnur séu haldnar hér á landi,“ segir Björgvin. Engar athugasemdir Kalla Karlsdóttir, sölustjóri Radis- son SAS Hótel Sögu, kannast við að hátíðin sé tengd kynlífsiðnaðnum. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvað varðar bókunina. „Þessi hópur pantaði með marga mánaða fyrirvara og það er stutt síðan að við uppgötvuðum hverjir þetta eru. Ef þetta er venjulegt fólk sem hagar sér skynsamlega á hótelinu þá skiptir það okkur engu máli hver hingað kemur,“ segir Kalla. Miklar áhyggjur Þvert á móti er Gísli þeirrar skoð- unar að alþjóðlegum klámfyrir- tækjum eigi ekki að bjóða hingað heim vegna þeirra alvarlegu afleið- inga sem klámvæðingin hefur í för með sér. „Ég hef miklar áhyggjur af sívaxandi klámiðnaði. Næst á eftir vopnasölu lít ég mansal alvar- legum augum. Ég velti því fyrir mér hvernig brugðist yrði við ef alþjóð- legir vopnasalar myndu halda hér sína viðskiptaráðstefnu," segir Gísli Hrafn. Mynd/Arnoldur Holldðrs son Myndír frá ráðstefnunni í fyrra: www.snowgathering.com LÁTIÐ fagmann VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóðrun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is Félag dúklagninga- og veggfóörarameistara Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hcrmann Jónasson Geir Harðarsori Bryndís ValbjamardóUir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur ♦ Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja ♦ Legstaður • Tóniist • Tílkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Skemmdarvargarnir í Hafnarfirði: Eigendur borga skaðann Margir urðu fyrir barðinu á skemmd- arvörgunum Piitarnir hafa játað og hefur þeim verið sleppt. Barnaverndar- nefnd er nú með málið. Mj’nd/mm Piltunum þremur sem lögreglan handtók vegna skemmdarverka sem unnin voru aðfaranótt miðvikudags hefur verið sleppt en játning liggur fyrir frá þeim öllum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Ollu piltarnir skemmdum á yfir 30 bílum í Hafnarfirði og brutu rúður í skólanum og sjoppunni í Vogum á Vatnsleysuströnd og í bíl á Reykjanesbraut í umdæmi lögregl- unnar í Keflavík. Þar sem piltarnir eru á aldrinum 15 til 17 ára er málið nú í höndum Barnaverndarnefndar og verður þar ákveðið hvað gert verður í mál- inu. Sökum ungs aldurs þeirra er búist við því að þeir geti ekki greitt fyrir tjónið en þar sem þeir teljast hálf-fullorðnir er ekki hægt að gera kröfu á foreldra þeirra, samkvæmt lögreglunni. Einstaklingar sem eru með kaskó- tryggingu og bílrúðutryggingu eru tryggðir fyrir skemmdarverkum sem þessum. Þeir þurfa þó alltaf að greiða sjálfsábyrgðina en algeng- ast er að hún sé tæplega fimmtíu þúsund krónur fyrir kaskótrygg- ingu, samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.