blaðið - 28.04.2007, Síða 38
3 8 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007
blaðiö
ARIÐ 1983 AKVAÐ MAÐUR NOKKUR
AÐ LÁTA TIL SKARAR SKRÍÐA, STAL
HAGLABYSSU OG ÁKVAÐ AÐ RÆNA
STARFSMENN ÁTVR
Vopnað rán við Landsbankann
Sögusviðið er skemmtiferða-
skipið Edda sumarið 1983. Meðal
farþega var Jóhannes Guðjónsson,
bankagjaldkeri og fyrrverandi af-
greiðslumaður hjá Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins. Um borð
kynntist Jóhannes öðrum far-
þega, William James, en hann var
bandarískur að hálfu og að hálfu
íslenskur. í samtölum þeirra kom
fram að Jóhannes hafði starfað í
Ríkinu við Lindargötu. Ekki fór
á milli mála að William hafði
áhuga á fyrra starfi Jóhannesar
og hann spurðist fyrir um það.
Einna helst virtist hann hafa hug
á að vita með hvaða hætti starfs-
menn skiluðu af sér dagsölunni.
Grunlaus sagði Jóhannes frá með
hvaða hætti það var gert. Um
hálfu ári eftir siglinguna kom
William í bankann til Jóhannes-
ar. William tók að spyrjast fyrir
um með hvaða hætti starfsmenn
Ríkisins á Lindargötu flyttu pen-
inga í bankann. Jóhannes sagði
honum allt um það og gaf honum
að auki aðrar upplýsingar, mjög
ítarlegar.
Undirbúningur að ráni
Hálfum mánuði síðar ákvað
William að ræna peningum af
starfsmönnum verslunnar þegar
þeir skiluðu af sér við Landsbank-
ann á Laugavegi 77. Hann hóf þeg-
ar undirbúning að ráninu. Fyrst
náði hann sér í föt þar sem hann
hafði ákveðið að dulbúast. Willi-
am fór í fataleit í sundlaugarnar í
Laugardal og á Landakotsspítala.
Upp úr þessu hafði hann stígvél,
loðhúfu og frakka. Hann klæddi
sig í fötin og gerði ýmsar breyting-
ar á útliti sínu. Næst hélt hann að
Landsbankanum þar sem hann
fylgdist með þegar starfsmenn
Áfengisverslunarinnar skiluðu
af sér dagsölunni. William sá
að hann gæti aldrei framið rán-
ið einn síns liðs og ekki án þess
að hafa vopn. Daginn eftir hafði
hann samband við kunningja
sinn, Ingvar Jóhannsson, og
skýrði honum frá áætlunum sín-
um um ránið. Ingvari leist vel á
hugmyndina og samþykkti að
vera með.
William braust inn í verslunina
Vesturröst eina nóttina og stal
haglabyssu. Hann bauð Ingvari
tvo kosti. Fyrri kosturinn var sá
að ef hann tæki fullan þátt í rán-
inu fengi hann helming ránsfengs-
ins. Hinn kosturinn var sá að ef
Ingvar útvegaði bíl og úlpu og
hringdi í lögregluna og tilkynnti
um rán í Breiðholti fengi hann 20
prósent. Ingvar valdi síðari kost-
inn.
Haglabyssa að hnakka
bílstjórans
Ingvar og William óku vestur
á Grandagarð þar sem William
lauk við að dulbúa sig. Hann
límdi á sig yfirvaraskegg og höku-
skegg og setti á sig barta og auga-
brúnir. Eftir það var ekið að Há-
skólabíói. Þaðan gekk William að
Hóteli Sögu og settist í aftursæti
eins leigubílsins sem þar var og
bað um að sér yrði ekið að Hót-
eli Loftleiðum. Þegar bíllinn var
kominn langleiðina tók William
upp haglabyssuna og beindi henni
að hnakka bílstjórans, greip aftan
í hálsmál hans og hótaði að skjóta
yrði ekki farið að fyrirmælum sín-
um. Hann sagði bílstjóranum að
stöðva bílinn, fara út og afhenda
sér lyklana. Bílstjórinn hlýddi
strax og hljóp út í myrkrið. Willi-
am settist undir stýri og ók á brott.
Hann setti stefnuna á Laugaveg 77.
Klukkan var rétt um sjö þegar
William ók að bílaplani á baklóð
Landsbankans á Laugavegi 77.
