blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 30
V-
Blaðíð/Frlkkr
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007
Skoöanaskiptm
blaöiö
ðalbjörg Þóra Árnadóttir
ætlaði alltaf að verða leik-
kona þegar hún var lítil
ef frá eru talin nokkur
ár þar sem hún stefndi á
forsetastól Sameinu þjóðanna. Hún
ákvað þó að fara í Leiklistarskólann
og útskrifaðist þaðan árið 2005. Að-
albjörg er nýkomin heim af Sund-
ance-kvikmyndahátíðinni þar sem
hún var að kynna myndina Góðir
gestir sem hún leikur aðalhlutverkið
í en myndinni leikstýrir ísold Ugga-
dóttir. Þar fékk hún smjörþefinn af
lífi kvikmyndastjörnunnar en Að-
albjörg segir að kvikmyndirnar og
leikhúsið sé henni jafn hjartfólgið.
Hvað getur þú sagt mér af
myndinni Góðum gestum?
„Þetta er lítil og falleg stuttmynd
sem fjallar eiginlega um það hvernig
fólk er oft með fyrirframgefnar hug-
myndir og fordóma um sig og aðra.
Ég leik Katrínu sem er íslensk stelpa
sem lifir tvöföldu lífi. Hún býr í New
York og á þar kærustu sem hún hefur
ekki sagt neinum frá heima á Islandi.
Myndin fjallar síðan um samskipti
hennar við fjölskyldu sína og hvern-
ig hún fæst við eigin fordóma. Mynd-
inni hefur fengið lof gagnrýnenda og
verið boðið á allnokkrar kvikmynda-
hátíðir og nú síðast Sundance-hátíð-
ina í Bandaríkjunum."
Hvernig var á Sundance?
„Það er mikill heiður fyrir mynd-
ina að vera boðið þangað en ein-
ungis 71 stuttmynd er valin inn og
af þeim eru 25 myndir alþjóðlegar.
Mér fannst ég ekki geta sleppt því
að fara á Sundance. Þetta var ein-
stök upplifun og eftir tveggja daga
ferðalag komst ég loksins á leiðar-
enda en Sundance-hátíðin er haldin
í Parc City í Utah. Hátíðin snýst um
kvikmyndirnar sjálfar og í fyrra var
til að mynda mikill skandall þegar
Paris Hilton mætti á svæðið og þá
þótti Robert Redford nóg um, en
hann er stofnandi hátíðarinnar og
fannst hátíðin vera orðin of „comm-
ercial“. Hann vill að áherslan sé
á kvikmyndirnar sjálfar en ekki
stjörnur og flott partí.“
En þú varðst nú eitthvað vör
við stjörnur og flott partí?
„Já, aðeins. Ég fór til dæmis í rosa
flott partí sem var í alveg yfirgengil-
ega flottu húsi uppi í fjöllunum en
eftir á komst ég að því að húsið er í
eigu mannsins sem fann upp segul-
röndina á krítarkortin. Hann var
reyndar ekki á svæðinu en húsið
hans ber þess merki að honum hafi
gengið mjög vel. Þar er körfubolta-
völlur, leiícfimissalur og sundlaug og
þarna var flott band frá New York að
spila og menn á svölunum að spjalla
um þoturnar sínar. Síðan er maður
alltaf leystur út með allskonar gjöf-
um eins og DVD-myndum og krem-
um og öðru gúmmelaði og ég kom
heim með fulla tösku af gjafapokum.
En lífið á Sundance snýst samt ekki
bara um partí og ég sá mikið af góð-
um bíómyndum á hátíðinni og upp-
götvaði nýja leikstjóra sem gaman
verður að fylgjast með í framtíðinni."
Hittir þú einhvern frægan?
„Ég er ekkert sérstaklega mann-
glögg og sérstaklega ekki þegar kem-
ur að frægu fólki. Ég klessti hins
vegar á Puff Daddy úti á götu og
mér var sagt það eftir á að þetta hafi
verið hann. Síðan sá ég Cuba Good-
ing Jr. og hitti líka gellurnar í The
L Word og sú sem leikur Shane gaf
mér meira segja auga. Það var bara
fyndið og skemmtilegt."
