blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. FEBRUAR 2007 blaöiö í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 Hættuleg „Hvað er lífið?” spurði Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. En hann hafði ekki svarið, en kom með leið- beiningar til þeirra, sem veltu spurn- ingunni fyrir sér. Já, eðli hennar er flókið og fólk fær henni aldrei svarað endanlega; það upplifir eitt og eitt brot af tilgangi lífsins með endurgjaldi fyrir góða háttsemi sína og óendanlega fegurð lífsins. En eitt er nokkuð víst; lífið er saltfiskur eins og skáldið sagði, en Gunnar minntist ekki á það. En segja má að efnafræðin sé það líka. Við skiljum hana illa, flest okkar, en við finnum stöðugt fyrir henni með hungrinu eða þurrkinum og þorstanum. Við vitum að næringin heldur okkur gangandi því með henni fáum þá orku sem gerir okkur kleift að hreyfa okkur og viðhalda hita líkamans sem og byggja upp vefi og græða sár. Við erum eiginlega litlar vélar sem þarfnast sífellt eldsneytis og ef þær fá það ekki, þá verðum við að moldu, en þaðan erum við komin. Við höfum fengið frumefnin að láni í ríki náttúrunnar og með eðlisbundnu athæfi og þekkingu tökum við næringu af nægtabrunni náttúrunnar eða lærum að beyta lögmálum hennar til að framleiða matvæli. En svo kemur að því, einn góðan veðurdag, að við förum sum hver að tapa viðvarandi meiri orku en við fáum með mat og ef því verður ekki breytt, þá er bara dauðinn framundan. - Öll þau efni líkamans, sem innihalda kolefni, eru brennanleg efni. Kannski man einhver eftir því að hafa séð í sjón- varpi þegar Bretar börðust við naut- ariðuna fyrir nokkrum árum, að þúsundir nautgripa voru felldir og þeim hrúgað upp og þeir brenndir. Já, og þeir brunnu glatt þar til bara askan ein var eftir. Kannast nokkur við að hafa séð að kjöt brenni í steik- ingu eða getum við kveikt í pylsum eins og vindlum? Nei, en kannski að fiturönd á kótelettu brenni ef hún er ofsteikt á grilli, en sá eldur slokknar brátt. En hvernig stendur á því, að fita eða prótín í líkama okkar geta brunnið við hita líkamans, sem er stöðugt undir 40 gráðum? Líkami okkar er eins og blautt púður; ef við þurrkum hann, þá getur hann brunnið eins og kyndill. hormón - Þetta er einn galdurinn við lífið, hvorki meira né minna, það efnis- lega vel að merkja. Þessi galdur er alveg eins merkilegur og sá sem við upplifum þegar barn fæðist. Líkami okkar er útbúinn efnum, sem geta stjórnað bruna við lágt hitastig, en þau heita ensim og hormón, en þau geta orðið hættuleg. „Við Evrópumenn I höfum víst lítid f, tilefnitilað Wk kenna öðrum jarð- M/gf*/ arbúum um frið í ijósi fortiðar," Umrœðan Jónas Bjarnason Herskáar pungrottur Já, karlhormónin geta verið hættu- leg þótt þau séu nauðsynleg. „Þau eru eins og slíðruð sverð.” - Ellen Johnson-Sirleaf er merkileg kona, sem var fyrir ári síðan útnefnd for- seti Líberíu; hún er hvorki meira né minna fyrsti kvenforsetinn í sögu Afríku, sem hefur lifað við mikinn ófrið, sunnan Sahara vel að merkja. Það er eins og ófriðurinn sé þeim mun skelfilegri, sem löndin líkjast meira paradís. Ógnvænlegur ófriður hefur verið viðvarandi í mörgum löndum og byssubófar, sumir bara börn, aka um lendur með stóra og öfluga hríðskotariffla og lifa eins og sjóræningjarnir gerðu forðum. Nú finnst Johnson-Sirleaf að karlar hafi nógu lengi rústað Líberíu og höf- uðborginni Monróvíu, sem er eins og borgir Evrópu í seinna stríðinu. - Já, og Maruyah Fyneah, formaður kvenfélagasambands Líberíu, segir að ekkert betra hefði nú getað gerst fyrir landið en tilkoma forsetans Johnson-Sirleaf. „Karlmenn hafa full- komlega rústað efnahag landsins og mannvirkjum; lítið bara i kring um ykkur gott fólk,” sagði Fyneah, sem er með skrifstofu sína í hálfhrundu húsi í miðjum rústum í höfuðborg- inni Monróvíu. Og þetta er að ger- ast i landinu, sem einmitt var kennt við friðinn eða frelsið öllu heldur, Líbería. Ríkið var stofnað 1847 af blökkumönnum frá Bandaríkjunum sem sneru frá þrældómnum og landi þrælakaupmannanna til þess að byggja upp ríki friðarins og frelsis- ins í fyrirheitna landinu, sem þeir sjálfir komu frá eða réttar sagt voru fluttir nauðugir frá. Nú hefur geisað borgarastyrjöld þar á annan áratug og landið er talið meðal þriggja fátæk- ustu landa heims og allt er í rúst. í þinginu sitja stríðsherrar og ráðgast um framtíð landsins, eins gáfulegt og það er nú. Það verður erfið glíma fyrir Johnson-Sirleaf þótt ekki sé meira en að hreinsa upp allan sóða- skapinn í landinu og mannlífinu og þeir, sem meira mega sín, eru margir bara ótíndir glæpamenn. Já, það verður spennandi að fylgjast með þessari tilraun. Og svona er þetta víðar. I Sómalíu og ekki er ástandið ögn skárra í Dar- furhéraði í Súdan þótt karlmenn ríði þar bara á úlföldum með hríðskota- riffla mundaða og byssubelti um öxl. Þótt ekki séu það aðallega eða bara karlhormón, sem þar eru að verki, er trúabragðaofsi lítið skárri. Og Afg- anistan virðist smám saman vera á sömu leið og áður, Múdsjahidinliðar eru farnir að stofna vígaflokka. Ann- ars er Afganistan land sem er verð- ugt til umhugsunar. Hvað eiga menn, karlmenn og konur, að gera í því landi, þ.e. starfa? Efnahagurinn þar er farinn að byggjast að stærstum hluta á ópíumframleiðslu og sölu á því til kaupmanna, eins og áður fyrr, sem koma því til efnaverksmiðja, sem umbreyta morfíni í heróín. Óg framhaldið þekkja allir. Auðvitað er matvælaframleiðsla mikilvæg og undirstaða alls lífs í því landi, en borga þarf allan innflutning í gjald- gengri vaiútu og hún fæst bara fyrir hráópíum og fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum og öðrum þjóðum; það er bara ekki til frambúðar. Þótt ríkisstjórn Karzais í Kabúl fari með formlegt vald, þá er eins og það fúni á útjöðrunum og fortíðin breiðist smám saman út. Við Evrópumenn höfum víst lítið tilefni til að kenna öðrum jarðarbúum um frið í Ijósi fortíðar, ógnvænlegar styrjaldir í margar aldir. Spyrja má Gunnar í Krossinum hvort kristin trú sé til orðin til að temja karlhormón eða herskáa karlmenn öllu heldur? Og hvað með íslam? Höfundur er efnaverkfræðingur 040507 Þann 4. maí kemur í Ijós hvað þér og samstarfsfólki þínu finnst um vinnustaðinn. Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra fyrirtækja. Við hvetjum þig til að taka þátt, því þannig fæst skýrari mynd af stöðu vinnustaðar þíns í samanburði við aðra. Niðurstöður verða kynntar 4. maí.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.