blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 18
18 blaöið Við höfum fjörutíu milljónir , ástæðna ef okkur mistekst 1 en ekki eina einustu afsökun. Rudyard Kipling Afmælisborn dagsins SONNY BONO SÖNGVARI, 1935 JOHN SCHLESINGER LEIKSTJÓRI, 1926 JOHN MCENROETENNISLEIKARI, 1959 kolbrun@bladid.net Rokland fær góða dóma Skáldsaga Hallgríms Helga- sonar, Rokland, fær geysilega jákvæða umfjöllun í danska stórblaðinu Politiken. Hallgrímur er þar sagður einn af bestu rithöfundum íslands og tal- inn eiga góða möguleika á að vinna til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs, en Rokland er tilnefnd til verðlaunanna í ár af Islands hálfu. Gagnrýnandinn, May Schack, segir Hallgrím vera einn af þeim sem getur allt, hvort sem er að skrifa beitta samfélagsgagn- rýni, veita blæbrigðaríka innsýn í þjóðlíf og menningu eða skapa epískt flæði. Að auki er hann samkvæmt umfjölluninni: ..skarpur, ótrúlega fyndinn og kraftmikill rithöfundur“. (miklum hrifningardómi sínum um Rokland segir Schack Bödda, hinn einmana uppreisn- arsegg og söguhetju Roklands, líkastan íslenskum Don Kíkóta að kljást vindmyllur nútímans. Sýningarstjóra- spjall á Kjarvals- stöðum Á sýningunni K-þátturinn - Mál- arinn Jóhannes S. Kjarval leitast sýningarstjórinn Einar Garibaldi Eiríksson við að svipta hulunni af goðsögn- inni Kjarval og hleypa áhorfandanum beint að verkum meistarans. Að sögn Einars Gari- balda eru verk Kjarvals á þessari sýningu tekin til endurskoðunar án listfræði- legra útskýringa, staðreynda um lífshlaup hans, lýsinga á líkams- burðum eða sögum af sérstæðu lundarfari hans. Sýningunni er ætlað að vera tilraun þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt í samræðu við málarann og líta á sýningarrými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftrar hugs- unar, fremur en geymslustað ósnertanlegra meistaraverka. Einar Garibaldi býður gestum að ganga með sér um sýning- una þar sem hann leitast við að láta rödd Kjarvals hljóma beint til áhorfenda. Sýningarstjóraspjallið verður kl. 15 sunnudaginn 18. UÐ-AKTÍN GXTRA Glucosamine & Chondroitln 60 töflur Heldur liðunum liðugum! I^Íilheilsa mm -haföu það gott Freyja Dögg Frímannsdóttir í búningi ,Við erum búin að tína til alls konar skrýtna og skemmtilega hluti," segir hún en íslenska óperan heldur sölumarkað um helgina. Líf og fjör á markaði tilefni af Óperudögum Evrópu verður haldinn markaður í íslensku óperunni á morgun, laugardag, og sunnudag. Þar verða seldir munir úr geymsl- um Óperunnar, bæði leikmunir og búningar. „Markaður verður frá klukkan tólf til fjögur og við erum búin að tína til alls konar skrýtna og skemmtilega hluti,“ segir Freyja Dögg Frímannsdóttir, yfirmaður markaðssviðs Islensku óperunn- ar. „Þarna er allt milli himins og jarðar, notaðir og ónotaðir sviðs- munir: glös og karöflur, töskur og gleraugu, fallegir silfurmunir, gyllt- ir munir, ljósakrónur, kertastjakar og búningar, allt frá hvítum venju- legum skyrtum upp í fallega kjóla. Verðið verður við allra hæfi og eng- ir verðmiðar og þess vegna verður þarna hálfgerð prúttstemning. Ég get ímyndað mér að hlutir fari á allt frá 50 krónum upp í 25.000 krón- ur. Það verður líf og fjör á þessum markaði.“ Útsending frá óperu „Markaðurinn er hluti af Óperu- dögum Evrópu, sem eru nú haldnir í fyrsta skipti. „Samtök evrópskra óperuhúsa halda þessa daga og nán- ast öll óperuhús í Evrópu eru með- limir í þessum samtökum,“ segir Freyja Dögg. „I tilefni þessara daga opnum við húsið, hleypum fólki inn og förum líka með óperuna út úr húsi. Við byrjum í dag, föstudag, og þá verður Rás eitt með beina út- sendingu í þættinum Hlaupanótan og um kvöldið verður sent beint frá sýningunni Flagari í framsókn en þetta er í fyrsta skipti sem Ríkisút- varpið sendir beint út frá íslensku óperunni." Hlutir sem verða til söiu Þará meðal loftskip úr Brottnáminu úr kvennabúrinu Tónleikar fyrir sundmiða „Á laugardaginn verðum við með tónleika í Sundhöllinni þar sem aðgangseyrir er einn sundmiði. Op- in æfing verður í húsinu þar sem gestum gefst kostur að sjá Gianni Schicchi eftir Puccini. Leiðsögn um húsið verður klukkan eitt og ber yf- irskriftina Gamla bíó - óperuhús í 25 ár. Saga Gamla bíós er stórmerki- leg og saga íslensku óperunnar er orðin stór hluti af þeirri sögu. Loks heldur Árnesingakórinn afmælis- tónleika en þeir héldu sína fyrstu tónleika í Gamla bíói í febrúar 1967. Það verður líf og fjör hérna allan laugardaginn. Á sunnudaginn verð- ur skoðunarferð um húsið, mark- aðurinn heldur áfram og klukkan þrjú koma ungir óperusöngvarar fram á tónleikum og aðgangur er ókeypis. Það verður því mikið líf og fjör í Óperunni," segir Freyja Dögg. Gröf Tut kon- ungs opnuö Á þessum degi árið 1923 opnaði fornleifafræðingurinn Howard Cart- er grafhýsi hins forna egypska kon- ungs Tutankhamen í Þebu. Tutank- hamen eða Tut, eins og hann var líka kallaður, var uppi um 1400 f. Kr. en lést á táningsaldri. Carter hafði leit- að í fimm ár að gröf hans. Carter og menn hans fundu loks grafhýsið í nóvembermánuði 1922 og þar voru fjögur herbergi. Það var 16. febrúar 1923 sem Carter opnaði dyrnar að síð- asta herberginu. Þar var steinkista og í henni fannst líkkista sem var úr skíragulli og smurt lík konungs. I grafhýsinu fundust alls kyns dýrgrip- ir. Þrátt fyrir orðróm um að bölvun myndi hvíla á þeim sem röskuðu helgi staðarins var dýrgripunum safnað saman og þeir flokkaðir. Þeir eru nú á sýningu ásamt líkkistunni og hinu smurða líki í safni í Kairó.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.