blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaftiö folk@bladid.net HEYRST HEFUR BLAÐANÖFN eins og Morgun- blaðið, Viðskiptablaðið, Frétta- blaðið og Blaðið teljast kannski ekki til frumlegustu nafnagifta sem sögur fara af, en hitta þó nagl- ann á höfuðið með bláköldum stað- reyndum og einföldum virðuleika. f gær fylgdi Morgunblaðinu, frá Landbúnaðarháskóla íslands, tylft- arblöðungur sem veitti lesendum innsýn í starf skólans. Er blaðið í alla staði vel skrifað og brotið. Þó virðist enn hafa skort á frumlegheit í nafn- •æÆ'&í ‘iW enda, þvi w heftið hét þvi óþjála nafni '**•' lbhi-blaðið... KRÓNIKAN kom út í gær og hlýtur hamingjuóskir frá Blaðinu. Krónikan er vegleg á að líta og hefur heppnast vel í marga staði. Þar er til dæmis flott efnisyfirlit þar sem mynd af Gísla Emi Garð- arssyni prýðir síðuna. Hins vegar hefur nafn þessa annars ágæta leik- ara og leikstjóra eitthvað skolast til í framleiðsluferlinu, því þar er hann nefndur Garðar Örn Gísia- son. f amstri dagsins verða oft mistök, ekki frekar þar, Blaðinu eða öðrum miðlum. En fall er fararheill... ROK':.*v ÞESSI Bónuspoki náðist á mynd undir ísnum á Tjörninni. Hvort þetta er sami poki og Jón Ásgeir notaði undir réttargögnin sem hann bar inn í Baugsmálinu skal ósagt látið, en myndin er góð engu að síður. Kannski má lesa ljóðrænt réttlæti í myndinni; að ísinn tákni lás og slá og Baugur sé á bak við rimlana. Eða kannski þveröfugt; að ísinn tákni erfiðleika og miklar raunir, en ekki einu sinni frost- harka og ís haldi föstum geisla- baugi Bónuss... HVAÐ Er ekki sniðugt að kaupa sér fii^nst íslenskar evrur núna? ÞER? Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Fjármálafyrirtækja Svissneskt fyrirtæki lét búa til ímyndaðar íslenskar evrur árið 2004. Þær skarta Ingólfi Amarsyni, íslenska hestinum og villisveppum meöal annars. Evrumar hafa nú ratað inn á uppboðsvefinn eBay, en varla þarf að taka fram að um prufueintök er að ræða. BLOGGARINN... Afneitun... „Af því að ég hef verið svo duglegur að sanka að mér krökkum í gegnum tíðina með hefðbundnum og óhefð- bundnum aðferðum - og vegna þess hjarðeðlis sem gripið hefur um sig meðai fjölmargra karlmanna síðustu daga - finnst mér bæði rétt og | nauðsynlegt að f taka skýrt fram, að ég á ekkert í barninu hennar Önnu Nicole Smith.“ Sigmar Guðmundsson sigmarg.blog.is lagnús Hinn sívinsæli 'eitadurgur er ein af 'Hmörgum persónum Ladda. Mynd/Eyþór Fagnar fjörutíu árum í bransanum Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Þórhallur Sigurðsson, Laddi, varð sextugur á dögunum. Hann fagnar um leið 40 ára starfs-afmæli með sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem hans frægustu persónur munu koma fram, ásamt öðrum góðkunningjum úr grínstéttinni. Laddi á líka plötu í efsta sæti vinsældarlistans, fimmtu vikuna í röð. Skyldi honum líða eins og poppara? „Já, það er ekki laust við það. Mér var sagt að Norah Jones væri efst á lista um allan heim, nema á íslandi, þar er hún í öðru sæti á eftir mér!“ Má vænta fleiri tónsmíða frá kon- ungi grínsins? „Það er aldrei að vita. Það vantaði nú einhver lög á Hver er sinnar kæfu smiður, en það var bara ekki hægt að koma þeim öllum fyrir þar. En það er hugsanlegt að þau lög sem enn hafa ekki komið út á geisladiski geri það á næstu misserum. En hvort um safnplötu verður að ræða skal ég ekki segja." Annars er nóg að gera hjá Ladda. Hann er í þremur leiksýningum, auk þeirrar sem hann er að setja upp sjálfur. „Já, maður er að sýna allar helgar. Ég er í Viltu finna milljón, Ófagra ver- öld og Ronju Ræningjadóttur. Síðan bætist sýningin mín við í Borgarleik- húsinu. Síðan er maður að talsetja alltaf og svo slæst stundum ein og ein auglýsing alltaf með. Þá eru ótaldar árshátíðirnar og skemmtikvöldin sem maður sinnir alltaf líka,“ segir Laddi. En hvaða skemmtiefni kýs maður- inn, sem hefur haft ofan affyrir land- anum í40 ár, að horfa á sjálfur? „Ég horfi nú reyndar ekki mikið á sjónvarpið þannig sko. Annars hef ég stundum reynt að horfa sem mest á Little Britain, mér finnst þeir alveg frábærir. Akkúrat minn húmor. Mér finnst þessir bandarísku þættir síðri „Annars finnst mér besti grínarinn alltafhafa veríð Bessi heitinn Bjamason. Það kemst enginn með tæmar þar sem hann hafði hælana.