blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaðið matur matur@bladid.net Ferskt og gott hráefni Gamla góöa hangikjötiö er alltaf gott og ekki er verra að elda það á nýstárlegan hátt. Friðrik Valur Karlsson, matreiðslumaður og eig- andi veitingastaðarins Friðrik V, er þekktur fyrir að nýta ferskt íslenskt hráefni á nýstárlegan og góðan hátt. Hér að neðan er Ijúffeng upp- skrift að pipar- og hunangsgröfnu hangikjöti úr smiðju Friðriks. Pipar- og hunangsgrafið hangikjöt Fyrir 4 til 6 1 innanlærisvöðvi úr tvíreyktu KEA-hangilæri 2 msk. hunang 2 tsk. græn piparkorn 2 tsk. rauð piparkorn 1 tsk. nýmulinn svartur pipar 14 hunangsmelóna 1 knippi lolló rossó eða I ambhagasalat 2 msk. söxuð steinselja 1 1/2 dl sýrður rjómi salt og pipar sítrónusafi 4 msk. fetaostur 2-3 msk. sæt sojasósa Aðferð: Penslið vöðvann með hunanginu. Myljið allan piparinn vel saman og stráið vel á yfirborð vöðvans þannig að piparinn hylji vel. Setjið í loftþótt ílát og geymið í kæliskáp í einn til tvo sólarhringa. Þá er pip- arinn skafinn vel utan af kjötinu og það skorið í þunnar sneiðar. Búið til kúlur úr melónunni eða skerið hana í jafna teninga, skolið kálið, þerrið vel og rífið gróft niður. Hrærið saman sýrðan rjóma, sítrónusafa og steinselju, smakkið til með salti og pipar. Setjið salatbrúsk á miðjan disk, raðið hangikjötssneiðunum fallega ofan á, dreifið melónukúl- unum og fetaostinum á diskinn og hellið sýrða rjómanum í hring utan um kál- og kjöthólinn. Hellið að lokum nokkrum dropum af soja- sósu í hring á diskinn. Uppáhaldsmatur Gunnþórunnar Einarsdóttur er sushi Nauðsynlegt að frysta fisk í sushi Eftir Svanhviti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Gunnþórunn Einarsdóttir matvæla- fræðingur hefur lengi haft áhuga á matseld en segir það ekkert sérstak- lega tengt starfinu heldur liggi áhug- inn í ættinni. „Ég hef haft áhuga á mat frá því ég man eftir mér og er alltaf að prófa nýjar uppskriftir. Ég reyni að vera dugleg að elda heima en ég er með lítinn strák og reyni því að hafa fisk þrisvar sinnum í viku. Ég starfa fyrir Matís ohf. og síðan ég byrjaði þar hef ég ósjálfrátt borðað meiri fisk,“ seg- ir Gunnþórunn sem eldar alls kyns fisk. „Ég notast mikið við verslunina Fylgifiska en þeir bjóða upp á fisk á nýstárlegan hátt. Auk þess eru þeir með alls kyns uppskriftir á heimasíð- unni sinni sem ég hef notað. Mörgum finnst fiskur vera dýr en ég tel hann ekki vera dýran miðað við margt ann- að í dag. Hann er líka svo hollur að ég myndi ekki vilja sleppa honum.“ „Mörgum finnst fiskur vera dýr en ég tel hann ekki vera dýran miðað við margt annað í dag. Hann er líka svo hollur að ég myndi ekki vilja sleppa honum." Bragðgæði fisksins skerðast ekki Uppáhaldsmatur Gunnþórunnar er sushi sem hún útbýr stundum heima hjá sér. „Það eru örugglega komin tíu ár síðan ég smakkaði sus- hi fyrst. Mér fannst það mjög gott frá upphafi, svolítið skrýtið í fyrstu en varð rosalega gott þegar ég borðaði það oftar. Við bjuggum einu sinni í Svíþjóð en þar var sushi mjög þægi- legt og ódýrt. Ég nennti ekld að búa sjálf til sushi þar en ég geri það hér heima. Það er