blaðið - 28.04.2007, Page 21

blaðið - 28.04.2007, Page 21
blaðiö LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 21 Allir með stefnu í innflytjendamálum Almennt séð hefur mér fundist kosninga- baráttan í ár hafa verið tölvert rólegri en ég átti von á. Ef ég ber hana saman við baráttu fyrri ára finnst mér eins og hún sé ekki eins vel til þess fallin að ná til fólksins í landinu og ég hef það á tilfinningunni að kosningaþátt- takan verði dræmari en árið 2003. Ef til vill á baráttan þó eftir að harðna svona á síðustu dögunum. Þegar umræðan um innflytjendamál komst í hámæli í vetur óttaðist ég að hún ætti ef til vill eftir að vera á neikvæðari nótum í kosningabaráttunni en raun ber vitni. Þetta var eins og einhver bóla sem sprakk og síðan þá hefur umræðan verið hófstilltari og yfir- vegaðri, sem mér finnst góð þróun. Mér sýnist að það sé komin ákveðin þverpólitísk samstaða um að gera eitthvað uppbyggilegt og jákvætt í málefnum innflytjenda og ég vona að sú samstaða haldist. Ef skoðaður er samanburður á milli þess- ara kosninga og kosninganna fyrir fjórum árum sést glöggt að flokkarnir hafa allir gjör- breyst og þeir eru allir komnir með stefnu í innflytjendamálum. Allir virðast þeir vera sammála því að það þurfi að vera meiri þjón- usta við innflytjendur og setja þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. Ég er bjartsýnn á að það eigi eftir að verða raunin í vor, hvert svo sem stjórnarmynstrið verður. Vantar umræðu um jafnréttismál Mér finnast fjölmiðlarnir standa sig vel í að halda uppi umræðu í aðdraganda kosn- inganna og það sýnir okkur hvað pólitísk um- ræða er að færast stöðugt yfir í fjölmiðlana, sérstaklega útvarp og sjónvarp. Eins finnst mér jákvætt að sjá hvernig hinir ýmsu samfélagshópar hafa staðið fyrir fundum sjálfir til að ræða ákveðin mál, til dæmis öryrkjar, stúdentar, kvennasamtök og svo framvegis. Ég held að slíkt létti álagi af stjórnmálaflokkunum því að það er heil- mikið átak fyrir stjórnmálamenn og mikið áreiti að vera alltaf að fara á vinnustaði. og fleira slíkt. Annars hefur umræðan mikið snúist um það að stjórnarflokkarnir segja að hér sé allt í himnalagi en stjórnarandstöðuflokkarnir segja á móti að hér sé margt sem þurfi að laga. Sjálfri finnst mér kominn tími á að skipta um ríkisstjórn, það er ekki síst lýðræðisins vegna brýnt að skipt sé um ríkisstjórn öðru hverju til að hleypa að nýjum áherslum. Mér hefur þótt athyglisvert í þessari kosn- ingabaráttu að það er alltaf reynt að blása umræðu um stóriðjustefnuna út af borð- inu og jafnréttismálin fá alls ekki nægilegt rými. Allir flokkar reyna auðvitað að höfða til kvenna en samt hefur lítil umræða verið um nýtt jafnréttislagafrumvarp, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og aðgerðir til að tryggja hlut kvenna í stjórnmálum svo dæmi séu tekin. Uppbyggilegri og jákvæðari en áður Mér finnst umræðan að mörgu leyti hafa verið jákvæðari og uppbyggilegri en oft áður. Þegar málefni fatlaðra og jafnréttismál eru annars vegar finnst mér að menn hafi ekki farið jafn mikið í hinar hefðbundnu skotgrafir heldur verið málefnalegir og haldið sig við hug- myndir að lausnum þeirra stóru verkefna sem við okkur blasa. Stundum hefur mér reyndar fundist skorta dýpt í umræðunni og að menn hafi ekki verið að ræða mikið um hvaða leiðir við eigum að fara í því að ná fram jafnrétti og efla og auka þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Ef til vill hafa stjórnmálamenn ekki hugsað það mikið í hinu stóra samhengi. En það breytir því ekki að um- ræðan almennt hefur virst uppbyggilegri og jákvæðari en yfirleitt áður. Stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að það verður að breyta verulega almannatrygg- ingakerfinu, minnka tekjutengingar og finna leiðir til að stórauka atvinnu- og samfélags- þátttöku fatlaðra. Sumir flokkar hafa tekið undir okkar sjónarmið um nauðsyn á hækkun grunnlífeyris, sem er mikilvægasti þáttur lífeyriskerfisins hjá fötluðum og öldruðum, og að það þurfi að hækka grunnlífeyrinn og gera hann ótekjutengdan. Vonandi komast þeir flokkar til áhrifa eftir kosningarnar, en reyndar hafa engir flokkar hafnað þessari leið með afgerandi hætti. Því bind ég vonir við að framvegis verði um þessi málefni langþráður samhljómur. Aukinn áhugi á umhverfismálum í febrúar birtu Náttúruverndarsamtökin skoðanakönnun Gallup sem sýndi að 72,8 pró- sent aðspurðra vilja að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og um- hverfismál. Klárlega leggja stjórnmálaflokk- arnir nú meiri áherslu á umhverfismál. Þeir skilja kall almennings. Þannig fjallaði Geir Haarde um loftslagsbreytingar í setningar- ræðu sinni á nýafstöðnum landsfundi flokks- ins, sem hefur ekki fyrr en nýverið viljað ræða þau mál af neinni alvöru. Umhverfisráðherra lagði nýlega fram metn- aðarfulla áætlun um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 50-75 prósent fyrir miðja þessa öld. En áætlunin segir ekk- ert um hvaða árangri skuli náð fyrir árið 2020. Til samanburðar hafa Evrópusambandsríkin það markmið að draga úr útstreymi gróður- húsalofttegunda um 20 prósent fyrir 2020. Langtímamarkmið eru góð en verða bara hill- ingar ef ekkert er sagt um fyrstu skrefin. Mikil andstaða er við virkjanaáform til dæmis í Þjórsá, Jökulsám Skagafjarðar, Norð- lingaöldu, Langasjó og Brennisteinsfjöllum. Nokkuð vantar upp á að stjórnmálaflokk- arnir geri kjósendum skýra grein fyrir af- stöðu sinni til þessara áforma. Áhugi kjósenda á umhverfismálum er meiri en áður og mun fara vaxandi á næstu árum. Það skiptir miklu að stjórnmálamenn bregðist við af einurð og trúverðugleika. © netan Volkswagen Ecofuel Metanbílar Volkswagen eru einhver umhverfisvænasti kosturinn á markaðinum í dag. Þú fórnar hvorki afli né eiginleikum en uppskerð hreinna loft og lægri eldsneytiskostnað. í boði eru metanútgófur af Volkswagen Caddy og Volkswagen Touran. Er metan fyrir þig? Komdu og kynntu þér metanbílana frá Volkswagen og fáðu nánari upplýsingar á www.hekla.is/metan. Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, slmi 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, slml 437 2100 • HEKLA, Isaflröl, slml 456 4666 HEKLA, Reyöarflröl, slml 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, slml 482 1416 HEKLA, Laugavegi 172-174, slml 590 5000 www.hekla.ls. heklaOhekla.ls

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.