blaðið - 31.03.2007, Page 46

blaðið - 31.03.2007, Page 46
46 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 blaðiA Einar Bárðarson hefur í nógu að snúast þessa dagana Það má með sanni segja að Einar Bárðarson sé umboðs- maður íslands enda vinnur hann hörðum höndum þessa dagana að því að koma Garðari Thór Cortes og Nylon áframfæri í Bretlandi. Það er því nóg að gera og hann viðurkennir þaðfúslega að þetta gæti hann varla nema af því að hann hefur sterka konu sér við hlið. Einar gafsér þó tíma til að ræða við Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmunds- dóttur á leið sinni áflugvöllinn þar sem hann sagði henni meðal annarsfrá nýafstaðinni afmælisveislu sinni. Eg varð 35 ára um dag- inn og ákvað að fagna tímamótunum með stæl. Þetta er nú ekki stóraf- mæli en fyrst hægt var að boða til veislu þá ákvað ég að gera það. Ég óttast ekki að eldast en ég sé enga ástæðu til að nýta ekki tímann á meðan ég eldist til að gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst aldur vera mjög afstætt hug- tak og ég hef gaman af því að takast á við það, eins og hvað annað sem ég tekst á við í lífinu. Ég er samt orðinn meira upptekinn af því að reyna að fara vel með mig svo vélin standist álagið til langs tíma. Sennilega fer ég ekki nógu vel með mig, allavega ekki miðað við álagið síðustu daga. Það tekur svolítið á að vera alltaf að þvælast á milli landa en ég þarf að vera á íslandi á föstudögum í X-Fak- tor og vera kominn til Bretlands á mánudagsmorgnum." Stór auglýsingaherferð Einar vinnur að miklum hluta til í Bretlandi en hann á og rekur plötu- útgáfuna Believer Music ásamt FL Group. „Útgáfan hefur gefið út smá- skífur með Nylon og framundan er stór plata með Garðari Thór Cortes sem kemur í verslanir í London 16. apríl. Garðar hefur fengið gríðar- lega góðar viðtökur þar sem hann hefur náð að drepa niður fæti en þetta er vitanlega stórt land, margir fjölmiðlar og mikill hávaði á mark- aðnum. Þegar plata kemur út á íslandi þá verða allir varir við það því viðkomandi listamaður er í við- tali á FM, Bylgjunni og Rás 2 ásamt því að birtast í Kastljósi og Islandi í dag. Hérna eru miðlarnir miklu fleiri og töluvert erfiðara að kom- ast að hverjum og einum. Þetta er mikil vinna og mikið happdrætti,“ segir Einar sem segist vona að platan gangi vel. „Það er náttúrlega hátt reitt til höggs og það er búið að leggja gríðarlega mikið í þetta, bæði vinnu og fjármagn. Við erum að fara í einhverja stærstu auglýsinga- herferð sem hefur verið farið í fyrir íslenskan listamann. Við verðum með íoo fermetra auglýsingaskilti sem mun hanga yfir Oxford Street og um 30 milljónir fara í sjónvarps- auglýsingar fyrstu vikuna. Við gerum eins og stóru plötufyrirtækin myndu gera, í þeirri von að uppskera þótt það sé alls ekki víst.“ Andvígur hvalveiðum Aðspurður hvort sú staðreynd að Garðar og Nylon séu íslensk veki einhverja athygli segist Einar ekki vera viss um það. „Það væri voða gaman að segja það en ég hef ekki orðið var við að það taki neinn heljar- stökk yfir því að þau séu frá íslandi. Það hjálpaði sannarlega ekki í haust þegar hvalveiðarnar byrjuðu og þá vildi ég helst stinga þjóðerninu ofan í tösku. Það verður að segjast eins og er að við fundum mjög fyrir því í útgáfu seinni smáskífunnar hjá Nylon. B-hliðin hafði farið í fyrsta sæti á breska danslistanum en náði miklu minni árangri í sölu. Þetta var ótrúlega óheppileg tímasetning því platan kom í búðir daginn eftir að Bretar sýndu frá því þegar við slátruðum fyrsta hvalnum í Hval- firði. Það var svona „anti“ íslensk dagskrá í fréttunum allan þann sunnudag. Hvort sem það hafði lykiláhrif á allt saman eða ekki, þá hjálpaði það sannarlega ekki til,“ segir Einar sem er andvígur hval- veiðum. „Mér finnst hvalveiðar ís- lendinga vera algjör vitleysa. Það er engin þörf á þessu enda liggur kjötið ennþá óselt einhvers staðar upp í fjöru og rotnar þar. Þetta er ekkert annað en eyðilegging á því góða orð- spori sem lslendingar í viðskiptum hafa skapað auk þess sem þetta fer illa með ímynd landsins. Ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að þjóð eins og ísland eigi ekki að láta kúga sig til einhverrar ákvarðanatöku sem þeir eru ekki ánægðir með en það er hálfgerður kjánaskapur að taka ákvörðun sem heilu þjóðirnar, eins og til dæmis Bretland, setja sig á móti.“ Erduglegur Ástæðan fyrir því að Einar fór út í þennan bransa segir hann að sé áhugi fyrir tónlist auk þess sem hann hafi ekki fundið sig sem flytj- anda og hafi ekki gaman af því að vera uppi á sviði. „Mig langaði að starfa í tónlist og þetta var einhver farvegur sem ég fann. Ég lærði mark- aðsfræði í Ameríku og ætlaði alltaf að fá mér alvöru vinnu en það varð ekkert af því. En markaðsfræðin nýtist mér vitanlega í þessu starfi. Ég stofnaði Concert árið 2000, rak það einn i sex ár en seldi hluta af því til Senu í haust. Það má því segja að árið 2000 hafi ég tekið ákvörðun um Prófaðu uppáhaldslitinn þinn ókeypis! Sannreyndu frábæra stemmingu málaranna Atla og Gísla heima hjá þér. Veldu þér ókeypis prufudós með uppáhaldslitnum þínum. Þú getur valið um 900 litbrigði Fltigger gefur lífinu lit! Sæktu þér góð ráð og leiðbeiningar i næstu FILigger verslun og á www.flugger.is Flligger litir Reykjavík Stórhöfði 44 • Snorrabraut 56 ■ Skeifunni 4 Kópavogur Bæjarlind 6 Hafnarfjörður Dalshraun 13 Keflavík Hafnargata 90 Akureyri Austursíða 2 Borgarnes Egilsholt 1

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.