blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaöiö Cheerios er treíjaríkt og sykurlítið og fer vel í litla og stóra maga Mikilvægasta máltíð dagsins HÆSTIRETTUR: 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að karl- maður skyldi sæta 12 mánaða fangelsi óskilorðsbundið fyrir kynferð- isbrot gegn systurdóttur sinni. Einnig var hann dæmdur til að greiða henni 600 þúsund krónur í bætur. Atvikið átti sér stað sumarið 2003 þegar stúlkan var 10 ára gömul. Miklabraut 18 Skjólstæðingar stuön ingsheimilis Samhjálpar kvörtuðu , yfir starféemi þess í úttekt sem gerð var síðasta sumar. og lítið viðhald Ekki boðlegt Menntunin skiptir máli Skorumst ekki undan ábyrgð Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net .Hópurinn sem sækir heimilið hefur í raun fallið á botninn og á alls staðar undir högg að sækja. Þar með er ekki í lagi að bjóða upp á hvað sem er. Fyrir hundrað árum neyddist fólk kannski til að láta sér slíkt nægja en í allsnægtaþjóðfélagi nútímans er þetta óboðlegt,“ segir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Islands. I sumar var gerð úttekt á stuðn- ingsheimili Samhjálpar fyrir heim- ilislausa við Miklubraut 18. Niður- stöðurnar voru ekki birtar fyrr en fimm mánuðum síðar. í skýrslunni er meðal annars kvartað yfir slöku eftirliti með starfseminni, lítilli við- veru starfsfólks, lélegu viðhaldi og að boðið sé upp á skemmdan mat. Mjög ósanngjarnt Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir ljóst að samtökin skorist ekki undan ábyrgð varðandi niðurstöður skýrslunnar. Hann leggur áherslu á að atriði hennar séu skoðuð málefnalega. „Að okkar mati hefur umfjöllunin hingað til verið ómálefnaleg og ekki rétt að við berum ábyrgð á öllu því sem fram kemur. Allt viðhald heimilis- ins er til dæmis á ábyrgð Reykjavík- urborgar,“ segir Heiðar. „Allur matur sem eldaður er á heimilinu er keyptur um morgun- inn hvern dag. Það er ekki boðið upp á neinn mat sem við treystum okkur ekki sjálf til að þiggja. Matráðs- konan okkar hefur staðið sig gríðar- lega vel og hvað hana varðar finnst okkur þetta mjög ósanngjarnt.” Hafa ekkert val Aðspurð segir Sigrún mikilvægt af hálfu yfirvalda að allt eftirlit sé bæði gott og faglegt. Það sé ein- faldlega gæðakrafa svo að hægt sé að beina starfsemi inn á faglegar brautir. „Það sem er alvarlegast í þessu er að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafa ekkert val. Því verr sem fólkið er statt þeim mun mikil- vægari er góð menntun starfsfólks- ins. Færnin til að höndla erfiðar aðstæður verður sífellt meiri eftir menntun," segir Sigrún. „Faglært fólk, eins og félagsráð- gjafar, er menntað í því að þekkja kerfið og getur leiðbeint skjólstæð- ingum um réttar leiðir. Þjónustan verður að vera við hæfi og viðun- andi fyrir þá sem þurfa á henni að halda.“ Vilji til að bæta Heiðar segir rétt að á þeim tíma sem úttektin var framkvæmd hafi verið um að ræða litla viðveru starfs- fólks og takmarkað eftirlit frá vel- ferðarsviði. Hann ítrekar að farið verði yfir niðurstöður úttektarinnar og bætt úr því sem bæta þurfi. „Á þessum tímapunkti voru margir starfsmenn í sumarleyfum / allsnægtaþjóðfé- lagl nútímans er þetta óboðlegt Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráögjöf \ Að okkar mati | hefur umfjöllunin | w V .J hingað til verið I ömáiefnaieg i Heiðar Guðnason, JflL l ,ors1öðumaður Samhjálpar og að hluta til má skýra þetta út þannig. Síðan var sambandið við vel- ferðarsvið borgarinnar ekki nægjan- legt á þessum tímapunkti því mikil uppstokkun var í félagsþjónustunni rétt á undan. 1 kjölfarið voru allir í aðlögun að nýju kerfi og að læra inn á það,“ segir Heiðar. „Eg vil að það sé á hreinu að við munum skoða skýrsluna vel og bætum það sem við getum bætt. Við víkjum okkur ekki undan ábyrgð en viljum líka að það komi fram hver ber á ábyrgð á hverjum lið.“ MEÐAL UMKVÖRTUNAREFNA: Takmarkað eftirlit Skemmdur og útrunninn matur Lítil viðvera starfsfólks Ekkert viðhald Ómenntað starfsfólk Alls lést 191 í hryðjuverkunum á Spáni árið 2004: Réttað yfir 29 í Madríd Réttarhöld hófust yfir 29 grun- uðum hryðjuverkamönnum i Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkum í borginni í marsmánuði 2004, þar sem 191 lést og rúmlega 1.700 manns særðust. Sjö sakborninganna eru ákærðir fyrir morð og að tilheyra hryðjuverkasam- tökum, en hinir fyrir að starfa með hryðjuverkasamtökum og hafa haft sprengiefni undir höndum. Sprengjur sprungu með stuttu milli- bili á fjórum lestarstöðvum í miðborg Madrídar að morgni 11. mars 2004. Sjö menn, sem taldir voru meðal höfuðpaura árásanna, fyrirfóru sér í íbúð i Madríd nokkrum vikum eftir árásirnar þegar lögregla var í þann mund að ráðast til atlögu gegn þeim. GUARDIA Sakborningar mæta Mikil öryggisgæsla var við dómhúsið þegar sakborningar voru fluttir þangað. Réttarhöldin eru þau umfangs- mestu yfir grunuðum hryðjuverka- mönnum í Evrópu til þessa. Af sakborningunum 29 eru sextán Marokkómenn, níu Spánverjar, tveir Sýrlendingar auk Alsírbúa og Líbana. Spænska lögreglan segir íslamskan hóp öfgamanna, undir áhrifum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafa staðið á bak við árásirnar. Talið er að réttarhöldin muni standa í nokkra mánuði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.