blaðið - 31.03.2007, Side 18
18
LAUGARDAGUR 31. MARS 2007
blaðiö
0 '
C-IOOO
Extra íterkt,
náttúrulegt C-vftamín
meö rósáberjum, rOrtinl
og bíóflavóniöum
60 töflur
Sólargeislinn í skammdeginu
vÖ®?
Hheilsa
-haföu þaö gott
Qabor
rj ryyr<\
&
v\
v
4*
2
Z
o
z
:0
Q.
Mikið úrval af GABOR skóm
ó ótrúlegu verSi.
Einstakl tækifæri!
SPÖNGINNI S: 587 0740
Tvísýnar kosningar í dag um stækkun álversins:
Afstaða Hafnfirðinga
sveiflast til og frá
■ Fylkingar á kaffihúsum ■ Fasteignaverð lækkar ■ Stækkun skaffar atvinnu
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Já-menn hafa setið hérna megin og
nei-menn hinum megin.“ Þetta sögðu
nokkrir fastagestir kaffihúss í Hafnar-
firðinum í gær þegar þeir lýstu stemn-
ingunni í bænum fyrir kosningarnar
um stækkun álversins í Straumsvík í
dag. Umræðurnar hafa orðið heitari
eftir því sem nær hefur dregið kosn-
ingunum, ekki bara á kaffihúsunum
heldur einnig á vinnustöðum og heim-
ilum. Sumir hafa skipt um skoðun
nokkrum sinnum.
„Fólk sveiflast til og frá og er þá
auðvitað að hugsa um atvinnuna,“
segir Hulda Tryggvadóttir sem
sjálf er andvíg stækkun álversins.
Eiginmaður hennar er hins vegar
fylgjandi stækkuninni, að því er
Hulda greindi frá í gær. „Hann er
það núna, en hann breytir vonandi
aftur um skoðun."
Hulda kveðst ekki vilja láta
skemma umhverfið meira en gert
hefur verið, eins og hún orðar það.
Auk þess óttast hún að verð á fast-
eignum í grennd við álverið muni
lækka verði stækkun samþykkt.
„Þær verða ekki eftirsóknarverðar,"
leggur hún áherslu á. Hún lýsir yfir
ánægju sinni með að fá að kjósa
um stækkunina og telur jafnvel að
íbúar Reykjaness hefðu líka átt að fá
að segja álit sitt á málinu. Kosninga-
baráttan hefur hins vegar einkennst
af of miklum áróðri að mati Huldu.
„Þrýstingurinn hefur verið mikill,
börnum hafa verið gefnar gjafir og
bæklingar sendir heim. Þetta hefur
verið alltof mikill áróður.“
Haukur Helgason segir ekki hægt
að skammast yfir því þótt álverk-
smiðjan hafi verið að kynna mál sitt.
„En það hefði í sjálfu sér mátt veita
meira fé til hins aðilans til að kynna
sína afstöðu.“ Haukur, sem vill ekki
gefa upp hvort hann greiðir með eða
móti tillögunni að deiliskipulaginu
sem gerir ráð fyrir stækkun álvers-
ins í Straumsvík, tekur það fram að
hann sé afar ánægður með að hafa
rétt til að segja hug sinn. Aðspurður
hvort fleiri en Hafnfirðingar hefðu
átt að fá að kjósa segir hann að íbú-
arnir við Þjórsá eigi að fá að kjósa um
hvort raforkuver verður reist þar.
Torfhildur Steingrímsdóttir er fylgj-
andi stækkun álversins. „Það skaffar
atvinnu. Ég er nú það gömul í hett-
unni að ég man eftir atvinnuleysi hér
í bænum. Þegar ég var ung var bara
vinna hér í hafnargarði og grjóti fyrir
verkamenn og svo náttúrlega sjórinn.“
Hún hefur ekki áhyggjur af meiri
mengun verði stækkun álversins
samþykkt. „Ég held að það séu það
góð hreinsitæki þarna. Það getur
svo sem vel verið að þetta hafi ein-
hverjar slæmar afleiðingar en at-
vinnan skiptir miklu máli.“
Jón Snorri Bergþórsson er einnig
fylgjandi stækkun álversins. „Ég
hef haft hag af þessu. Ég sel vörur
í þessum geira,“ segir Jón sem
kveðst hvorki hafa áhyggjur af
of mikilli mengun né of miklum
virkj anaframkvæmdum.
Davíð Unnsteinsson var í gær
ekki búinn að taka ákvörðun um
hvernig atkvæði hans myndi falla.
Hann viðurkenhir að hafa sveiflast
svolítið til og frá. „Það er mikið í
húfi. Það eru mengunarmálin og
svo finnst mér spurningum um
virkjanamál ekki svarað nægilega
vel. Það er enn margt óljóst.“
Anægður að fá að kjósa
Haukur Hetgason
Sveiflast til og frá Davíð
Unnsteinsson
Skemmir umhverfið Hulda
Tryggvadóttir
Hef hs
Snorri
ssu Jón
Stækkunin skaffar atvinnu
Torfhildur Steingrímsdóttir
■
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskaö er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Ltkflutningar
Grunnskólanemar mótmæla stækkun álvers Nemendur ígrunnskólum Hafnarfjarðar komu saman á Thorsplani
í gær til að mótmæla fyrirhugaðri stækkun álvers Alcan í Straumsvfk. Þeir hafa ekki aldur til að taka þátt í kosningu
bæjarins á laugardaginn og ákváðu í staðinn að koma sínum skoðunum á framfæri með þessum hætti.