En núna stendur þú fyrir leiksýn-
ingu með þeim Tyru Banks og
Paris Hilton i aðalhlutverki, hvern-
ig komst þú í kynni við þær?
„Eigum við ekki að segja að ég
hafi kynnst þeim á Sundance og
við ákváðum að fara í smá samstarf.
Samstarfið endaði með sýningu hér
heima sem heitir Ismerica: Take the
Tour with Paris and Tyra og sýning-
in verður frumsýnd á sunnudaginn.
Það er leikhópurinn The Happy
Theater sem stendur fyrir sýning-
unni. Gestir hittast í Kramhúsinu
og síðan er aldrei að vita hvert þær
Tyra og Paris eiga eftir að leiða leik-
húsgesti.
loa@bladid.net
NÝ SENDING - GABOR SKÓR & TÖSKUR
www.xena.is
xena
SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291
GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240
Gamlmgjarnir snua aftur t . ,
Tviburadætur storstjörnu
Aðalbjörg Árnadóttir 5 SPURNINGAR
leikkona er nýkomin
heim af Sundance
EYDlS ÓSK BRYNJARSDÓTTIR 21 ÁRS
Hvar er Jóhannesarborg?
Rússlandi
Hvað eru margir dagar í árinu?
365
Hver málaði Mónu Lisu?
DaVinci
Hvað heitir forseti íslands?
Ólafur Ragnar Grímsson
Hvað heitir eiginkona Davids Beckhams?
Viktoría
ÁSGRÍMUR GUÐNAS0N 25 ÁRA
Hvar er Jóhannesarborg?
Já
Hvað eru margir dagar í árinu?
365
Hver málaði Mónu Lísu?
Da Vinci
Hvað heitir torseti íslands?
Ólafur Ragnar Grímsson
Hvað heitir eiginkona Davids Beckhams?
Viktoría Beckham
ALEXANDRA VIGNISDÓTTIR 15 ÁRA
Hvar er Jóhannesarborg?
Ég veit það ekki
Hvað eru margir dagar i árinu?
365
Hver málaði Mónu Lisu?
Picasso eða einhver
Hvað heitir forseti fsiands?
Ólafur Ragnar Grímsson
Hvað heitir eiginkona Davids Beckhams?
Viktoría Beckham
ALDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR16 ÁRA
Hvar er Jóhannesarborg?
Ég veit þaö ekki
Hvað eru margir dagar i árinu?
365
Hver málaði Mónu Lisu?
Picasso
Hvað heitir forseti Islands?
Ólafur Ragnar Grimsson
Hvað heitir eiginkona Davids Beckhams?
Viktoría Beckham
WITH PARI3 3 TYRAI
l rmrTOURtMitKujaj*
. o-c o
I 00 0 .
Take the Tour with Paris and
Tyra í samstarfi við the Happy
Theater „Þær eru mjög duiarfull
ar meö þetta allt saman og það
er aldrei að vita hvert þær eiga
pftiraö leiða leikhúsgesti
Sundance-hátíðin snýst
fyrst og fremst um kvik-
myndina en ekki stjörnur
og flott partí Rakst á Puff
Daddy og vargefið auga af
aðalleikkonu í The L Word
SIGURVIN JÓHANNESS0N 22 ÁRA
Hvar er Jóhannesarborg?
Hún er í Vín
Hvað eru margir dagar í árinu?
365
Hver málaði Mónu Lisu?
Leonardo Da Vinci
Hvað heitir forseti fslands?
Ólafur Ragnar Grímsson
Hvað heitir eiginkona Davids Beckhams?
Viktoría Beckham
ujeg>|oeg euopm ’g
uossuiijo jeu6eg jnjeig puiA ea
oþjeuoaTC S9£ Z n>||jjv-jnQns 'l :joas