blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 32
32 FOSTUDAGUR 16. FEBRUAR 2007 blaðið Rakakrem Frábært krem frá Elizabeth Arden sem kallast Eight Hour Cream Intensive Moisturizing Body Treatment en þetta er fullkomin viðbót viö hið sígilda Eight Hour-krem sem slegið hefur í gegn. Þetta er rakagefandi krem sem gerir húðina mjúka og kemur í veg fyrir þurrk og að húðin flagni vegna hans. Áhrifin vara í allt að átta klukkutímum og húðin verður dásamlega slétt og falleg. Skoðanaskiptin Að þessu sinni eru þaö þau Sigrún Bender flugnemi og Haukur Heiðar Hauksson læknanemi og söngvari hljómsveitarinnar Diktu, sem viðra skoöanir sínar. Þau eiga sitthvað sameiginlegt eins og að eiga hunda sem dvelja aö vísu í fööurhúsunum. Skoö- anir þeirra Hauks og Sigrúnar mætast um margt á miöri leið en þegar kemur aö feguróarsamkeppnum eru þau ekki sammála.. Æmm y záa ¥ Nafn: Haukur Heiðar Hauksson Aldur: 24 ára Hjúskaparstaða: I sambúð Starf/menntun: Læknanemi á fimmta ári Nafn: Sigrún Bender Aldur: 21 árs Hjúskaparstaða: I sambúð Starf/menntun: Flugnemi Bók: Ég mæli með Flugdrekahlauparanum, hún er mjög góð. Kvikmynd: Little Miss Sunshine, hún er yndisleg þannig að ég mæli með henni. Skemmtistaður: Það er Dillon. Staður í veröldinni: Eldhúsið hjá mömmu og pabba. Fyrirmyndir: Fyrirmynd í lífinu, þá held ég að ég verði að segja pabbi. Draumurinn: Er að lifa góðu lífi og reyna að hjálpa einhverjum. Hamingjan felst i: Það er alltaf gaman að vera í Húsasmiðjunni og fá svona háfleygar spurningar. En ég verð bara aö segja að hamingjan felist í fallegri tónlist meðal annars. ísland er: Best í heimi. Tónlist er: Þá verð ég að segja hamingja miðað við svar mitt að ofan. Hundur eða köttur: Frekar hundur, foreldrar mínir eiga hund. Bjór eða vín: Ætli það sé ekki bara bæði bjór og léttvín. Inni eða úti: Ætli ég sé ekki meira fyrir að vera inni við. Hægt eða hratf: Bara milliveginn einhvern veginn. Penelope Cruz eða Cameron Diaz: Penelope Cruz frekar.. Hvað finnst þér um fegurðarsam- keppnir? Mér finnst fegurðarsamkeppnir vera tímaleysa og niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. Fegurðarsamkeppnir eru hégómalegar og asnalegar. Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur i gildi 1. júli? Mér finnst það un- aður. Það er óþolandi að fara inn á skemmti- staði og vera angandi eins og ég veit ekki hvað þegar maður kemur út. Þannig að ég er mjög fylgjandi því. Bók: Það er svo langt síðan ég hef lesið eitthvað annað en námsbækurnar að ég veit varla hvað ég á að segja. En síðast las ég The Da Vinci Code og hún var mjög fín. Kvikmynd: Top Gun er mér alltaf ofarlega í huga sem flugáhugamanneskja og svo fannst mér A Beautiful Mind frábær. Skemmtistaður: Ætli ég fari ekki oftast á Oliver. Staður í veröldinni: Mig langar mjög mikið til að heimsækja Taíland en þangað hef ég ekki ennþá komið. Fyrirmyndir: Mamma kemur strax upp í hugann en annars held ég að ég eigi ekki neinar sérstakar fyrirmyndir. Draumurinn: Að geta unnið við það sem ég elska en það er að fljúga. Hamingjan felst í: Að vera sáttur við sjálfan sig. Island er: Ofboðslega hreint land. Tónlist er: Upplífgandi. Hundur eða köttur: Hundur, en ég á hund heima hjá foreldrum mínum. Bjór eða vín: Léttvín. Inni eða úti: Úti, en ég er mikið fyrir útiveru. Hægt eða hratt: Hratt, ég vil frekar hafa mikið að gerast í kringum mig. Johnny Depp eða Brad Pitt: Ætli ég myndi ekki segja Brad Pitt.. i Er spilling á fslandi? Ég held að þaö sé al- veg tvímælalaust spilling á íslandi. Ég held að hún sé að verða sýnilegri og sýnilegri með hverju árinu sem líður þannig að