blaðið - 31.03.2007, Page 2

blaðið - 31.03.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaAiA VEÐRIÐ I DAG Hiýnar Sunnan 10-18 og talsverð rigning eða súld sunnan- og vestanlands en úrkomuminna norðaustantil. Suðvest- lægari í kvöld. Hlýnandi veður, hiti 5 til 11 stig. ÁMORGUN Bjartviðri Suðvestan 8-13 m/s og súld sunnan- og vestanlands fram eftir degi, en annars hægari suðvestlæg átt og bjartviðri. Fremur hlýtt. VÍÐAUMHEIM S Algarve 17 Amsterdam 12 Barcelona 15 Berlín 14 Chicago 15 Dublin 8 Frankfurt 15 Glasgow 11 Hamborg 13 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 13 London 7 Madrid 14 Montreal 1 New Vork 6 Orlando 18 Osló 13 Palma 20 París 5 Stokkhólmur 13 Þórshöfn 7 Á FÖRNUM VEGI Hvernig líst þér á nýju stjórnmálaflokkana? Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir Hef ekki myndað mér skoðun á þeim, enda búin að ákveða hvað ég kýs. Arnmundur Ernst Björnsson Mér líst vel á þá, gott að auka fjölbreytni. Úlfur Hansson Mér finnst gott að fá graent hægriafl, en vona að þeir taki ekki of mörg atkvæði frá VG. Ragnar Jón Hrólfsson Mér líst sérstaklega vel á fram- þoð aldraðra. Þorbjörn G. Kolbrúnarson Ég finnst þetta vera flokkar með skýr markmið, sem ég held að muni auka fjölbreytni í íslenskum stjórnmálum. Bolungarvík Staða sveitar- félagsins er mjög slæm og ef ekki verður viðsnúningur á næstunni stefnir í óefni. Bolungarvíkurkaupstaður sendir neyðarkall til stjórnvalda: Allt hefur verið reynt ■ Stefnir í óefni ■ Tekjur standa ekki undir þjónustu ■ Ekki af baki dottnir Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net „Við erum kannski ekki komin í þrot. Það hefur hins vegar allt verið reynt. Samt sem áður höfum við ekki getað sinnt viðhalds- og endurnýjunar- þörf. Við höfum ekki nógu miklar tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem við eigum að veita,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann kallar eftir að- gerðum stjórnvalda til að grípa inn í viðvarandi hallarekstur sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Segir hann að undanfarin ár hafi sveitarfélagið sýnt neikvæða rekstrarafkomu og gengið hafi á fé sveitarsjóðs. Bolungarvíkurkaupstað barst sl. þriðjudag bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga þar sem segir að ástæður hallareksturs sveit- arfélagsins megi rekja til ríkissjóðs. Grímur segir að i raun sé um tíma- mótabréf að ræða. „Mér finnst at- hyglisvert að í svari nefndarinnar, sem heyrir undir ríkisstjórnina, kemur fram svart á hvítu að orsakir vandans eru ríkisvaldið. Þarna er sett fram það sem við erum búnir að halda fram í mörg ár og biðja um leiðréttingu á.“ Það er mat nefndarinnar að or- sakir fjárhagsvandans séu fækkun íbúa, breytingar á atvinnulífi og þróun tekjustofna sveitarfélaga. Stærsti hluti tekna sveitarfélagsins fer í rekstur lögbundinna verkefna en það hefur ekki nægar tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem það nú þegar veitir. Verði ekki við- snúningur í fjármálum sveitarfélags- ins stefnir í óefni. Grímur segir að fyrir 15 árum hafi Bolungarvík staðið í blóma og mikil uppbygging verið í bæjarfélaginu. Síðan þá hafi orðið breytingar sem sveitarfélagið ráði einfaldlega ekki við. „Við tökum yfir grunnskólann, það var farið með allt yfir í landflutn- inga og útflutningstekjur hafnanna um allt land hurfu. Tekjurnar til að standa undir öllu þessu eru ekki nógu miklar.“ Hann segir einkahlutafélaga- væðingu fyrirtækja árið 2002 hafa komið sérlega illa við sveitarfélögin. „Fjöldi einkahlutafélaga í sveitarfé- laginu tvöfaldaðist sem gerði það að verkum að allir eru farnir að borga skatt beint til ríkisins, en ekki okkar. Hér á þessu svæði eru gríðarlega mörg einkahlutafélög, allir sjómenn- irnir eru til dæmis með einkahluta- félög auk þess sem margir hafa selt kvóta og lifa á vöxtunum. Við fáum ekkert af því en fólk fær þjónustu.