blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 bla6ið INNLENT HERAÐSDOMUR NORÐURLANDS EYSTRA Sýknaður af ákæru ffyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í gær karlmann af ákæru fyrir að kasta kertastjaka í átt að konu á skemmtistað. Fékk hún stjakann í sig og hlaut skurð á ennið. Ekki þótti næg sönnun fyrir því að hann hefði kastað honum í konuna af ásetningi. Sýknað af bótakröfu Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af bótakröfu inn- flutningsfyrirtækisins Karls K. Karissonar hf. Það krafðist skaðabóta vegna fjártjóns sem það sagðist hafa orðið fyrir vegna einkaréttar ÁTVR til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. GJALDSKRA STRÆTO Ódýrari á ensku en íslensku Gjaldskrá Strætó bs. var ódýrari á ensku en íslensku á heimasíðu fyrirtækisins frá 22. janúar síðastliðnum þangað til seinni þartinn í gær. Á ensku kostaði venjulegt fargjald 250 krónur en 280 krónur á íslensku. Þessu var breytt þegar Blaðið hafði samband við Strætó. Karlmaður handtekinn í SPRON: Ógnaði starfsfólki Karlmaður á þrítugsaldri var numinn á brott við útibú SPRON í Skeifunni í gærmorgun vegna handrukkunar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var brottnuminn af karli og konu og voru honum veittir áverkar og hótað frekari lík- amsmeiðingum ef hann yrði sér ekki úti um peninga til að greiða skuld. Er hann með áverka á öxl og í andliti. Karl og kona á þrítugsaldri sem grunuð eru um verknaðinn eru í haldi lögreglu. Málið er í rann- sókn en lögreglan vildi ekki veita frekari upplýsingar í gær. Tollgæslan í Reykjavík lagði fyrir síðustu helgi hald á um 220 þúsund töflur sem grunur lék á að innihéldu blöndu af efedríni og koffíni. Mun þetta vera mesta magn slíkra taflna sem gert hefur verið upptækt hér á landi. í inni- haldslýsingu sendingarinnar kom fram að töflurnar innihéldu fæðubótarefni en grunur lék á að svo væri ekki og voru töflurnar sendar til rannsóknar til frekari greiningar. Reyndist grunur toll- gæslunnar réttur. Á vef Lyfjastofnunar segir að efedrín sé skylt amfetamíni og hafi örvandi áhrif á líkamann. Neysla efedríns, jafnvel í litlum skömmtum, getur haft alvarlegar aukaverkanir og meðal annars or- sakað heilablæðingar og hjartslátt- artruflanir. Hafa þó nokkur dauðs- föll verið rakin til neyslu efnisins. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á mikið magn af sterum og fundust til að mynda 17 þúsund töflur í einni sendingu í lok janúar. Áslaug Sigurjónsdóttir, formaður lyfjanefndar ISl, segir að vissulega hafi menn þar á bæ áhyggjur af tíð- indum sem þessum en telur ólíklegt að efnin skili sér inn í íþróttahreyf- inguna. „Það er spurning hvort neysla svona efna sé að aukast eða lögregla og tollgæsla einfaldlega orðin klókari í að finna efnin. En við erum fegin á meðan þau finnast og fara ekki í umferð,“ segir Sigrún og segir að á undanförnum árum hafi lyfjaeftirlit aukist töluvert og því sé ekki ástæða til að fara út í stórhert eftirlit vegna þessara tíðinda. Efedríntöflur Tollgæslan ÍReykjavik lagði hald á um 220 þúsund efedrín- töflur og mun það vera mesta magn sem hald hefur verið lagt á hér á landi. Endurkröfuréttur Fæðingarorlofssjóðs: Ekki nýttur „Eigi Fæðingarorlofssjóður end- urkröfurétt á hendur foreldrum verður hann ekki nýttur," segir Leó Örn Þorleifsson, forstöu- maður sjóðins. Þónokkur fjöldi foreldra hefur haft samband við Fæðingarorlofssjóð vegna mögu- legrar leiðréttingar á greiðslum úr sjóðnum, að því er Leó greinir frá. Ekki hafa þó allir foreldrar, sem fengið hafa 80 prósent af 80 pró- senta greiðslum úr Fæðingarorlofs- sjóði frá 1. janúar 2005, orðið fyrir skerðingu. í sumum tilfellum kann því að vera þannig farið, til dæmis vegna starfshlutfalls for- eldranna, að sjóðurinn eigi endur- kröfurétt á hendur foreldrum sem mun ekki verða nýttur. Með breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði nú í febrúar, þar sem ákvæði í reglugerðinni var ekki talið standast lög, var horfið frá því að greiðslur vegna fyrra fæðingar- orlofs yrðu lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna í síðara fæðingarorlofi. í kjölfarið var tilkynnt að þeir sem hefðu fengið greiðslur frá 1. janúar 2005 skyldu senda sjóðnum beiðni um að greiðslur yrðu end- urákvarðaðar. Foreldrar fá leið- Fjöldi ■ ■ fyrirspurna Otk Jk Leó Örn Þorleifsson, w . Æ? forstööumaður i