blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 12
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árogdagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Kjaramál kennara
Grunnskólakennarar eru farnir að brýna sverðin, það er alveg ljóst
miðað við fréttir síðustu daga af kjaraviðræðum þeirra við launanefnd
sveitarfélaga og mótmælafundinum á Lækjartorgi fyrr í vikunni. Það
gengur hvorki né rekur í kjaraviðræðunum og deilan komin í það mik-
inn hnút að hlé hefur verið gert á viðræðunum hjá sáttasemjara vegna
þess hversu mikið ber í milli.
Núgildandi kjarasamningur grunnskólakennara var undirritaður
í nóvember 2004 eftir sjö vikna langt verkfall. Það var ekki fyrr en Al-
þingi hafði samþykkt lög á verkfallið sem samningar tókust. Reyndar
samþykktu aðeins um 51 prósent kennara samninginn og sú niðurstaða
og atburðarásin í aðdraganda samninganna 2004 endurspeglar vafalaust
óánægju kennara nú og andrúmsloft núverandi kjaraviðræðna, sem virð-
ist mjög þvingað.
I samningnum 2004 var endurskoðunarákvæði sem hljómar svona:
„Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort
breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi til-
efni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um.”
Ástæðu deilunnar nú er einmitt að finna í þessu mjög svo almennt orð-
aða ákvæði og vafalaust getur samninganefnd Félags grunnskólakenn-
ara að vissu leyti kennt sjálfri sér um. Hún hefði getað sagt sér að þetta
ákvæði yrði í raun aldrei virkt því það er fullkomið túlkunaratriði hvort
.almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða”. í samningum
er það undantekning fremur en regla að almenn skynsemi ráði för. Það
er eðli samningaviðræðna að samningsaðilar verji sína eigin hagsmuni.
f röksemdafærslu sinni fyrir bættum kjörum bendir forysta Félags
grunnskólakennara á þróun verðbólgunnar og launavísitölu opinberra
starfsmanna. Maður myndi ætla að þetta væru góð og gild rök enda um
fátt verið meira talað undanfarna mánuði en háa verðbólgu. Það kom
hins vegar alls ekki á óvart þegar Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður
launanefndar sveitarfélaga, lét þessi orð falla í Blaðinu 7. febrúar: „Við
túlkum þetta trúlega á ólíkan hátt...” Þarna stendur hnífurinn í kúnni.
Ef við viljum að í grunnskólum starfi hæft og vel menntað fólk þá þarf
að bæta kjör kennara - það er löngu tímabært. Starf þeirra er samfélag-
inu gríðarlega mikilvægt því það snýst ekki bara um menntun heldur
einnig umönnun að uppeidi íslenskra ungmenna. Miðað við reynslu
fyrri ára þá er því miður allt eins líklegt að grunnskólakennarar segi
upp samningum frá og með næstu áramótum og í kjölfarið skelli á verk-
fall. Það er því mikilvægt að samningsaðilar fari í það minnsta að ræða
saman aftur.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Útsölulok
allt að
70%
afsláttur
#
Z-brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 ? 108 Reykjavík ? S.525 8200
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007
blaöiö
JL
tíVW Me iNA^l/ PRYAVte Mthf
VAH m FKKi SEM eG i-rri /to
STÍK&q lh>}> t(A
Við stöndum vörð um
hagsmuni aldraðra
Island er eitt auðugasta riki heims
og lífskjör með því besta sem gerist á
Vesturlöndum. Þetta eigum við ekki
síst að þakka þeim kynslóðum Islend-
inga sem af stórhug og vinnusemi
byggðu hér upp velferðarríki á sið-
ustu öld. En þó margt hafi þróast til
betri vegar þá fer því fjarri að stjórn-
völd búi eldri borgurum mannsæm-
andi kjör í upphafi 21. aldar.
