blaðið - 23.02.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007
blaöið
UTAN ÚR HEIMI
RÚSSLAND r
Minnkandi lífslíkur vekja ugg
Rússnesk stjórnvöld íhuga nú hvernig mögulegt sé að snúa
við þeirri þróun að lífslíkur landsmanna, sér í lagi karlmanna,
fari sífellt minnkandi. Lífslíkur rússneskra karla eru sextíu
ár, nærri fimmtán árum færri en í flestum öðrum iðnvæddum
ríkjum. Auka á meðferð á sjúkdómum á borð við alnæmi.
Veiddu risasmokkfisk
Sjómenn á Nýja-Sjálandi hafa veitt smokkfisk sem
talinn er sá stærsti sem veiddur hefur verið. Það tók
sjómennina tvo tíma að koma honum um borð í skipið
og var hann frystur um leið. Smokkfiskurinn var tíu
metrar að lengd og 450 kíló að þyngd.
SUÐUR-KÓREA
Forseti verður óháður
Roh Moo-Hyun, forseti Suður-Kóreu, hefur ákveðið að
segja sig úr stjórnarflokknum Uri og mun sitja sem óháður
út kjörtímabilið. Þá hefur Han Myeong-sook forsætisráð-
herra boðist til að segja af sér embætti til að geta boðið sig
fram til forseta í kosningunum í desember næstkomandi.
Danmörk:
Rusladeilan í
Árósum leyst
Sorphirðumenn í Árósum í
Danmörku hafa takið til starfa
á nýjan leik eftir að þeir náðu
samkomulagi við yfirmenn sína
á miðvikudaginn. Sorphirðu-
mennirnir lögðu niður störf
fyrir rúmum tveimur vikum
eftir að tveimur starfsmönnum,
sem höfðu verið í löngu veik-
indaleyfi, var hótað uppsögnum.
Sorphirðumenn víðar í Dan-
mörku lögðu einnig niður störf
á tímabili til að styðja starfsbræð-
ur sína í Árósum í baráttunni.
Bandaríkin:
Sátt um
iPhone
Bandarísku tölvufyrirtækin
Apple og Cisco Systems hafa náð
samkomulagi um iPhone-nafn-
ið og munu bæði fyrirtækin
framvegis fá að nota nafnið.
Apple kynnti iPhone-farsíma
sinn í síðasta mánuði, en hann
er væntanlegur á bandarískan
markað í júní næstkomandi.
Síminn er nokkurs konar blanda
af farsíma, tölvu, tónlistarspilara,
myndefnisspilara og myndavél.
Jón Gerald játar sök í Baugsmálinu:
Segir Baugsmenn
hafa svikið sig
■ Óttaðist að pólitísk öfl gegn sér ■ Kvennamálin fyrirferðarmikil
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Jón Gerald Sullenberger játaði fyrir
héraðsdómi í gær að hafa gefið út til-
hæfulausankreditreikning upp á 569
þúsund Bandaríkjadali sem á þeim
tíma, árið 2001, nam í kringum 60
milljónum króna. Jón Gerald sagð-
ist hafa útbúið reikninginn að ósk
Tryggva Jónssonar en ekki vitað í
hvaða tilgangi hann kynni að verða
notaður. Hins vegar hafi hann ekki
búist við að hann yrði færður inn í
bókald Baugs enda hafi hann ein-
ungis afritað reikninginn og
faxað hann beint inn
á skrifstofu Tryggva.
Jafnframt sagði Jón
Gerald þær skýringar
Baugsmanna að reikn-
ingurinn hafi verið
gefinn út vegna svo-
kallaðs vandræðalagers út í hött
þar sem hann hafi einungis séð um
að afgreiða pantanir fyrir Baug en
ekki framkvæmt þær sjálfur.
Jón Gerald var einnig spurður ít-
arlega út í samskipti sín við Jón Ás-
geir á þeim tíma sem viðskipti milli
Nordica og Bónuss, síðar Baugs,
stóðu yfir. Sagði Jón Gerald að
mikið traust hafi ríkt á milli þeirra
tveggja og að Jón Ásgeir hafi verið
mikill fjölskylduvinur. 1 kringum
árið 2000 hafi samband þeirra hins
vegar stirðnað þar sem Jóni Ger-
ald fannst Jón Ásgeir ekki standa
við gerða samninga um að Baugur
keypti vörur af Nordica fyrir 2 millj-
ónir Bandaríkjadala. Hafi Jón Ger-
ald ítrekað reynt að fá Jón Ásgeir og
Tryggva til að ræða málin án árang-
urs. Þeir hafi svo komið í bakið á
honum seinna meir.
Jón Gerald segir þó að endanlega
hafi soðið upp úr er eiginkona hans
hafi sagt honum árið 2002 að Jón
Ásgeir hafi „ætlað að vaða inn á
heimili þeirra á skítugum skónum“.
Aðspurður hvað hann meinti með
þessu sagði Jón Gerald að tveimur
árum áður hafi Jón Ásgeir reynt að
komast yfir eiginkonu hans á heim-
ili Jóns Ásgeirs í Reykjavík. Við
það hafi Jón Gerald misst
stjórn á skapi sínu
og hringt bæði í
Tryggva og Jóhannes
Jónsson og lesið þeim
pistilinn.
Jón Gerald var
heldur ekki sáttur
við einn verjenda málsins
sem hann segir hafa sýnt
kvenfyrirlitningu er hann hafi
blandað fjölskyldu sinni í málið. Á
verjandi að hafa sagt að vinslit hans
við Baugsmenn hafi verið tilkomin
vegna sambands Jóns Ásgeirs við
eiginkonu Jóns Geralds. Heimtaði
Jón Gerald að viðkomandi verjandi
bæði eiginkonu sína afsökunar er
hún kæmi fyrir dóm til að bera vitni
í málinu.