t Fæöingarorlofssjóös. réttingu á umræddum greiðslum komi í ljós að þeir hafi orðið fyrir skerðingu. Ekki bara ódýrt aðra leið! Sjukraflutningar við Karahnjuka: Ómenntaðir menn sinna sjúkraakstri ■ Impregilo framseldi þjónustuna ■ Heppilegra að fara rétta boðleið Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það er mjög skýrt að aðilar sem sinna sjúkraflutningum þurfa til þess tilskilin leyfi og löggildingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Rekstr- araðilar sjúkraflutninga þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og sjúkra- flutningaráð hefur ekki fjallað um aðbúnað þessa fyrirtækis. Ég veit að GT verktakar hafa ekki rekstrar- leyfi til sjúkraflutninga," segir Vern- harð Guðnason, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðsmanna. Við upphafvirkjanaframkvæmda við Kárahnjúka fékk Impregilo rekstrarleyfi til sjúkraflutninga frá heilbrigðisráðuneytinu eftir tilmæli þess efnis frá embætti landlæknis. Síðar framseldi fyrirtækið sjúkra- flutningana til verktakafyrirtækis- ins GT verktaka án þess að hið síðar- nefnda hefði til þess löggilt leyfi frá heilbrigðisráðherra. Óboðlegt ástand Sveinbjörn Berentsson, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna, tekur undir gagnrýnina. Hann lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með að GT verktakar ráði ómenntaða starfsmenn til að sinna sjúkraflutn- ingum. „Þetta er einfaldlega lög- verndað starf og þannig þarf maður að standast ákveðið nám og kröfur til þess að mega starfa á sjúkrabíl. Heilsugæslan á að sjá um þetta og við höfum áhyggjur af því að ómenntaðir 'menn séu að sjá um sjúkraflutningana,“ segir Sveinbjörn. „Þetta er óboðlegt út frá öryggis-, faglegum og metnaðar- legum sjónarmiðum. Til að stunda sjúkraflutninga þarftu að hafa lokið námi og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er alveg klárt að þetta er bara ólöglegt.“ Hefði átt að sækja um leyfi Matthías Halldórsson landlæknir staðfestir að löggilt rekstrarleyfi hafi ekki verið veitt í þessu tilviki. Hann bendir á að aðstæður á virkjun- arsvæðinu sé töluvert frábrugðnar öðrum svæðum. „I reglugerð er þetta alveg skýrt og heppilegra hefði verið að fara rétta boðleið í þessu máli. Þarna hefði nú átt að sækja um rekstrarleyfi og ganga frá samningi verktakans og heilbrigð- isstofnunarinnar,“ segir Matthías. „Ég tel hins vegar að hér sé engin hætta á ferðum. Ef slíkt fyrirkomu- lag kæmi upp hér í Reykjavík myndi ég hins vegar gera stórvægilegar at- hugasemdir við þetta.“ Óánægður með aðgerðaleysi Samkvæmt lögum eru sjúkra- flutningar á ábyrgð heilsugæsl- unnar og í þessu tilviki Heilbrigðis- stofnunar Áusturlands. Aðspurður er Vernharð ósáttur við aðgerða- leysi stofnunarinnar. „Það er á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Aust- urlands að hafa ekki gert neitt í málinu þrátt fyrir fjölda ábendinga GT verktakar hafa ekki rekstrarleyfi til sjúkraflutninga Vernharð Guðnason, hjá slökkviliðlnu. Heppilegra hefði verið að fara rétta boðleið í þessu máli Matthías Halldórsson, landlæknir. frá okkur. Við höfum beðið stofn- unina um að gera grein fyrir þessu en þeir hafa ekki gert það hingað til,“ segir Vernharð. „Ég veit að milli GT verktaka og heilbrigðis- stofnunarinnar hefur ekki verið gerður neinn samningur, líkt og skylda er. Þetta er því kolólöglegt í alla staði og skrítið að Impregilo geti framselt þjónustuna svona.“ Hefur ekki áhyggjur Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, vísar gagnrýninni alfarið á bug. Hann segir sjúkra- flutningana undir eftirliti og á fag- legri ábyrgð stofnunarinnar. „Þetta er bara bull. Sjúkraflutningarnir eru á okkar ábyrgð og ég hef ekki áhyggjur af þessu máli. Ég veit ekki betur en að þetta sé allt í góðu og á meðan þjónustunni er sinnt með faglegum hætti hef ég ekkert út á neitt að setja,“ segir Einar Rafn. Keflavík o Osló Keflavík«» Stokkhólmur Tollgæslan lagði hald á 220 þúsund efedríntöflur: Neysla efnisins hættuleg Aðrir áfangastaðir í Noregi og Svíðjóð á frábæru verði aukfjölda tenginga um Evrópu. Bókaðu núna á: www.flysas.is Skráðu þig á www.flysas.com í EuroBonus - fríðindaklúbb SAS, sem opnar heilan heim af fríðindum hjá SAS og öllum samstarfsflugfélögum. Flug til Stokkhólms hefst 27. aprfl. Sími fjarsölu:588 3600 A STAR AUJANCE MEMBER

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.