blaðið - 31.03.2007, Side 6

blaðið - 31.03.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðið VÖRUSKIPTAHALLI 40 prósentum minni en í fyrra INNLENT Halli á vöruskiptum við útlönd nam 11,2 milljörðum króna fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við 18,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar og febrúar var því 7,5 milljörðum krónum skárri en sömu mánuði í fyrra. VÆNDISKAUP Sjjötíu prósent vilja refsa Sjötíu prósent (slendinga segjast hlynnt þvi að kaup á vændi verði refsiverð, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent. Tæpur helmingur segist mjög hlynntur tæpur fjórðungur frekar hlynntur því. Tuttugu prósent eru frekar eða mjög andvíg því að kaup á vændi verði refsiverð. Tíu prósent taka ekki afstöðu. FARSÍMAÞJÓNUSTA Síminn fær tíöni fyrir þriðju kynslóð Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt Símanum heimild til notkunar á tíðnisviði til uppbyggingar og reksturs þriðju kynslóðar farsímanets. Síminn stefnir að því að vera kominn í rekstur á kerfinu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun hausts. Félag dúldagninga- og veggfóðrarameistara LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ! - Dúkalögn - Veggfóörun - Teppalögn dukur@simnet. is - www.dukur.is Síðasta námskeið vetrarins í fluguköstum hefst sunnudaginn l.apríl íT.B.R.húsinu Gnoðavogi 1 kl 20:00. Kennt verður 1., 15., 22. og 29. apríl. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr 8.500,- en kr 7.500.- tii félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR,SVFRogSVH ^ + BETRI LEIÐ TIL AÐ HÆTTA FÁÐU REYKLAUSA BÓK í NÆSTU VERSLUN Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkíshóimur - Grundarfjörður - Búðardaiur - ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður • Reyðarfjörður - Eskifjörður &LYFJA www.lyfja.is ’ - Lifið hcil Jón Karl Ólafsson Segir niður- stöðuna fáránlega og aðferðir Samkeppniseftiriits úreltar. Icelandair sektað um 190 milljónir Úreltar aðferðir Samkeppniseftirlits B Flugför undir kostnaöi H lcelandair áfrýjar 9 Raska samkeppni á þjóöfélagslega mikilvægum markaði Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurst@hi.is „Sá staðalkostnaður sem Samkeppn- iseftirlitið reiknar út er fáránlegur og maður þarf ekki að gera annað en að skoða fargjöld Ryan Air og Easy Jet á eitt og tvö pund til að sjá að þetta eru gjörsamlega úreltar að- ferðir sem þeir eru að ætlast til að við notum við okkar verðlagningu," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, um niðurstöðu Samkeppn- iseftirlits um að Icelandair ehf. hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota sér markaðsráðandi stöðu sína og bjóða flugfargjöld undir kostnaðarverði. Fyrir vikið er flugfélaginu gert að greiða 190 millj- ónir króna í stjórnvaldssekt til ríkis- sjóðs. Jón Karl segir að félagið muni áfrýja niðurstöðunni. Brotið átti sér stað á árinu 2004 þegar Icelandair bauð netfargjöld fyrir 16.900 krónur á milli Kefla- víkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. Er það mat Samkeppniseftir- lits að flugfélagið hafi notað hagnað vegna sölu á dýrari fargjöldum, svo sem viðskiptafargjöldum þar sem Icelandair nýtur einokunarstöðu, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Ákvörðun Samkeppniseftirlits má rekja til þess að eftir að Iceland Express hóf að fljúga til umræddra áfangastaða snemma árs 2003 brást Icelandair við með þvi að bjóða mun lægri fargjöld en áður höfðu verið í boði hjá fíugfélaginu, svokall- aða Vorsmelli, að upphæð 14.900 krónur. Iceland Express kvartaði við samkeppnisyfirvöld, þar sem flugfélagið taldi Icelandair bjóða Vorsmellina undir kostnaðarverði til að koma í veg fyrir að Iceland Ex- press næði fótfestu á markaðinum. Samkeppnisráð og síðar áfrýjun- arnefnd samkeppnismála komust að þeirri niðurstöðu að umrædd fargjöld hefðu falið í sér skaðlega undirverðlagningu sem hefði verið misnotkun Icelandair á markaðs- ráðandi stöðu og þar með brot gegn samkeppnislögum. í upphafi árs 2004 bauð Icelandair svo ný netfar- gjöld, svokallaða Netsmelli, á 2.000 krónum meira en Vorsmellina. Aftur kvartaði Iceland Express og komst Samkeppniseftirlit eins og áður segir að þeirri niðurstöðu að nýja verðið hafi einnig verið undir kostnaðarverði. Telur Samkeppn- iseftirlit brotið mjög alvarlegt þar sem Icelandair reyndi að raska samkeppni á markaði sem er þjóð- hagslega mjög mikilvægur fyrir íslendinga. Áreitni í garð lögreglukvenna Ekki af kynferðislegum toga Embætti ríkislögreglustjóra vísar því alfarið á bug sem fram hefur komið I fréttum Blaðsins að undanförnu að ekki sé tekið hart á agamálum innan lögreglunnar. Könnun sú sem fjallað hefur verið um sé meingölluð að því leyti að afar lítil þátttaka var í henni og ekki hafi verið spurt beint um kynferðislega áreitni eins og fram hefur komið. Könnunin sem gerð var að frum- kvæði Samtaka lögreglukvenna á Norðurlöndum 2004 var úrtaks- könnun og innan við 20 lögreglu- þjónar tóku þátt. Orðalag spurning- arinnar var hvort lögreglukonur teldu sig vera í verri aðstöðu en lögreglumenn er kæmi að líkum á að verða fyrir áreitni af hálfu yfir- manna eða samstarfsfélaga. Helm- ingur kvennanna svaraði því til að líkur á að kvenlögreglumenn yrðu fyrir slíku væru miklar. Áber- andi meirihluti þeirra svaraði því einnig til að möguleikum kvenna til frama innan lögreglu væri mjög ábótavant. Að sögn Páls Winkel hjá ríkislög- reglustjóra hefur með markvissum hætti verið unnið að því að bæta starfsumhverfi lögreglumanna en önnur íslensk könnun sem gerð var 2004 sýndi að meirihluti lög- reglumanna hafði orðið fyrir áreiti í starfi. Þó var ekki spurt þar sér- staklega um kynferðislega áreitni af hálfu vinnufélaga. Segir Páll að embættið hafi síðast- liðin ár unnið víðtækar rannsóknir á starfsumhverfi, rannsakað heiðar- leika og siðferði innan lögreglu og fylgst vel með starfsmannamálum. Engu að síður eru tíu ár síðan könnun á starfsumhverfi kvenlög- regluþjóna var gerð sérstaklega, þrátt fyrir ítrekuð áköll eftir slíkri úttekt.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.