blaðið - 28.04.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaðið
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Með fíkniefni í vinnunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 120
grömm af marijúana í fyrirtæki í borginni á fimmfu-
dag. Þá fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni í neyslu-
skömmtum. Fertugur karlmaður var handtekinn
vegna málsins sem telst að mestu upplýst.
árAs á leigubílstjóra
Alvarlega slasaður eftir árás unglinga
Tveir 16 ára farþegar lömdu leigubilstjóra með barefli í
fyrrinótt með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega
höfuðáverka. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.
Lögreglan yfirheyrði annan drengjanna í gær, en hann var
handtekinn eftir að til hans sást við tilraun til að stela bíl.
SkODANAkÖNNUN
75 prósent vilja reyklausa staði
75 prósent landsmanna eru frekar eða mjög hlynnt
því að veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir.
Þetta er niðurstaða könnunar Capacent Gallup
fyrir Lýðheilsustöð. Þann 1. júlí verða reykingar
bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum.
Moskva:
Rostropovich
fallinn frá
Sellóleikarinn og hljómsveitar-
stjórinn, Mstislav Rostropovich,
lést á sjúkrahúsi í Moskvu áttræð-
ur að aldri, að því er talsmaður
hans, Natalia Dollezhal, tilkynnti
í gær. Rostropovich var lagður
inn á sjúkrahús í febrúar vegna
krabbameins í lifúr. Rostropov-
ich sást síðast opinberlega í
mars þegar efnt var til hátíðar
í tilefni áttræðisafmælis hans.
Sellóleikarinn heimsffægi
barðist fyrir mannréttindum og
hýsti rithöfúndinn Aleksander
Solzhenitsyn þegar hann sætti
ofsóknum sovéskra yfirvalda
á síðari hluta sjöunda áratug-
ar síðustu aldar. Sjálfúr lenti
Rostropovich í vandræðum
um 1970 þegar hann sendi opið
mótmælabréf til dagblaðsins
Prövdu sem birti ekki bréf hans.
Það gerðu hins vegar vestrænir
fjölmiðlar. Honum var síðar
vísað úr landi en átti afturkvæmt
eftir hrun Sovétríkjanna.
Þing Rafiðnaðarsambandsins ræðir ESB-aðild og kjarasamninga:
Vill semja til tveggja ára
■ Búast við harðri kjarabaráttu ■ Heimilin aldrei jafn skuldsett ■ Bæta þarf menntun
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
„ Aldrei hafa heimilin verið eins skuld-
sett og aldrei hefur verið erfiðara
fyrir ungt fólk að eignast húsnæði.
40 prósent íslenskra launamanna
hafa ekki lokið skilgreindu námi,
við erum 10 árum á eftir Dönum
hvað varðar menntun í atvinnulíf-
inu og íslenskur vinnumarkaður er
ekki nægilega sveigjanlegur,“ sagði
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambands íslands, í setn-
ingarræðu 16. þings sambandsins
sem hófst í gær.
Guðmundur gerði grín að afstöðu
stjórnvalda til stjórnunarhátta
þeirra fyrirtækja sem halda uppi stór-
iðjustefnunni og líkti stjórnvöldum
við Altúngu úr Birtíngi Voltaires,
sem sagði að „allt væri í besta lagi
þar sem það gæti ekki verið öðru-
vísi“. Sagði hann að með afskipta-
leysi stjórnvalda af launastefnu og
starfsmannamálum erlendra stór-
fyrirtækja á íslandi, væru stjórnvöld
að „gera aðför að kjörum hinna verst
settu á íslandi“.
Þá gagnrýndi hann almannatrygg-
ingakerfið sem hann sagði vera
þannig skipulagt að margir skrái sig
á örorkubætur án hvata til að leita
út á vinnumarkað aftur. Á þinginu
verða félagsmenn búnir undir kjar-
abaráttu sem er að hefjast, en gera
má ráð fyrir að hún verði mjög hörð.
Guðmundur segir rétt að sty tta samn-
ingstímann sem samið er um hverju
sinni og honum finnst eðlilegt að
samið sé til tveggja ára í senn líkt og
á annars staðar á Norðurlöndum.
Að lokum gagnrýndi hann mis-
skiptingu auðs og efnahagsstjórn
stjómvalda.