“ Grímur kallar eftir skýrri byggða- Höfum ekki nægar tekjur tll að standa undlr þjónustu sem við eigum að velta. Grímur Atlason, bæjar- stjóri á Bolungarvík. stefnu af hálfu ríkisvaldsins og segir að tillögur eins og sameining sveit- arfélaga, nefndarskipanir og aukin úthlutun úr jöfnunarsjóði séu ein- ungis plástralausnir. „Eftirlitsnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar segir okkur að sama hvað við gerum, þá getum við ekki brey tt þessu. Þarna er verið að staðfesta það að ríkið eigi að brey ta þessu. Mér finnst leiðinlegt að hamra alltaf á þessu eins og við séum alltaf að biðja um einhverja ölmusu. Það er ákveðið viðhorf að það þýði ekkert að byggja upp hér,“ segir hann og bendir á að í Bolungarvík sé mikil velta og mikil verðmætasköpun í gangi. „Sveitarfélagið verður að geta tekið þá peninga til sín til að reka sína þjónustu fyrir þessa aðila sem eru að skaffa þennan aur.“ Grímur segir þó Bolvíkinga langt í frá af baki dottna. „Sveitarfélagið hér er búið að spýta í lófana og við erum að taka til í bænum. Ef við stoppum brotnar allt niður og fer í vonleysi." Akureyri: Reykur í Listasafni Slökkviliðið á Akureyri var kallað til er starfsfólk listasafns í bænum varð vart við reyk. Ekki reyndist um bruna að ræða, heldur hafði sígaretta sem hafði verið kastað í niðurfall fyrir utan safnið náð að kveikja smá glóð. Viðkomandi reyndi að hella vatni í niðurfallið, sem virðist hafa ýtt reyknum á undan sér sem kom upp inni í safninu. Rússland: Vill að Pútín sitji áfram Sergei Mironov, forseti neðri deildar Rússlandsþings, lagði fram tillögu að stjórnarskrár- breytingu á þingfundi í gær, en breytingin felur i sér að Vladimir Pútín Rússlandsforseti getur setið lengur í embætti. Mironov vill að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í fimm eða jafnvel sjö ár, og að forseti gæti setið lengur en tvö kjörtímabil. Álverið á Reyðarfirði: Starfsmanna- hátíð í dag Haldin verður starfsmanna- hátíð hjá Alcoa Fjarðaáli í dag. Tilefnið er að búið er að ráða á þriðja hundrað manns til starfa og á að sögn Ernu Indriðadótt- ur, upplýsingafulltrúa Alcoa, að bjóða starfsfólkið velkomið í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verða á meðal þeirra sem munu taka þátt í gleðinni. Alcoa Fjarðaál stefnir á að gangsetja álverið um páskana. straumsvik.is Kynntu þér röksemdir fyrir stærra og betra álveri og sjáðu myndband um stækkun álversins í Straumsvík. straumsvik.is ■'síí* tijtfeite. >I|||,|115E>TKA ai-veK Leigubílstjórar óánægðir með Nýju leigubílastöðina: Sagðir hagræða skráningum Óánægja ríkir meðal leigubíl- stjóra vegna þeirrar ákvörðunar Rík- iskaupa að taka tilboði Nýju leigu- bílastöðvarinnar (NL) í akstur fyrir ríkisstofnanir. Vilja þeir meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi hag- rætt útboðsgögnum til að uppfylla skilyrði til reksturs leigubílastöðva. NL hefur kært framkvæmd útboðs- ins og forsvarsmenn Hreyfils eru að íhuga slíkt hið sama, en Hreyfill fékk hluta útboðsins. Fyrir rúmum tveimur vikum sögðu 30 leigubílstjórar BSH og Aðalbíla upp störfum eftir að NL keypti Ný-ung sem þeir störfuðu hjá. Töldu þeir sig ekki geta unnið undir stjórn nýrra eigenda. 1 frétta- bréfi sem dreift er til leigubílstjóra er því haldið fram að NL reyni að lokka til sín leigubílstjóra frá öðrum stöðvum til að uppfylla skil- yrði um rekstur leigubílastöðva. Er því haldið fram að NL komi aldrei til með að geta staðið við aksturinn fyrir ríkisstofnanirnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni, sem hefur eftirlit með skráðum starfsleyfum og þjónustu þeirra, hefur NL yfir 10 starfsleyfum að ráða eða nákvæmlega þeim fjölda sem þarf til að uppfylla skilyrði. Af þeim eru fjögur leyfi einnig skráð á aðra leigubílastöð. Einar Ágústsson hjá NL segir að fyrirtækið sé með allt sitt á hreinu í þessum efnum. „Starfsleyfið byggir á þeim grunni sem kveðið er á um í reglugerðinni. Vegagerðin fylgist með þessu og þessi mál eru í full- komnu lagi og hafa alltaf verið.“ Einar segir að óánægja leigubíl- stjóranna sé að mörgu leyti byggð á ótta og misskilningi. „Menn eru loksins að koma með fjármagn og hugmyndir inn á markaðinn. Það hefur orðið stöðnun á markaðnum og tekjur leigubílstjóra hafa lækkað. Við höfum verið að skoða hvernig hægt er að stunda leigubílarekstur með nútímamarkaðsaðferðum. Það hefur ekki verið gert.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.