blaðið

Ulloq

blaðið - 31.03.2007, Qupperneq 10

blaðið - 31.03.2007, Qupperneq 10
blaðið 10 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 N0REGUR“| Vilja Vetrarólympíuleika í Tromsö UTAN ÚR HEIMI Norska íþróttasambandið hefur tilkynnt að það vilji að Vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Tromsö árið 2018. Ósló og Þrándheimur höfðu einnig sóst eftir útnefningu. Ákvörðun Alþjóðaólymþíusambandins um hvar leikarnir verða haldnir verður tekin eftir fjögur ár. Maóistar í ríkisstjórn Maóistar munu skipa fimm ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn Nepals. Þetta var ákveðið eftir fund leiðtoga stærstu stjórnmálaflokkanna og maóista í gær. Ný bráðabirgðastjórn starfar fram að kosningum sem fara fram síðar í ár. íslamistar líflátnir Sex íslamskir uppreisnarmenn voru hengdir í Bangladess eftir að hafa verið fundnir sekir um að myrða tvo dómara í sprengjuárásum 2005. Hryðjuverkahópurinn beindi árásum sínum að dómurum sem ekki fylgdu sjaríalögum. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta ferðir Þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 m Iönaðarráðuneytið: Olíuleit á Drekasvæðinu Iðnaðarráðuneytið hefur lagt til að gefin verði út sérleyfi til leitar, vinnslu og rannsókna á olíu og gasi á norðanverðu Dreka- svaeðinu við Jan Mayen-hrygginn eða á vænlegustu svæðum innan þess. Hefur ráðuneytið lagt fram til umsagnar skýrslu með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfanna ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar. I tillögunni kemur fram að finn- ist olía og gas í vinnanlegu magni á Jan Mayen-hryggnum gæti slíkt haft kröftug efnahagsleg áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Gæti landsframleiðsla hækkað umtals- vert þegar framkvæmdir og fram- leiðsla standa sem hæst í olíugeir- anum. Er reiknað með að tekjur ríkissjóðs hækki verulega. Fram kemur að ef ákveðið verði að hefja leyfisveitingarferli í samræmi við framangreindar tillögur taki við frekari undir- búningsvinna. Er gert ráð fyrir því að framundan sé að minnsta kosti eins til tveggja ára vinna áður en hægt verði að úthluta sérleyfunum. Flott hugmynd að fermmgargjö f High Peak Redwood Fermingartilboð svefnpoki — Þægilegur að -3C° y Mesta kuldaþol -20C° Verö áður , gg0 k. UTILIF SMÁRALIND SÍMI 545 1550 o GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 o KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Varalið dómsmálaráðherra: Tindátaleikur fullorðinna ■ Ekki heimild fyrir hernaðarlegum aðgerðum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net ,Björn Bjarnason hefur lengi haft þann draum að koma upp her á ís- landi. Nú hefur hann lagt fram til- lögur að 240 manna varalögreglu, sem miðað við lýsinguna er ekkert annað en vísir að íslenskum her,“ segir Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, á heima- síðu sinni um nýtt frumvarp dóms- og kirkjumálaráðherra. Össur segir hugmyndina fráleita, og að engan rökstuðning megi finna fyrir því sem hann kallar „ástríðu dóms- málaráðherra fyrir tindátaleik fyrir fullorðna". í frumvarpinu er lagt til að ákvæði eldri lögreglulaga um vara- lið lögreglu verði lögfest á ný. Vara- liðsmenn eiga að koma úr röðum björgunarsveitarmanna.slökkviliðs- manna, öryggisvarða, friðargæslu- liða og fyrrverandi lögreglumanna. Verkefni þeirra verður meðal ann- ars að „aðstoða lögreglu við að halda í skefjum ofbeldisfullum mótmælum, gæta öryggis við stærri alþjóðlega fundi eða opinberar heimsóknir og koma að viðbúnaði vegna almannavarnaástands," eins og segir í frumvarpinu. Slíkt ákvæði var í gildi frá árinu 1940 til ársins 1996. Sagðist Björn Bjarnason í erindi sem hann flutti á fundi Samtaka um vestræna samm- vinnu og Varðbergs ekki vita hver rökin fyrir að fella ákvæðið úr gildi væru. I erindinu sagði hann einnig að íslenskum stjórnvöldum væri alls ekki um megn að taka á sig öryggisskyldur sjálfstæðs ríkis og bregðast við ógnum með skjótum og skilvirkum hætti til að tryggja og verja öryggi borgara sinna. Samkvæmt frumvarpinu verður uppbygging og þjálfun hins 240 manna varaliðs á ábyrgð rikislög- reglustjóra. Reiknað er með að fastur árlegur rekstrarkostnaður verði um 222 milljónir króna á ári, þar af fara 440 þúsund krónur til hvers varaliðsmanns. Við það bætist breytilegur launakostnaður vegna útkalla. Stofnkostnaður verður sam- kvæmt frumvarpinu 244 milljónir króna. I pistli á heimasíðu sinni á fimmtudaginn undrast Björn að fréttamenn RÚV skuli hafa talið að umrætt varalið yrði herlið. Islensk stjórnvöld hafi ekki heimild til að sinna hernaðarlegum verkefnum. I frumvarpinu er þó ýmislegt sem virðist skírskota til einhvers konar herliðs, og í umsögn um frum- varpið segir m.a.: „Frumvarpið er lagt fram í ljósi breyttra aðstæðna eftir brotthvarf varnarliðsins.“ Netreikningur SPK “S 14,60% Tryggðu sparifé þínu topp ávöxtun Sæktu um á www.spk.is M.v. vaxtatöflu SPK 21. 03. 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.