blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 blaðið Taka við íröskum flóttamönnum Sameinuðu þjóöirnar fagna áætlunum bandarískra stjórnvalda um að veita allt að sjö þúsund íröskum flótta- mönnum hæli í landinu á næstu tólf mánuðum. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, segir áætlanirnar vera „mjög gott skref í rétta átt“. JAPAN Mafíósi finnst dauður Kazuyoshi Kudo, háttsettur liðsmaður hinnar japönsku Yamaguchi-gumi-mafíu, fannst látinn á heimili sínu í gær. Lögregla segir að allt bendi til þess að hinn sjötugi Kudo hafi skotið sig í höfuðið þó að hún útiloki ekki morð. jp .n Dómar í Stavangursráni mildaðir Áfrýjunardómstóll I Noregi mildaði dóma héraðsdóms yfir £m öllum tólf sem höfðu verið fundnir sekir um rán í Nokas-fyrir- tækinu í Stavangri árið 2004. Höfuðpaurinn David Toska fékk ■ ■ dóm sinn mildaðan I fimmtán ár, en saksóknari hafði krafist í ð *? ,M8w— það minnsta 21 árs dóms. írak: Landamærum var lokað írak lokaði landamærum sínum að íran og Sýrlandi á miðvikudagskvöldið, en reiknað er með að þau verði lokuð í þrjá sólarhringa. Aðgerðin er liður í baráttunni gegn hryðjuverkum og er ædað að koma í veg fyrir flæði vopna og hryðjuverkamanna inn í landið. Hnetusmjör innkallað vegna salmonellu: Hætta á sýkingu „Við vitum ekki hve mikið magn er á markaðnum eins og er þar sem þetta mál var bara að koma upp. En það er ljóst að það verður allt tekið frá. Við erum búnir að senda viðskiptavinum tilkynningu um það,“ segir Sigurður Björgvins- son, markaðsstjóri hjá heildversl- Skoða þarf framleiðslunúmerið Hnetusmjörið frá Peter Pan uninni Innnes ehf., sem stöðvað hefur sölu á hnetusmjöri vegna salmonellusýkingar. Allt Peter Pan-hnetusmjör með framleiðslunúmeri sem hefst á töl- unum 2in hefur verið innkallað í kjölfar tilkynningar frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu um að fundist hafi fylgni milli salm- onellusýkingar og neyslu á hnetu- smjöri með þessu framleiðslunúm- eri. Númerið er á loki krukkunnar. Þótt ekki hafi fundist salmon- ella í hnetusmjörinu eru neytendur sem eiga krukkur af því með fyrr- nefndu framleiðslunúmeri sem keyptar hafa verið í maí 2006 eða síðar, beðnir um að farga annað- hvort vörunni hið fyrsta eða skila henni í viðkomandi verslun. mánudaginn 19. febrúar Gríms fískibollur eru hollar og góður kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna. þær eru fulleldaðar og þarf aðeins að hita upp í ofni eða á pönnu og innihalda aðeins um 1% fitu. Gríinur lcokkur chf | sítni 481 2665 | grttmtrkokkur@grimurkokkur.is | www.gritnurkokkur.is Álafosskvos: Tengibraut mótmælt Við Álafosskvos. Vegavinnan var stöðvuð ■ Maðkur í mysunni ■ Vafi á lögmæti ■ Ekki krafist að legu vegarins verði breytt Eftír Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Við erum náttúrlega gríðarlega ánægð með þennan úrskurð vegna þess að þetta sýnir líka að það er maðkur í mysunni,“ segir Sigrún Pálsdóttir, talsmaður Varmársam- takanna, um þá ákvörðun úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingar- mála að stöðva eigi framkvæmdir í Álafosskvos. íbúar og eigendur fasteigna við Brekkuland og Álafossveg í Mos- fellsbæ höfðu kært ákvarðanir bæj- arstjórnarinnar um framkvæmdir við tengibraut milli Helgafellslands og Álafossvegar. f úrskurðinum um stöðvun fram- kvæmdanna segir að talsverður vafi leiki á um lögmæti hinna kærðu ákvarðana. Þess vegna, og með til- liti til staðhátta, sé rétt að stöðva framkvæmdir við umrædda tengi- braut meðan málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni, jafnvel þótt einungis sé um jarðvegsfram- kvæmdir að ræða. Bent er á í úrskurðinum að með deiliskipulaginu sem deilt er um hafi verið lagður grunnur að fram- kvæmd sem falli undir viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Or- skurðarnefndin telur að taka þurfi til úrlausnar hvort vinna hefði þurft umhverfisskýrslu vegna deiliskipu- lagstillögu og kynna hana. „Það er greinilegt að úrskurð- arnefndin telur mikilvægt að umhverfisáhrifin verði metin og það er sérstaklega tekið fram að engin grein hafi verið gerð fyrir því hvaða ráðstafana eigi að grípa til vegna hugsanlegrar mengunar ofanvatns sem getur haft mikil og skaðleg áhrif á lífríkið í Varmá,“ segir Sigrún. Stefán Ómar Jónsson, bæjarrritari Mosfellsbæjar, segir bæjaryfirvöld hafa farið yfir úrskurðinn. í tilkyn- ningu frá bæjaryfirvöldum stendur að aðeins sé um bráðabirgðaúrskurð að ræða. Ekki skuli skilja hann sem svo að krafist sé að legu vegarins verði breytt. Orskurðarnefndin vísar frá kröfu kærenda um að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan rekið er fyrir dóm- stólum fyrirhugað mál til ógildingar á niðurstöðu umhverfisráðherra um matsskyldu framkvæmdarinnar. Tekið er fram að nefndina bresti vald til þess að kveða á um stöðvun framkvæmda vegna meðferðar máls fyrir dómi. Það gerist hjá okkur Grunn- og framhaldsnám við Háskóla (slands er kynnt í Háskólabíói við Hagatorg Nýtt grunn- og framhaidsnám er kynnt í Kennaraháskóla fslands við Stakkahlíð ít KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS www.khi.is Stúdentar og kennarar Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands taka vel á móti þér á Háskóladeginum laugardaginn 17. febrúar kl. 11 -16

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.