„Við erum ríkasta þjóð í heimi en
Orkufrekur
iðnaður leiðir
til lækkaðs
raforkuverðs
Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar.
aðbúnaður aldraðra er fýrir neðan
meðallag í OECD-ríkjunum.... Efna-
hagsstjórn stjórnvalda, eða réttara
sagt afskiptaleysi stjórnvalda, hefur
leitt til þess að okkur hefur ekki tek-
ist að skapa svipaðan stöðugleika
verðlags hér og í samkeppnislöndum
okkar.“
Athygli vekur að meðal verkefna
Rafiðnaðarsambandsins sem Guð-
mundur taldi upp var umræða um
aðild að Evrópusambandinu. „Talið
er að kostnaður við ESB-aðild Is-
Aðbúnaður
aldraðra er fyrír
Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnað-
arsambands Islands.
lands sé um 5 milljarðar króna. Sá
fórnarkostnaður er ekki mikill í sam-
anburði við þann kostnað af vaxta-
mun sem heimilin þurfa að greiða,“
sagði Guðmundur.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, hélt einnig ávarp
á þinginu. Ræddi Friðrik aðallega
um stóriðjustefnu, orkumál og raf-
orkuverð. Sagði hann ljóst að Islend-
ingar hefðu lykilhlutverki að gegna
varðandi nýsköpun í orkumálum í
heiminum, bæði hvað varðar djúp-
^ Þing RafiðnaðarsambandsinsÁ
þinginu er meðal annars komandi
kiarabarátta undirbúin. Bhliö/Eyþir\
y ~ -------------
borunarverkefni og eins þekkingu á
orkumálum almennt.
Þá sagði Friðrik ekki rétt að stöðva
stóriðjuframkvæmdir, heldur bæri
að nýta orkuna á sem skynsamleg
astan hátt. Og hann telur sjónarmið
náttúruverndarsinna alls ekki hafa
gleymst. „Verndarsjónarmið hafa
verið það mikið í fyrirrúmi hér á
landi að líklega eru fslendingar að
vernda hæsta hlutfall af landi í heim
unum, ásamt Nýsjálendingum."
Friðrik segir Ijóst að orkufrekur
iðnaður styrki fjárhagslega stöðu
raforkufyrirtækja, sem leiðir til
lækkaðs verðs til almennings og
áreiðanlegri raforku. Þá segir hann
stóriðju stuðla 'að þróun þekkingar
og hátækni á íslandi og að líklega
verði raforkufyrirtæki á samkeppn
issviði einkavædd í framtíðinni.
Starfsmenn Framkvæmdasviðs Reykjavlkurborgar fara um
borgina dagana 28. apríl til 5. maí og sækja garðaúrgang.
Settu greinar í knippi, annan garðaúrgang í poka og komdu
þessu fyrir á áberandi stað við lóðarmörk.
Ekki verða fjarlægð stór tré og trjástofnar. Eingöngu verður
fjarlægður garðaúrgangur, en ekki laus jarðvegur. íbúar sem
þurfa að losa sig við annað rusl eða muni er bent á Sorpu.
Nánari upplýsingar hjá símaveri í sima 411 1111
Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/fs
Hrefna Dröfn veiddi 7,5 |
metra langt kvendýr í gær- *
morgun. Mynd/JennýJensdóttir w
Fyrsta hrefnan veidd:
Urvalskjöt
Dröfn veiddi í gærmorgun fyrstu
hrefnu ársins. Um er að ræða vís-
indaveiðar Hafrannsóknastofnunar,
en Félag hrefnuveiðimanna sér um
veiðarnar. Gunnar Bergmann er for-
maður félagsins. „Þetta var 7,5 metra
langt og mjög fallegt kvendýr. Það er
í verslanir
fullt af hval þarna, bæði hnúfubakur
og hrefna. Stefnan er að veiða fram á
mánudag, en þá verður að gera hlé á
veiðum. Vonandi verður þá búið að
veiða tvö til þrjú dýr í viðbót,“ segir
Gunnar.
Gerðar verða rannsóknir á dýrinu
eftir helgi
um borð, svo verður það skorið niður
og sett í ískör og landað eftir helgi.
Gunnar segir að kvendýrin þyki
bragðbetri og að um mjög góða stærð
sé að ræða hvað gæði kjötsins varðar.
„Það verður komið úrvalskjöt i versl-
anir á fimmtudaginn.“