Baráttufundir um helgina
Samfylkingin er staðráðin í því að
bæta úr þessu í næstu ríkisstjórn og
standa við fyrirheit sem hún hefur
gefið með málflutningi sínum á
Alþingi. Um helgina verða baráttu-
fundir um allt land sem boðað er til
af samtökum eldra Samfylkingar-
fólks, öoplús. Við bjóðum til fundar
öllum sem vilja leggja Samfylking-
unni lið í baráttunni fyrir betri
lífskjörum eldri borgara. Þar verða
kynnt áhersluatriði Samfylkingar-
innar í málaflokknum.
Við munum eyða biðlistum
eftir hjúkrunarrýmum
Á næsta kjörtímabili viljum við
eyða biðlistum aldraðra eftir hjúkrun-
arrýmum og einsetja hjúkrunarheim-
ilin. Þetta er hægt - vilji er allt sem
þarf. Reynsla mín sem borgarstjóri
í Reykjavík hefur kennt mér þetta. I
samstarfi við gott fólk í Reykjavíkurl-
istanum hafði ég forystu um það að
eyða biðlistum eftir leikskólarýmum.
Nú heiti ég því að gera slíkt hið sama í
þágu hjúkrunarsjúklinga. Eftir 12 ára
valdatíð ríkisstjórnarflokkanna bíða
allt að 600 aldraðir eftir dvöl á hjúkr-
unarheimili og hátt í 1000 manns
búa þar í fjölbýli - eins konar þving-
aðri samvist. Um 70 aldraðir búa inni
á Landspítalanum og bíða hjúkrunar-
vistar. Þeir liggja innan um fárveikt
fólk oft í fjölbýlum og erfitt er að taka
móti vinum og ættingjum. Þetta er
okkur ekki sæmandi.
Við munum bæta af-
komu eldri borgara
Við heitum því að bæta afkomu líf-
eyrisþega, en þeir hafa dregist aftur
úr í góðærinu. Á síðastliðnu ári voru
um 17 þúsund manns eða 63 prósent
aldraðra með tekjur undir 140 þús-
und krónum á mánuði. Af þeim eru
greiddar rúmar 20 þúsund krónur í
skatt. Kaupmáttur lífeyris hefur ekki
Viðhorf
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
þróast í neinu samræmi við almenna
kaupmáttaraukningu í samfélaginu.
Stöðugt hefur dregið í sundur fráþví
að klippt var á tengsl launa og lífeyris
fyrir um 10 árum síðan. Skattbyrði
lífeyrisþega hefur einnig aukist þar
sem skattleysismörk hafa hvorki fylgt
launa- né verðlagsþróun. Þar við bæt-
ist veruleg hækkun á lyfjum og lækn-
iskostnaði sem jafnharðan hirðir til
baka hjá flestum þá litlu hækkun
sem orðið hefur á lífeyrisgreiðslum.
Aldraðir fái að vinna
Harðar tekjutengingar í trygginga-
kerfinu hafa komið í veg fyrir að
lffeyrir margra eldri borgara geri
þeim kleift að halda sæmilegum
lífskjörum. Sumir hafa líka löngun
og getu til að stunda vinnu þótt þeir
hafi náð eftirlaunaaldri. Þátttaka
í atvinnulífinu er mikilvæg bæði
fyrir þá sjálfa og samfélagið. Núver-
andi kerfi er letjandi, ekki hvetjandi.
Þessu viljum við breyta og leggjum
til að lífeyrisþegi megi hafa 100
þúsund krónur á mánuði úr lífeyr-
issjóði eða af atvinnu án þess að
það skerði tryggingabætur hans. I
öllum nágrannalöndum okkar eru
lífeyrisþegar hvattir til að taka þátt
í atvinnulífinu hafi þeir heilsu og
löngun til þess. Við styðjum þær
áherslur heilshugar.
Hverjum geta eldri borgarar treyst?
