blaðið - 23.02.2007, Síða 33
blaðið
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÖAR 2007 33
Vetrarhátíð
Orðlaus mælir með viðburðum á Vetrarhátíð sem stendur yfir í Reykjavík 22. til 24
febrúar. Skemmtilegt framtak og ýmislegt spennandi fyrir augu og eyru sem léttir
lund. Auðvitað á að fagna vetrinum en ekki bíða endalaust eftir sumrinu. Kynnið
ykkur dagskrána á www.vetrahatid.is.
viðtal
Biggi Mausverji býr í London þar sem hann hefur haft nóg fyrir stafni
IMasterar
Sefur stundum
til hádegis
%
Biggi eða Birgir eins og hann vill láta kalla
sig í London, því hið fyrrnefnda getur misskil-
ist sem hinn stóri á enskri tungu, hefur búið
og starfað í London frá því í september 2004.
Hann er oftast kenndur við hljómsveitina
Maus sem sigraði svo eftirminnilega í Músík-
tilraunum árið 1994 og hefur verið meðal vin-
sælustu hljómsveita á Islandi allar götur síðan.
Birgir hefur nú hafið sinn sólóferil í London
og á síðasta ári gaf hann út sína fyrstu plötu,
ID, sem hefur fengið ágætisdóma. Þar lætur
Birgir ekki staðar numið og hefur hann ýmis
önnur verkefni íbígerð.
Afhverju varð London fyrir valinu?
Mér var farið að leiðast svo í vinnunni heima,
var kominn í frekar leiðinlegan 9-5 pakka svo
ég ákvað að breyta til og flytja hingað til Lond-
on í september 2004. Þegar Eggert í Maus til-
kynnti okkur að hann ætlaði að flytja til San
Francisco og allir hinir í hljómsveitinni voru
að fara hver í sína áttina, þá fannst mér alveg
timi til kominn að gera eitthvað sjálfur. Það
var ekkert sem batt mig heima, engin kærasta
eða börn svo fyrir mitt leyti snerist þetta dálít-
ið um að finna sjálfan mig. Ég var í rauninni í
algjörri óvissu þegar ég ákvað bara að hætta í
vinnunni og fara og ég vissi í rauninni ekkert
hvað beið mín.
Var ekkert mál að koma sérfyrir í London?
Ég var svo heppinn að fá í hendurnar frítt
húsnæði og ég þekkti nokkra góða vini hérna
sem gáfu mér ástæðu til að flytja. Það tók smá
tíma að kynnast fólki og mynda sambönd svo
ég ákvað að byrja að vinna á hverfisbarnum til
að eignast kunningja. Það var mjög arðsamt
þar sem ég kynntist fólkinu sem skipar hljóm-
sveit mína í dag. Þetta voru allt krakkar sem
eru í sama tónlistarskólanum hér í London og
þau spila öll á mjög svona óhefðbundin hljóð-
færi sem mér fannst hentugt þar sem ég spila
ekki á nein þeirra.
Eruð þið búin að vera dugleg í tónleika-
haldi?
Já, eftir að platan mín ID kom út höfum við
haft nóg að gera. Við erum búin að spila mikið
í Englandi, túra um Italíu og höfum svo farið
til íslands og spilað á síðustu Airwaves-hátíð.
Við erum öll í mismunandi verkefnum svo það
er í rauninni bara þegar allir hafa tíma sem
færi gefst á því að koma saman.
Þú hefur verið viðloðandi Silvíu Nótt?
Já, ég hef verið að vinna að nýjustu plötunni
hennar með Sölva Blöndal. Mér fannst alveg
frábært að vinna að þeirri plötu. Maus hefur
alltaf spilað hreina popptónlist, sem við gef-
um okkar alla í á tónleikum, en þegar maður
semur tónlist fyrir aðra getur maður alveg
sleppt öllu egórugli. I því liggur ákveðið frelsi.
Platan hennar Silvíu er algjör poppplata. Við
komum að öllum þáttum plötunnar nema
söngnum. Ágústa, leikkonan á bak við Sylvíu,
er alveg þveröfug við karakter hennar. Hún
kvartar aldrei og hitar te fyrir okkur strákana.
Hún er rosalega frjó og kemur með margar
skemmtilegar hugmyndir og er fagmannleg á
allan hátt.
Hvernig er svona dœmigerður dagur hjá
Bigga í London?
Það er nefnilega svo frábært að það er eng-
inn dæmigerður dagur. Ég er að vinna að
nokkrum mismunandi verkefnum, eins og t.d.
fyrir tónlistarmanninn Gísla sem er á samn-
ingi hjá EMI, þegar hann kallar þá mæti ég
bara í vinnuna. Fyrir utan það get ég gert hvað
sem er. Ég ræð mínum tíma algjörlega sjálfur
og leyfi mér því stundum að sofa til hádegis.
Stundum eyði ég heilu dögunum í að semja
sögur eða tónlist og hitta vini mína. Ég bara
nýt þess að búa hérna. ísland togar samt allt-
af í mann. Ég ætlaði að vera löngu farinn en
það er dálítið erfitt að losa sig úr stórborginni.
Alltaf einhver verkefni sem þarf að klára og
svoleiðis. Ég ætla til dæmis að gera aðra plötu
með krökkunum í hljómsveitinni, ekki til að
gefa út, bara til þess að eiga sjálfur. Svo bíður
tónleikahald um heiminn með Gísla og verk-
efni með Kimono heima á íslandi. Árið á því
eftir að vera erilsamt lijá mér.
Kolbrún Karlsdóttir
Hér gefur að lita föt úr smiðju Roksanda
llincic Hún sýndi nýverið fíkur fyrir vetur
2007 á tískuvikunni í London. Hún segir að
þegar hún hannaði þessa línu hafi hún haft
áhuga á hreyfingu og bylgjum.
Nú er stórar og efnismiklar flíkur, stórar
púffermar, blöðrupils og kjólar allsráðandi
í tískunni en áður en æöið greip um sig var
tískuhönnuðurinn Roksanda llincic búin að
mastera fyrirbærið og fyrir henni hafa vol-
ume og ýktar línur veriö eðlilegt fyrirbæri
þegar kemur að þvi að hanna föt.
Föt Roksanda bera þess merki að hún
lagði stund á arkitektúr þar sem fötin taka
á sig ótrúlegustu form. Roksanda er fædd
í Belgrad og áður en hún kláraði arkitekta-
námið uppgötvaði hún ástríðu sína fyrir
tísku og hönnun og flutti til London þar
sem hún læröi fatahönnun í hinum virta
skóla Central St Martins. Eins og nafn
hönnuðarins bera föt hennar einnig með
sér ákveðna dulúð og blossandi rómantík.
Hún hefur ástríðu fyrir 5. áratugnum og
gamaldags glamúr-rómantík og það sést
ávallt á fötum hennar.
Föt hennar vekja jafnan kátínu og undrun
og hún leikur sér að því að gera efnis-
miklar flíkur sem eru stórar og miklar og
um leið mjög kvenlegar. Að sama skapi
má sjá í hönnun hennar ákveðinn hráleika
og fötin eru nútímaleg, með spennandi
smáatriðum og hver kjóll er gersemi. Tísku-
sýningar Roksanda þykja einnig viðburður
út af fyrir sig en þær heldur hún yfirleitt að
morgni dags og þær eru sveipaðar gamal-
dags glamúr. Roksanda var nýlega tilnefnd
sem besti nýi hönnuður ársins á British
Fashion Awards.