Hann skildi bílinn eftir í gangi,
tók haglabyssuna og gekk vestur
með bankanum og upp á Lauga-
veg. Eftir að hafa verið í fimm til
tíu mínútur við stoppistöð stræt-
isvagna sá hann hvar starfsmenn
Áfengisverslunarinnar komu ak-
andi að bankanum. Annar þeirra
steig út úr bílnum og gekk í átt að
bankahólfinu. Hann bélt á tveim-
ur hvítum plastpokum. William
tók umbúðirnar af haglabyssunni,
hljóp að manninum og kallaði til
hans að hann vildi fá peningana.
Til að leggja áherslu á orð sín
hleypti hann skoti af byssunni.
Skotið hæfði vinstra framhjól
bílsins. Starfsmaðurinn reyndi að
hlaupa á brott. William náði hon-
um og sló til hans með byssunni
svo starfsmaðurinn missti tökin
á pokunum og við það ultu pen-
ingapokarnir úr plastpokunum.
William tíndi peningapokana í
plastpokana nema einn sem hann
hélt á í annarri hendi. Hann hljóp
af stað að bílnum en á hlaupunum
missti hann lausa peningapokann
sem hann hélt á.
Þegar hann var kominn í bílinn
ók hann að Brautarholti en þar var
bíllinn sem Ingvar hafði fengið að
láni en Ingvar var hvergi sjáanleg-
ur. William hóf þegar að flytja pen-
ingana yfir í hinn bílinn. Eftir að
William hafði beðið nokkra stund
kom Ingvar. Hann hafði farið nið-
ur á Laugaveg til að fylgjast með
hvernig William gengi. Hann sá
þegar William missti peningapok-
ann. Hann hafði sótt pokann og
falið við verslun í næstu götu. Þar
með var Ingvar orðinn meiri þátt-
takandi í ráninu en upphaflega
hafði verið gert ráð fyrir.
Eftir að þeir höfðu rætt saman
fóru þeir að þeim stað þar sem
Ingvar hafði falið peningapokann.
Að því loknu var ekið heim til for-
eldra Williams þar sem þeir skildu
að sinni. William tók ránsfenginn
og Ingvar ók á brott. Þegar Willi-
am kom heim sagði hann föður
sínum David frá því sem hann
hafði gert. í fyrstu brást David
reiður við en sagði syni sínum að
setja peningana inn í skáp á gangi
íbúðarinnar.
Jóhannes heyrir fréttina
Daginn eftir taldi William pen-
ingana. Upp úr pokunum komu
1.800 þúsund krónur, þar af voru
um 1.400 þúsund í peningaseðl-
um, afgangurinn í ávísunum.
William brenndi ávísanirnar og
sturtaði öskunni niður um kló-
settið. Hann bauð föður sínum að
taka eins mikið af peningum og
hann teldi sig þurfa en faðir hans
afþakkaði.
Daginn eftir bað William föður
sinn að aka sér suður í Hafnar-
fjörð þar sem hann þyrfti að gera
upp við Ingvar en bans hlutur
af ránsfengnum var 360 þúsund
krónur. Eftir að hafa látið Ingvar
fá peningana óku feðgarnir að
fjörunni þar sem William losaði
sig við pokana.
Sama kvöld og ránið var fram-
ið heyrði Jóhannes bankagjald-
keri fréttirnar af atburðinum í
útvarpi. Fyrir honum rifjuðust
upp samtöl hans og Williams. Jó-
hannes fór til lögreglu og greindi
frá grun sínum og því sem þeim
William hafði farið á milli. Willi-
am var handtekinn og játaði allt.
1 sakadómi var William dæmdur
til fimm ára fangelsisvistar, Ing-
var til 18 mánaða fangelsisvistar
og refsingin yfir David var skil-
orðsbundin í tvö ár. Hæstiréttur
staðfesti dómana yfir feðgunum
en þyngdi refsinguna yfir Ingvari
úr 18 mánuðum í 30.
Nöfnum í greininni er breytt.
Hann sagði bílstjóranum
að stöðva bílinn, fara út
og afhenda sér lyklana.
Bílstjórinn hlýddi strax og
hljóp út í myrkrið. Willi- "
am settist undir stýri og
ók á brott. Hann setti
stefnuna á Laugaveg 77.