blaðið - 31.03.2007, Side 43

blaðið - 31.03.2007, Side 43
blaðið LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 43 Runólfur Ágústsson hefur undanfarna mánuði unnið að stofnun háskóla á Suðurnesjum, nánar tiltekið á svæði gamla Kefla- víkurflugvallarins. Runólfur hefur unnið að þessu verkefni allt frá því hann lét af störfum rektors við Háskólann á Bifröst árið 2006 en því embætti gegndi hann í átta ár og í hans rektorstíð urðu miklar breytingar á skólanum. Runólfur sagði af sér embætti eftir að miklar deilur hófust um skólann og stjórn- unarstíl hans. „Ég var ekki búinn að vera at- vinnulaus nema í nokkra klukku- tíma þegar Suðurnesjamenn hringdu í mig. Þeir höfðu fengið hugmynd um að nýta byggingar á vellinum til að skapa þar háskóla- samfélag. Mér fannst hugmyndin frekar súrrealísk en féllst á að skoða hana og er búinn að vera að vinna að þessu verkefni síðan. Það hefur gengið ævintýralega vel. Sumar hugmyndir sem maður kemur að versna eftir því sem maður kafar dýpra í þær en þessi hefur tekið flugið. Þetta mál er drifið áfram af Reykjanesbæ en Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur unnið ötullega að þessu máli með mér síðustu mán- uði,“ segir Runólfur. Skortur á alþjóðleika Er þörfá að bœta við háskóla á Islandi og hvað á sá skóli að gera? „Fyrsti hlutinn af minni vinnu var að skoða hvort einhvers staðar væri svið sem íslenskir háskólar hafa ekki verið að sinna. Þar blasir við að íslenska háskóla skortir aukinn alþjóðleika og hafa einnig sinnt alls kyns starfstengdu námi mjög illa. Við ætlum að bæta úr því og erum til dæmis að vinna að stofnun flugaka- demíu þar sem hugmyndin er að allt nám sem snertir flug á Islandi verði undir einum hatti. Það má segja að við skilgreinum skólann í þrjá meginþætti. Það er í fyrsta lagi orku-, umhverfis- og auðlindaþátturinn sem felst í raun- vísinda-, verk- og tækninámi, í öðru lagi flug-, samgöngu- og þjónustu- þátturinn sem snýr meðal annars að viðskiptatengdu námi og í þriðja lagi öryggismála-, alþjóða- og stjórn- málaþátturinn sem snýr að félags- vísindunum. Við fáum til liðs við okkur leiðandi islensk fyrirtæki sem verða lykilhluthafar í skólanum og munu vera með beina faglega inn- komu í uppbyggingu náms við skól- ann. Einnig er samstarfið við okkar stærsta og öflugasta háskóla, Háskóla íslands, lykilatriði, en hann mun von- andi verða hin akademíska kjölfesta skólastarfsins. Við ætlum líka að stofna frum- greinadeild sem er nám fyrir 24 ára og eldri og er eins eða tveggja ára aðfaranám að háskólanámi. Frum- greinadeildin mun gagnast Suður- nesjabúum með beinum hætti og * LIÐ-AKTÍN GXTRA Glucosaminc & Chondroitin Heldur liöunum liðugum! -hafðu þaö gott „Ég var fínn rektor. Mérfinnst bara miklu meira spenn- andi að vinna við uppbyggingu fremur en að sinna akademískri stjórnsýslu þar sem þarfað ríkja ró ogfesta flestum stundum. Ég er að sumu leuti ofmikil óhemja í slíkt starf." skapa fjölda fólks þar tækifæri til háskólanáms. Slík deild hefur verið rekin bæði í HR og á Bifröst. Þar var reynsla okkar sú að þetta fólk var yfir- leitt að meðaltali betri nemendur og þroskaðri heldur en krakkarnir sem koma beint úr framhaldsskóla. Það verður okkar fyrsta verkefni að koma þessari deild á strax í haust og fara svo af stað með háskólastarfsemina árið 2008“ Aldrei aftur rektor Verður þú rektor þessa nýja háskóla? „Ég vann sem lögfræðingur í sjö ár, svo datt ég inn á Bifröst eins og fyrir tilviljun. Lífið gerist reyndar trúi ég mestan part fyrir tilviljun. Mér finnst gaman að vinna í þessum geira og samspilið milli háskóla og samfélags, atvinnulífs og umhverfis finnst mér mjög spennandi. Ég ætla hins vegar aldrei að verða rektor aftur.“ Afhverju ekki? „Maður á aldrei að endurtaka sig.“ Varstu ekki góður rektor? „Ég var fínn rektor. Mér finnst bara miklu meira spennandi að vinna við uppbyggingu fremur en að sinna aka- demískri stjórnsýslu þar sem þarf að ríkja ró og festa flestum stundum. Ég er að sumu leyti of mikil óhemja í slíkt starf.“ Þú hrökklast úr rektorsembœtti á Bifröst vegnagagnrýni einhverra innanbúðarmanna. Var það ekki erfitt? „Ég vil ekki segja að ég hafi hrökkl- ast þaðan. Þetta var mitt val. Ég var búinn að fá nóg og vildi gera eitthvað annað. Ég er afskaplega lítið fyrir það að velta mér upp úr fortíðinni en það voru mikil átök á Bifröst um stjórnun og stefnu skólans og það var alveg nýtt fyrir mér að þurfa að standa í varnarbaráttu. Það þurfti ég að gera í hálft ár. Ég sá fram á að ég myndi lok- ast inni í vörninni út minn ráðningar- tíma. Það hefði hvorki verið gott fyrir skólann né mig.“ Einkalíf ereinkamál Hvað var það sem menn voru ekki sáttir við? „Það þjónar litlum tilgangi að velta því fyrir sér af hverju einhverjir meðal starfsmanna vildu ekki áfram- haldandi vöxt skólans heldur vildu bíða rólegir og ná festu, sem er ekkert óeðlilegt sjónarmið. Háskólar eru lít- ill heimur út af fyrir sig og þar eiga menn á hættu að loka sig af og skilja ekki þá þróun sem á sér stað í sam- félaginu. Einhverjir vildu til dæmis ekki að skólinn breyttist úr viðskipta- háskóla í háskóla eins og hann gerði. Það sem fyllti mælinn hjá mér var Láttu drauminn rœtast frábœr fermingartilboö á rúmum & svefnsófum Karolin tungusvefnsófi Karolin 3ja sæta svefnsófi Suprima 90x200cm v/33.280,- áður 4 i .000,- 1 20x200cm v/ 42.400 - áður 53.000. 1 40x200cm V/ 49.360 - áður b i .700. &0 •f«* >3 o Opið virka daga 10 til 18 laugadaga 11 til 16 HUSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEG KOP S : 5 8 7 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.