ég held að hún sé greinilega til staðar. Hvað finnst þér um fegurðarsam- keppnir? Fegurðarsamkeppnir eru af hinu góða ef viðkomandi einstak- lingur er orðinn nógu þroskaður til þess að fara út í svona keppni og er tilbúinn til þess að taka þátt í þessu. Hvað finnst þér um reykingabann sem gengur í gildi 1. júlí? Eg er ro- salega ánægð með reykingabannið. Mér finnst skemmtistaðirnar aðeins of reykmettaðir og held að þetta sé skref í rétta átt. Það er ekki spurning. Er spilling á íslandi? Ég hugsa að það sé spilling á Islandi upp að vissu marki þó að hún sé kannski ekki mjög mikil. Hún er kannski ekki alveg sýnileg en hún er örugg- lega til staðar. Leikkonan Dóra Jó- hannsdóttir opnar snyrtibudduna sína en hún er um þessar mundir upptekin við æfingar á söng- leiknum Leg eftir Hug- leik Dagsson, Verkið verður frumsýnt þann 8. mars næstkomandi og fer Dóra þar með aðalhlutverk. Fyrir þá sem bíða spenntir eftir að sjá Hugleik og hljómsveitina Flís sameina krafta sína þá verða sérstakar forsýningar dagana 1., 2. og 3. mars þar sem hægt verður að fá miða á lægra verði en ella. Hvaða snyrtivöru verður þú alltaf að eiga? Ég verð alltaf að eiga maskara og Clinique-púður. Ég á einmitt hvorugt í dag og þarf því að fara að skipuleggja verslunarferð í apótekið. Hvað ertu alltaf með á þér? Ég er sjaldnast með ein- hverjar snyrtivörur á mér en stundum er ég með Body Shop-varasalva í vasanum. Hvað notar þú þegar þú ferð út á lífið? Þegar ég fer út á lífið þá set ég yfirleitt á mig ilmvatn, maskara, Clinique-púður og varasalva. Læt það oftast nægja. Fegrunarráð? Eitt besta fegurðarráðið myndi ég segja að væri einfaldlega, ekki kreista bólur. OFMETIÐ Valentínusardagurinn Amerísk hefð sem blómabúðir og aðrir í gróðahugleiöingum hafa innleitt til að reyna að græða meira. f, Dagurinn hefur ekkert F með ást að gera og er bara alger klisja. Fólk á frekar að hugsa um að hafa alla daga örlitið rómantíska en að sukka í rómantískri ofgnótt á þessum væmna degi. Hettupeysur með prenti Einu sinni var þetta voða töff en nú eru allir að gera hettupeysur með einhvers konar prenti og allar eru þær nánast eins og orðnar eins og einkenn- isbúningur fyrir ákveðinn hóp fólks. Matarskattslækkun Mun ekki skila sér sem skyldi. I upp- hafi var talað um að lækka matvöru svoað hún yrði sambærileg við Evr- ópulöndin, nú ertalað um að matvara lækki um 9% sem er ekki neitt þegar verið er að tala um hæsta matarverð í heimi. VANMETIÐ Kennarar Eru vanmetnir og þeir eiga skilið að fá hærri laun. Kennsla er örugg- lega skemmtilegt starf og á ekki að vera vanmetið. Langlíf sambönd Fólk ætti ekki að vanmeta það að halda traust og trúnað i samböndum og ganga saman í gegnum lífið jafnt (gleði sem sorg. Strætó Það er ótrúlega afslappandi að taka strætó og losna þannig viö stressið í umferðinni. Stundum hittir maður skemmtilegt fólk í strætó og gott er að hjúfra sig í sætinu og horfa út um glugg- ann eða fylgjast meö hinu fólkinu í strætó. Það er líka gott fyrir sam- viskuna að taka strætó þar sem þá leggur þú þitt af mörkum til að draga úr mengun. langar þig i? Það sem mig langar kannski mest i núna er einhver flottur og pæjulegur vara- litur til þess að nota þegar ég vil vera svolítiö spari. Það nýjasta í snyrti- buddunnl? Já, hún er nánast tóm eins og ég sagöi áðan. En markmiðið er að ég verði búin að fylla á hana fyrir helgi ef verslunarferöin heppnast vel. T llmvatnið þitt? Leynivinurinn mlnn i leynivinaleiknum i leiklistarskólanum einu sinni gaf mér Naomagic og ég hef notað það siðan með ágætum árangri.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.