blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaðiö fí/oc Party kemst á lista Ný breiðskífa bresku drengjanna í Bloc Party, Weekend in the City, situr nú í tólfta sæti bandaríska breiðskífulistans, en fyrsta plata sveitarinnar, Silent Alarm, sem kom út árið 2005 náði hæst 114. sæti. Bloc Party hyggst fylgja árangr- inum eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í næsta mánuði, en sveitin þurfti að hætta í miðri ferð um landið í síðustu viku eftir að lungatrommarans, Matt Tong, féll saman. Ný plata í júní íslandsvinirnir í Queens of the Stone Age snúa aftur í sumar með nýja plötu. Sveitin tilkynnti á My- space-síðu sinni í vikunni að platan hafi hlotið nafnið Era Vulgaris og að hún verði gefin út í júní. Sveitin Ijóstraði einnig upp að meðal lagatitla á plötunni séu Misfit Love, Sick Sick Sick, Battery Acid og Into The Hollow. Skilboðin frá sveitinni voru reyndar heldur óskýr þar sem hún sagði: „Þetta gætu verið lagatitlarnir. Kannski, kannski ekki.“ Madonna meðal Ijótustu Madonna, Gene Simmons úr Kiss, Lemmy úr Motörhead og Thom Yorke úr Radiohead eru á lista veftímaritsins Blogcritics yfir Ijótustu tónlistarmenn í heimi. Blog- critics samanstendur af pennum og lesendum um allan heim. „Eg vorkenni tíunda áratugnum því hann var aldrei meira en þynnka miðað við níunda áratuginn.“ Simon LeBon, söngvari Duran Duran tónlist Hver hefði trúað því að árið 2007 myndum við sjá auglýst tónleikaferðalög með hljóm- sveitunum Black Sabbath, Deep Purple, Uriah Heep, Duran Duran, The Who og The Pol- ice? Þetta virðist ætla að verða raunin í ár. Gömlu kallarnir kunna ennþá á hljóðfærin sín og þykjast vita hvernig á að halda góða rokktónleika. Ekki nóg með að gömlu kall- arnir 1 Deep Purple og Uriah Heep séu starfandi enn þann dag í dag heldur eru þeir á leiðinni til landsins. Sveitirnar halda tónleika í Laugardalshöll sunnudaginn 27. maí. Eftir íslandsferðina munu sveitirn- ar halda hver í sína átt. Deep Purple heldur meðal annars til Frakklands, Bretlands og Nor- egs á meðan Uriah Heep heldur til Finnlands, Þýskalands og Austurríkis. Sting og félagar í hljóm- sveitinni The Police tilkynntu nýlega um endurkomu í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sveitin mun spila á að minnsta kosti 15 tónleikum í Banda- ríkjunum en búist er við að allavega 11 tónleikar bætist við vestanhafs. Þá mun The Police halda til Evrópu og spila 1 Englandi, Þýskalandi og Frakk- landi. Fleiri tónleikar munu án efa bætast við. Steingervingarnir í The Who snúa aftur i sumar og spila á fjölmörgum tónleikum í Evrópu, þar á meðal á Hróar- skeldu-hátíðinni í Danmörku. The Who gaf út nokkrar af mikilvægustu plötum rokksögunnar og ber þar helst að nefna Who’s Next og rokkóperuna Tommy. Hljómsveitin sem fann upp þungarokkið eins og við þekkjum það f dag, Black Sabbath, heldur í tónleikaferð í mars á þessu ári. Ozzy Osbourne, upprunalegi söngvari sveitarinnar, verður reyndar ekki með í för að þessu sinni en Ronnie James Dio, sem söng með sveitinni á áttunda áratugn um, verður með í för. Þess vegna mun sveitin ekki ferðast undir nafn- inu Black Sabbath heldur Heaven and Hell. Ozzy hefur lýst því yfir að hann muni halda í tón- leikaferð seinna á árinu með upp- runalegu Black Sabbath. PLÖTUGAGNRÝNI Tónlistin úr er Mýrinni komin út Rennur ljúft í gegn Norah Jones er eftirtektarverð ung kona sem hefur, á sínum stutta ferli, þegar fengið átta Grammy-verðlaun. Ekki amalegt fyrir nýliða en það má einmitt segja að með nýjustu plötu sinni, Not too late, sýni Norah það og sanni að hún er enginn nýliði lengur heldur komin til að vera. Not too late er þriðja sólóplata Norah en hún vakti þegar athygli með fyrstu sólóplötu sinni sem kom út fyrir fimm árum. Á Not too late semur Norah alla sína texta sjálf og sýnir að hún er afbragðs-textasmiður því textarnir eru skemmtilegir að hlýða á og lesa. Þó má sjá eitthvert nýjabrum og því verður gaman að hlusta á hana þegar textasmíði hennar þroskast. Það er ekkert vafamál að Norah er mjög góð söngkona og allur hljómur á plötunni er til fyrirmyndar. Lögin renna Ijúflega áfram, hvert af öðru en í því felst einmitt helsti galli plötunnar. Þrátt fyrir að lögin séu mörg hver góð þá eru þau ekki eftirminnileg og skilja í raun lítið eftir sig. Það er því ekkert lag sem stendur upp úr þó takturinn í Sinkin soon sé hressandi og Rosie s lullaby sé einkar Ijúft og fallegt. Plötuumslagið sjálft er fallegt, rauði liturinn er merki um styrk og hann kallast skemmti- lega á við svartan kjól Noruh. svanhvit@bladid.net Karlmannleg og íslensk í dag kemur út tónlistin úr kvik- myndinni Mýrinni eftir tónlistar- manninn Mugison. Mýrin er þriðja kvikmyndatónlistarplata Mugison. Hinar tvær eru Niceland og A Little Trip to Heaven. Tónlistin úr Mýrinni er að sögn Mugison bæði karlmannleg og ís- lensk. Plataninniheldurhummandi karlakóra og marrandi harmóníku. „Hér má finna þungar og dreymandi út- setningar á tón- list sem greypt er í hjarta þjóðarsál- arinnar. Svo sem Til eru fræ, Sveit- in milli sanda Bíum u m bamb- alí,“ Mugison Hefur i mörg horn að líta þessa dagana. segir í tilkynningu frá Mugison. Af Mugison er það að frétta að hann er að taka upp og klára næstu breiðskífu. Þá er hann hugsanlega að fara að semja kvikmyndatónlist fyrir leikstjórann Walter Selles. Loks vinnur hann hörðum hönd- um ásamt fleirum að tónlistarhátíð- inni Aldrei fór ég suður sem verður haldin 6. apríl á Isafirði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.