náttúrlega ekki mikið úrval í búðunum þannig að ég hef reynt að kaupa mér bækur og prófa eitthvað nýtt. Mér sýnist samt sem áhugi fyrir sushi hafi aukist á íslandi og það eru komnir einir 4 til 5 stað- ir sem bjóða upp á sushi. Margir eru hræddir við að smakka það en það eru til alls konar tegundir af sushi og það þarf ekki endilega að vera fiskur í sushi,“ segir Gunnþórunn og bætir við að það sé mikilvægt að frysta fisk- inn áður en sushi er útbúið. „Allan fisk sem er borðaður hrár þarf að frysta í að minnsta kosti 24 tíma við 20 gráðu frost þannig að öll sníkjudýr drepist. Þrátt fyrir fryst- ingu er fiskurinn ennþá ferskur og bragðgæði fisksins skerðast ekki. Sus- hi er náttúrlega svo nýtt hér á íslandi að ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því að það þurfi að frysta fiskinn." Ferskur fiskur Gunnþórunn talar líka um að það skipti miklu máli að fiskur sé fersk- ur og að fólk þekki ferskan fisk. „Það er verið að dreifa bæklingi frá Lýð- heilsustöð inn á heimili og þar má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að þekkja ferskan fisk. Þetta getur skipti miklu máli,“ segir Gunnþór- unn og lætur hér fylgja með ljúffenga uppskrift að túnfiskrúllu. Chili-túnfiskrúlla Innihald: 1dl japanskt majónes (fæst í Sælkerabúðinni, má einnig nota venjulegt majónes) 1 msk. chili paste (fæst í Sælkera- búðinni), nokkur þarablöð (toasted sea- weed sheets, hægt að fá í flestum matvörubúðum) Túnfiskur, skorinn í 1/2 cm lengjur. Sushi-hrísgrjón) 3% bolli sushi-hrísgrjón 3% bolli vatn 1/2 bolli hrísgrjónaedik 4 msk. sykur 1 tsk. salt Setjið hrísgrjónin í pott og setjið vatn yfir, hrærið aðeins í þeim og hellið svo vatninu af. Gerið þetta um 10 til 15 sinnum þangað til vatnið er orðið tært. Þegar búið er að hella mestöllu vatninu af, setjið þá það magn af vatni sem talað er um í uppskriftinni og eldið sam- kvæmt leiðbeiningum sem standa á hrísgrjónapakkanum. Á meðan hrísgrjónin sjóða, látið hrísgrjóna- edikið í lítinn pott og látið suðuna koma upp. Takið svo pottinn af hellunni, bætið sykrinum og salt- inu við og látið það leysast upp í vökvanum. Eftir að hrísgrjónin eru soðin, takið þá pottinn af hellunni og látið hrísgrjónin hvílast í um 10 mínútur með lokinu yfir. Blandið hrísgrjónunum og ediksblöndunni saman og látið kólna. Gott er að setja rakan klút yfir svo að hrís- grjónin þorni ekki. Blandið saman majónesinu og chili-paste-inu til þess að gera chili-majónesið. Takið eitt þarablað og setjið þunnt lag af hrísgrjónum á. Leggið svo túnfisklengjurnar þvert yfir hrísgrjónin. Makið svo majónesinu á túnfiskinn og rúllið upp með bambusmottu. Gott er að bleyta þarablaðið á endanum, þá festist rúllan vel saman. Skerið svo rúlluna í bita og leggið á disk. Hægt er að nota hvaða fisk sem er eins og til dæmis lax, steinbít og fleira. Er matarboð um helgina? - úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum Ævintýralegar fiskbúðir fiskisaga.is FISKISAGA Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 (Vegamótum) / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58-60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.