blaðið - 28.04.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaöiö
„Ég erföst fyrir; ég
er stjórnsöm og ég er
stolt en ég held líka
að ég búi yfir náunga-
kærleik. Sennilega
er ég mýkri inn við
beinið en fólk grunar."
Þú varst líka um tímaformaður
barnaverndarnefndar. í því starfi
hlýturðu að hafa séð ýmislegt
dapurlegt?
„Ég sá aðra hlið á borgarlífinu en
kannski flestir gera. Verst var að sjá
vanraekslu á börnum. Þar var ekki
endilega um að ræða skort á efna-
hagslegum gæðum heldur réttu hug-
arfari gagnvart þörfum barnanna.
Þetta var einna erfiðast að eiga við.
Oft fann maður það í heilsugæslunni
og í skólum að þar hefði fólk viljað
að fyrr hefði verið gripið í taumana
og börn tekin af foreldrum en slíkt
er auðvitað algjört neyðarúrræði.
Ég lærði mikið á þessum tíma og
þessi reynsla hafði vitanlega áhrif
á mig. Við viljum öll að börn njóti
umhyggju í æsku og það er ákaflega
sorglegt að verða vitni að því þegar
skortur er á slíku.“
Þú varst dómsmálaráðherra í
fjögur ár. Það efast enginn um að
það sé erfitt starf að vera ráðherra.
Átti það vel við þig?
„Já, það átti afar vel við mig. Það að
--vera ráðherra er mjög krefjandi en
mér fannst mjög gaman að takast á
við það og vona svo sannarlega að ég
hafi skilið eftir mín spor í ráðuneyt-
inu og býst við að svo sé því ég kom
fjölmörgum málum í gegnum þingið.
Ráðherrastarfi fylgir mikil ábyrgð
og maður verður að setja sig í stell-
ingar og læra á starfið. Þar þarf til
dæmis að gæta aðhalds varðandi fjár-
muni. Menn vilja fá fjármagn í eitt
og annað sem er mjög skiljanlegt en
það er jafn mikilvægt fyrir ráðherra
að geta staðið fast á bremsunni, hafa
yfirsýn yfir alla málaflokka og vera
ábyrgur í störfum sínum."
Með harðan skráp
Hvernig tekurðu gagnrýni?
„Þeir sem taka þátt í stjórnmálum
geta fengið á sig harða gagnrýni og
það er eins gott að menn átti sig á því
að það fylgir því starfi. Ég held að ég
sé komin með býsna harðan skráp.
Ég skal samt viðurkenna að sumt fer
meira undir húðina en annað en það
fer mjög eftir því hver á í hlut. Þeir
sem tala hæst og mest eru stundum
menn sem ég hilusta ekkert sérstak-
lega á. Ég hef ekki miklar áhyggjur af
því hvað þeir eru að segja.“
Nú var eiginmaður þinn, Krist-
inn Björnsson, einn þriggja for-
stjóra sem ákœrðir voru fyrir
ólöglegt samráð í olíumálinu svo-
nefnda. Málinu var vísað frá en
opinber umrœða um málið var
ansi grimm á köflum og hlýtur að
hafa tekið á þig ogfjölskylduna.
„Vissulega. Það er mjög sérstakt að
upplifa þessa umræðu. Málinu var
vísað frá í Hæstarétti og er þar með
lokið. Þess vegna finnst mér skrýtið
að umræðan skuli halda áfram. Það
sem var erfiðast í sambandi við þetta
mál var hversu langan tíma það tók,
á sjötta ár. Þeir sem voru ákærðir
tjáðu sig ekki um málið opinberlega
og um leið varð umræðan einhliða
og margir settu sig i dómarasæti."
Þegar erfiðleikar steðja að
kemst fólk að því hverjir eru
raunverulegir vinir. Olli fólk þér
vonbrigðum?
„Nei, ekki myndi ég segja það. Við
hjónin erum svo heppin að vera vin-
mörg og þar eiga traustir vinir í hlut
þannig að líf okkar gekk sinn vana-
gang. Við höfum bæði gegnt margs-
konar trúnaðarstörfum þannig að
við erum vön opinberri umræðu.
Við tókumst bara á við þetta en ég
held að þetta hafi stundum verið erf-
itt fyrir börnin okkar.“
Mikill rokkari
Það er auðvelt aðfá þá mynd af
þér aðþú sért kona sem sé ákveðin
í að sýna ekki veikleika opinber-
lega. Erþað raunin?
„Þá komum við enn og aftur að
ímynd kvenna. Ég held að konur
séu meðvitaðri en karlar um mik-
ilvægi þess að koma rétt fram. Það
er mikið gert af því að segja konum
hvernig þær eiga að vera og þær eru
metnar meira út frá útliti og skap-
ferli en karlarnir. Mjög liklega hef
ég fengið einhver slík skilaboð en
ég held samt að ég sé bara svona.
Ég er föst fyrir, ég er stjórnsöm og
ég er stolt en ég held líka að ég búi
yfir náungakærleik. Sennilega er ég
mýkri inn við beinið en fólk grunar.
Ég er til dæmis mikill rokkari í mér,
hlustaði á yngri árum mikið á Rol-
ling Stones, Bítlana, Led Zeppelin
og Deep Purple. Ég spila þessa tón-
list enn þann dag í dag og börnin
mín kunna alla textana í þessum
lögum því þau eru alin upp við þau.
Hérna áður fyrr þegar ég kom heim
og var þreytt og fór að sýsla í eldhús-
inu þá setti ég tónlistina á fullt og þá
þá heyrði ég börnin kalla hvert til
annars: „Mamma er byrjuð aftur!“
Rolling Stones er mitt uppáhald og
hver heldur ekki upp á Mick Jagger,
þótt hann sé ekki smáfríður? Hvaða
karlmaður á hans aldri vill ekki vera
í jafngóðu formi og hann?
Já, ég hef visst yfirborð. Kannski
er þetta yfirborð vörn því stjórn-
málamenn eru opinberar persónur
og maður vill ekki hleypa fólki of
nálægt sér í starfinu. Það er allt
annað mál hvernig maður er í einka-
lífi. Ætli ég sé ekki talsvert öðruvísi
þegar fólk kynnist mér en ég er
sem stjórnmálamaður og opinber
persóna.“
kolbrun@bladid.net