blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 11
blaðið FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 11 Sovésk minnismerki bönnuð Eistneska þingið samþykkti í gær að banna minnismerki sem sýna hálfrar aldar hersetu Sovétríkjanna í landinu í jákvæðu Ijósi. Lögunum er sérstaklega beint að tveggja metra hárri bronsstyttu í höfuðborginni Tallinn. Styttan var reist árið 1947 til heiðurs her- mönnum Rauða hersins sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Hótar að þjóðnýta matvöruverslanir Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að þjóðnýta allar þær einkareknu matvöruverslanir sem seldu kjötvörur á verði sem er hærra en það verð sem ríkisstjórnin hefur fyrir- skipað. Fjölmargar verslanir hafa hætt sölu á sykri, kjöt- og mjólkurvörum eftir að verslun með of háu verði var lokað. TSJAD Nýtt „Darfúr-ástand“ í uppsiglingu Bresku hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að annað mannúð- legt stórslys, líkt og í Darfúr-héraði í Súdan, kunni að vera í uppsiglingu í Afríkuríkinu Tsjad, takist ekki að ná tökum á stöðugum erjum milli þjóðernishópa í landinu. Tugþúsundir Tsjadbúa eru á f lótta í kjölfar stöð- ugra átaka milli þjóðernishóþa við landamæri landsins að Súdan. sáttir við rekstur Jóns Geralds á bátnum. Þegar Baugur hafi ákveðið að slíta viðskiptum við Nordica hafi Jón Ger- ald tekið það óstinnt upp og miklar deilur upphafist. Var vísað í tölvusam- skipti milli Jóns Geralds og Tryggva annars vegar og Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs hins vegar. Þar komi fram greinileg kergja Jóns Geralds út í Baugsmenn, ekki sist Jón Ásgeir sem hann sakaði um svik og lygar. Þá kom einnig fram að Jón Gerald hafi í samtali við Jóhannes Jónsson hótað Jóni Ásgeiri lífláti sem vörnin segir sýna ástæður ásakana Jóns Geralds á hendur Baugsmönnum. Enn fremur var vísað til greinar í Fréttablaðinu er varðar tölvusam- skipti Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar þar sem fram komi að Jón Gerald hafi verið svo öskuillur út í Baugsfeðga að hann væri tilbúinn til að kála þeim. Hafi Jón- ína beðið Styrmi um að hringja í Davíð nokkurn til að róa hann niður. Þessi tölvupóstur áafi verið skrif- aður sama dag og Jón Gerald sendi Trýggva póst þar sem hann tjáir honum að hann sitji uppi með tvær hendur tómar eftir við- skipti Baugs og Nordica. Hvort er það? Saksóknara og sakborningi ber ekki saman um hvernig skilgreina skuli bátinn fræga sem deilt er um í 18. ákærulið eins og þessi um- mæli Jóns Ásgeirs gefa til kynna. „Þetta var nú ekki lystisnekkja heldur meira skemmti- bátur.“ Ekki er Ijóst hvaða áhrif þessi ágrein- ingur hefur á niðurstöðu málsins. Jón Ásgeir vill flettara Mikill fjöldi gagna í málinu gerir máisaðilum oft erfitt fyrir og þurfa þeir stanslaust að fletta í blaðamöppum til að finna þau gögn sem um ræðir í málinu. Skýrslutökur af Jóni Ásgeiri höfðu staðið yfir í fjóra daga og var hann orðinn nokkuð þreyttur í höndunum ef marka má ummæli hans í gær rétt eins og fyrradag: „Ég þarf að fá mér flettara, það er augljóst." Svo er spurningin, hvað er flettari og erslíkurtil? Útrætt mál Enn og aftur var þrefað um dagskrá aðal- meðferðarinnar í gær en að þessu sinni voru málsaðilar ekki á léttu nótunum. Ljúka átti skýrslutöku af Jóni Ásgeiri klukkan sex í gær en um miðjan dag sagði saksóknari að Ijóst yrði að hans máli lyki ekki fyrr en í fyrsta lagi sex og áttu þá verjendur eftir að hefja sitt mál. Arngrímur Isberg ákvað þá að ákæru- valdið lyki máli sínu korter yfir fjögur og tækju þá verjendur viö. Settur ríkissaksókn- ari, Sigurður Tómas, sagöi að þessi ákvörðun stefndi málflutningi ákæruvaldsins í hættu og fór fram á lengri tíma. Við þetta reiddist dómsformaður nokkuð og sagði að ákæru- valdið gæti sjálfu sér um kennt þar sem það hefði sjálft sett fram tímaáætlun og bæri þar að auki ábyrgð á þeim töfum sem orðið hefðu. Ákvörðun hans væri því útrætt mál. Ég veit best Jón Ásgeirvill meina að hann viti meira um sína hagi en saksóknari. „Ég hlýt að vera bestur í að skýra það sem ég er að segja. Þú getur hins vegar haft þínar skoðanir á því.“ Ferðatölvur Einnig deildu saksóknari og ákærði um eðli tölva. Jón Ásgeir: „ Var hann ekki i Miami á þessum tíma?“ Sigurður Tómas: „Þetta er tekið úr tölvu Tryg- gva Jónssonar Jón Ásgeir: „Tölvur geta nú ferðast..." Flugfreyjur Icelandair: Ánægðari með matinn „Það hafa orðið á þessu bætur. Ég get ekki greint annaðSigrún Jóns- dóttir, formaður Flugfreyjufélags fs- lands, er þeirrar skoðunar að matur- inn sem flugfreyjum er ætlaður hafi batnað frá því að hún lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali nú í febrúar að flug- freyjur fengju ekki sama mat og flug- menn og flugstjórar og að þær vildu betri mat. „Maturinn hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina. Við töldum það leysa málið að fá þá bara mat eins og strákarnir fá. Sumt af því sem þeir fá er betra,“ segir Sigrún. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir vinnuhóp, sem í sitji fulltrúi flugfreyja, koma með tillögur um hvernig maturinn eigi að vera. „Flugfreyjur hafa lýst því yfir að þær vilji ekki þennan TTIIögur frá vinnuhópi Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi lcelandair. Máliðað leysast Sigrún Jónsdóttir, for- maður Flugfreyjufélags íslands. Sigrún kveðst sjálf hafa setið í svona vinnuhópi oftar en einu sinni. „Við vildum sannarlega ekki fá þungan mat því það er ekki gott að borða slíkan mat þegar maður vinnur um borð í flugvél. En við vorum ekki sérstaklega að taka fram þunga mat sem flugstjórarnir vilja. Þess vegna hefur orðið til munur. Þetta snýst ekki um að þeir eigi að fá betri mat og þær verri.“ að við vildum ekki sama mat og þeir. Nú virðist hins vegar sem málið sé að leysast. Þetta hefur samt ekki snúist um áhugaleysi hjá fyrirtækinu." 40% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM LJÓSUM EIN GLÆSILEGASTA LJÓSAVERSLUN LANDSINS MIKIÐ OG FJÖLBREYTT ÚRVAL LJÓSA FJÖLDI LJÓSAÁTILBOÐSVERÐI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.