Við þessi tíðindi sagðist Jón Ger-
ald endanlega hafa ákveðið að fara
í mál við Baugsmenn. Hann hafi
skoðað ýmsa kosti og eftir að hafa
ráðfært sig við nokkra einstak-
Játaði brot sitt Jón Gerald játaði
fyrir héraðsdómi í gær að hafa gefið
út tilhæfulausan kreditreikning að
beiðni Tryggva Jónssonar.
linga, þeirra á meðal Jónínu Bene-
diktsdóttur, hafi hann ákveðið að
ráða Jón Steinar Gunnlaugsson
sem lögfræðing. Hann hafi aldrei
heyrt minnst á hann áður né aðra
þá sem bendlaðir hafa verið við
málið sökum pólitískra tengsla við
Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráð-
herra. Til að mynda hafi hann fyrst
heyrt nafn Styrmis Gunnarssonar,
ritstjóra Morgunblaðsins, nefnt í
ORMSSON LÁN: Mánaðarleg jöfn afborgun í 48 mánuöi: Kr. 5.858.-
FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT og TIL Á LAGER-NÚNA
AEG
AEG HEIMILISTÆKI ÁTILBOÐSVERÐI
ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR
Bsa
ORMSSON
ÁRVIRKINN, SELFOSSI • Sími 480 1160 AKUREYRI • Sími 461 5003
I %SA
TlLAÐVERSlAi
ORMSSON
SMÁRALIND • Sími 530 2907 / 530 2908
Drengur
Bæöi dómari og saksóknari þurftu ítrekað
að biöja Jón Gerald um að skýra við hvern
hann ætti þegar hann minntist á „dreng-
inn“. Virðist Jón Gerald ekki nota annað
orð yfir Jón Ásgeir en drengur.
Baugur fastur í fyrsta gír
Enn og aftur var Jón Ásgeir beðinn af verj-
anda sínum að lýsa áhrifum Baugsmálsins
og tildrögum þess. Svaraði hann því til að
Baugur væri eins og tryllitæki sem kæmist
aldrei ofar en í fyrsta eða annan gír þar
sem byrði málsins væri of mikil. Hann
getur þó huggað sig við það að Baugur er
ekki einn á báti því um götur Reykjavíkur
keyrir fjöldinn allur af tryllitækjum sem
ekki ná að nýta kraft sinn til fulls. Er þar
verið að tala um „borgarjeppa" og risapall-
bíla sem betur eru geymdir úti á landi en í
miðborginni.
Davíð á bandi Baugs?
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds,
hefur ekki haft sig mikið í frammi í
Baugsmálinu enn sem komið er. Hann sá
þó ástæðu til að rengja Jón Ásgeir eftir
að forstjórinn sagði það bera skýran vott
um pólitískan illvilja þegar Davíð Oddsson
varaði Hrein Loftsson við yfirvofandi inn-
rás í höfuðstöðvar fyrirtækisins á frægum
Lundúnafundi um árið. Vildi Brynjar aftur
á móti meina að það bæri frekar vott um
pólitískan velvilja fyrst fyrrum forsætis-
ráðherra hafi séð sig knúinn til að vara
Baugsmenn við.
Saksóknari sá hins vegar meiri ástæðu til
að spyrja hvaö hefði valdið þessari meintu
reiði Davíðs í garð Baugs. Vísaði Jón
Ásgeir á Davíð sjálfan en man þó eftir að
Davtö hafi á sínum tima kennt Baugi um
vaxandi verðbólgu í þjóðfélaginu.
Eyddi lögregla
sönnunargögnum?
Jón Ásgeir greindi fra því að til sé mynd-
band af því þegar lögregla réðst inn á
skrifstofu hans um árið og opnaði þar
meðal annars peningaskápinn. Það eina
sem lögregla hafi fundið í skápnum hafi
veriö kampavín en einhverra hluta vegna
hafi myndbandinu verið stungið undir stól.
Skyldi sönnunargögnum hafa verið „eytt"?
Fréttablaðinu í tengslum við fréttir
af tölvupóstssamskiptum hans og
Jónínu. Þvert á móti hafi hann ótt-
ast að pólitísk öfl kynnu að vinna
gegn honum þar sem Hreinn Lofts-
son, stjórnarformaður Baugs, hafi
verið nátengdur forsætisráðherra á
þessum tíma.
Norðurlönd:
Samgöngur
röskuðust
Miklar truflanir urðu á
samgöngum í Danmörku og
suðurhluta Svíþjóðar og Noregs
eftir að mikill snjóbylur gekk
yfir i gær. Lögregla í Svíþjóð
hvatti almenning til að skilja
bílinn eftir heima og halda ekki
út á þjóðvegina nema í brýnustu
neyð. Norræna flugfélagið SAS
þurfti að aflýsa mörgum tugum
flugferða og seinkun varð á
fjölmörgum öðrum, bæði frá
Kastrup í Kaupmannahöfn og
flugvellinum í Malmö. Flug-
félagið þurfti að sjá nokkur
þúsund farþegum bæði fyrir
gistingu og fæði vegna tafanna.
Þá var lestarferðum og stræt-
óferðum aflýst víða og vegum
lokað þar sem ástandið var verst.
Ástandið í Svíþjóð var verst
á Skáni þar sem mátti sjá
hundruð yfirgefinna bíla á veg-
unum. Ekki var mikið um slys
á fólki.