“ einhvern veginn. Breski húmorinn á bara meira upp á pallborðið hjá mér. Annars finnst mér besti grínarinn alltaf hafa verið Bessi heitinn Bjarna- son. Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hafði hælana. Af núlif- andi íslendingum eru það þó Eggert Þorleifsson og Siggi Sigurjóns sem eiga hlátur minn allan.“ Það má með sanni segja að Laddi hafi mótað húmor heillar þjóðar. En hvað finnst honum um húmorinn í dag? „Hann er nú ágætur oft. Reyndar er hann á tíðum fullgrófur fyrir minn smekk en það er gjarnan þannig að þessir yngstu byrja grófir en síðan smám saman kvarnast það af þeim og jafnast út með árunum. Auðvitað eru menn misgrófir, en allt er gott í hófi og það sama á við húmorinn." Ferill Ladda hefur byggst á eftir- minnilegumenumframallttilbúnum persónum í stað þess að herma eftir landsþekktum pólitíkusum. „Maður byrjar yfirleitt á röddinni og síðan kemur hitt einhvern veg- inn í humátt á eftir. Búningurinn fylgir svolítið röddinni og svo pikkar maður upp göngulag frá einhverjum ókunnugum úti í bæ kannski. Síðan fá sumar persónur sérsmíðaðar tennur, en ég á um 7 til 8 góma sem er að ég held stærsta safn sinnar teg- undar á landinu. Ég á nú nokkra ka- raktera sem hafa ekki sést áður en munu eflaust skila sér einhvern tíma á næstu 40 árum!“ En skyldi Laddi aldrei hafa óvart notað vitlausa rödd við eitthvert gervið? „Neh... ég man nú ekki eftir því. Maður verður svo meðvitaður þegar maður er kominn í gervið sko. En hver veit hvað gerist þegar nær líður sjötugu. Ef það gerist verður það bara allt annað og nýtt show! Blanda þessu bara öllu saman. Annars fer nú bara að líða að því að einhverjir aðrir fari að leika þessar persónur og kannski mig sjálfan líka. Þá sit ég bara og horfi á til tilbreytingar," sagði þessi eldhressi, ókrýndi konungur grínsins. ...gremja... „I morgun hlustaði ég á jöklafræðing sem sagði að eftir um eina ötdyrðu allirjöklará Islandi svo gott sem minn- ingin ein og með þeim inn í eilífðina hyrfu móðurnar miklu -jökulfljótin okkar öll. Þá standa eftir nokkrar virkjanir í þurrum árfarvegum og þær munu gera jafn mikið gagn og eistun á apastyttunni minni; Kárahnjúka- virkjun mun standa þarna í gilinu sem minnisvarði um skammsýni og græðgi mannsins - sagði einhver heimsku hans? Svei mérþá efþað hefði ekki verið gáfulegra að gefa öllum Musso jeppa." Björgvin Valur ..hneykslun „(Baugs)málið erorðið svo flókið og mikið rugl að þegar blaðið reynir að taka út aðalatriöi málsins í kassa til hliðar, undirfyrirsögninni,,/hnotsk- urn“, þá telurþað tuttugu liði. Málið ertuttugu liðir „I hnotskurn". ...Þetta orkar auðvitað verulega tvímælis, svo vægf sé til orða tekið. Bara það að svo viðamikið dómsmál, rekið af ríkinu, skuli vera orðið svo langdregið og þvælt vekur alvarlegar spurningar um skilvirkni réttarkerfisins og fagleg vinnubrögð. Guðmundur Steingrímsson gummisteingrims. blog.is Upplifðu www.europcar.isl \ Kynntu þértilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu bílinn hjá Europcar áður en þú leggur af stað Víð erum í 170 löndum. Upplýsingar og bókanir í síma: 565 3800 europcar@europcar.is Eurofícar ÞU LEIGIR MEIRA EN BARA BIL. Su doku 1 3 7 6 5 8 3 7 1 2 8 2 4 7 4 9 8 1 5 9 3 4 5 9 8 7 9 4 2 3 8 1 6 5 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN by Jim Unger Opnaðu munninn! Ég þarf að kíkja í hálsinn á þér.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.