Það hvarflar ekki að mér að ráð-
herrar og þingmenn stjórnarflokk-
anna hafi vanrækt málefni eldri
borgara af ásetningi. Langvarandi
valdaseta hefur hins vegar leitt til
sinnuleysis um ýmislegt sem aflaga
fer í samfélagi okkar. Þess vegna er
kominn timi til að breyta. Ég hvet
eldri borgara til að rifja upp hvaða
stjórnmálamenn hafa talað máli
þeirra á undanförnum árum og
tekið undir baráttumál samtaka
eldri borgara. Þar hefur þingflokkur
Samfylkingarinnar staðið vaktina
sem einn maður. Ég nefni þar sér-
staklega alþingismennina Margréti
Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur, Ágúst Ölaf Ágústsson,
og Rannveigu Guðmundsdóttur.
Einlægni þeirra og festa í þessum
málaflokki er til marks um það að
Samfylkingin setur velferðarmálin
í forgang.
Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Klippt & skorið
Ríkisútvarpið greindi frá því að íslend-
ingar innbyrtu herta fitu af miklum móð
og að slíka fitu væri aðfínna ímun meiri
mæli hérlendis en annars staðar ef Bandarfkin
eru frátalin. Ekki þarf að fjölyrða
um vaxtarlag meirihluta Banda-
ríkjamanna og munu fæstir telja
matarmenninguna þar til eftir-
breytni. Miðað við að umrædd
fita er ekki aðeins fitandi heldur stórskaðleg
heilsu er athyglisvert að mál þetta virðist koma
heilbrigðisráðherra algjörlega i opna skjöldu.
Og ekki bara heilbrigðisráðherra heldur einnig
öllum þeim stofnunum sem fylgjast eiga með
því að það sem við látum ofan í okkur sé hollt,
gott og skaðlaust. Hvar var Lýðheilsustofnun?
Hvar er ábyrgð fyrirtækjanna sem framlelða
þær vörur sem tilteknar voru; Póló-kexið og
skyndibitinn frá KFC?
Morgunblaðið gerir vel í skrifum um
mengun í höfuðborginni sem komin
er í sömu hæðir og í erlendum
stórborgum þó á höfuðborgarsvæðinu lifi og
búi aðeins 200 þúsund hræður. í svargrein frá
umhverfisverndarráði Reykjavíkurborgar til
blaðsins segir að borgaryfirvöld hafi tekið allar
visbendingar og rannsóknir um mengun alvar-
lega og tekið forystu um
aðgerðir til að draga úr svif- Æ LÍEUi
ryksmengun undanfarin ár.
Hafi verið gripið til aðgerða
vegna þessa hefur það farið framhjá stórum
hluta borgarbúa en burtséð frá því hlýtur að
vera orðið Ijóst að hafi þær staðið í allmörg ár þá
skila þær ekki tilætluðum árangri. Mörg hverfl
borgarinnar verða formlega óíbúðarhæf þegar
mengunarstaðlar breytast að þremur árum
liðnum.
Flestir (slendingar sem ekki eiga hlut í
banka eru jákvæðir í garð (búðalánasjóðs
samkvæmt könnun sem stofnunin lét
gera um ímynd sína (lok síðasta
árs. Voru rúm 81 prósent að-rt^,,''
spurðra á þvi að sjóðurinn ætti
að starfa áfram með óbreyttu
sniði. Eru þessar niðurstöður ii» 1 ‘vt
lítið vatn á myllu bankamanna margra sem
hafa lengi haft horn í síðu (búðalánasjóðs. Ekki
er langt síðan mikil umræða fór fram um hversu
miklu betur einkabankarnir gætu sinnt allri
þeirri starfsemi sem (búðalánasjóður veitir nú.
Fólkið í landinu er greinilega ósammála enda
verða landsmenn flestir hverjir minna varir við
raunverulega samkeppni banka á millum en
daglegar fréttir af hagnaði og gróða.
albert@bladid.net