blaðið - 28.04.2007, Síða 41
blaftið
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 41
áfram. Eiríkur er klárlega í þeim
hópi sem á ágætis möguleika að
komast áfram. Við höfurn allt með
okkur, lagið er grípandi auk þess
sem Eiríkur er frábær söngvari
og flytjandi sem margir taka eftir,
með allt þetta rauða hár.“
Hafði húmor fyrir Silvíu Nótt
Samkvæmt Sigmari hefur það
sýnt sig að íslendingar fylgjast
álíka vel með aðalkeppninni, hvort
sem ísland keppir eða ekki. „Áhorfs-
tölur í fyrra sýndu að 78 prósent
þjóðarinnar horfðu á keppnina
þegar Silvía Nótt keppti og 70 pró-
sent horfðu á lokakeppnina. Þetta
er kannað á hverju ári og áhorfs-
tölurnar hafa alltaf verið á þessu
bili. Keppnin er mjög vinsæl hér og
það eru Eurovision-partí út um allt,
hvort sem við tökum þátt eða ekki.“
Spurður hvort hann hafi verið
hneykslaður á hegðun Silvíu Nætur
í keppninni í fyrra segir Sigmar að
það sé af og frá. „Mér fannst mjög
skemmtilegt hvernig hún lét og
hafði mikinn húmor fyrir því. Ég
skildi ekki, hvorki þarna úti né
eftir að ég kom heim, hvernig fólk
getur látið leikna persónu fara
svona mikið í taugarnar á sér. Það
sjá það allir að þetta er týpa sem á
að hneyksla og ögra og ég náði því
ekki hvernig var hægt að hneyksl-
ast á henni og láta hana ögra sér.
Sennilega föttuðu Grikkirnir ekki
alltaf að hún væri leikin persóna
því margir þeirra voru afar móðg-
ast þegar Baldvin Jónsson sem rak
Aðalstöðina hringdi í mig og bauð
mér vinnu. Tíminn í útvarpinu var
mjög skemmtilegur og lærdóms-
ríkur enda gerði ég margt og fjöl-
breytt þar sem varð ágætis grunnur
fyrir fréttamennskuna sem ég fór
í seinna. I dag þegar ég hugsa um
vinnuna er ég feginn að vera í fjöl-
miðlum því fjölmiðlaáhuginn er
nokkurs konar baktería sem maður
fær og hún grasserar í mér. Ég er
óskaplega ánægður þar sem ég er í
dag, hér eru mörg skemmtileg verk-
efni, mikið að gera og góður mórall.
Hins vegar hefur það alltaf verið
þannig með mig að mig langar
alltaf til þess að breyta til með
einhverju árabili. Hingað til hefur
mér þótt leiðinlegt að vera lengi í
einhverju og er kannski svolítið leit-
andi persónuleiki."
Ekki vön miklum tilfinningum
Kastljós hefur stundum verið
gagnrýnt fyrir opinskáa umræðu
og jafnvel tilfinningaklám, sérstak-
lega þegar fjallað var um Breiðavík
og Geir Þórisson. Sigmar verður
ómyrkur í máli og segir að þessi
gagnrýni sé fáránleg. „I Breiðavík-
urmálinu vorum við gagnrýnd
fyrir að sýna menn sem grétu.
Þetta eru menn sem hafa ekki talað
um afar sára reynslu í nánast 40 ár
og það er ekki hægt að koma þeirra
reynslu til skila með því að fclippa
út allar tilfinningar. Með því að
sýna þetta þá færðum við þennan
„Fólk má alveg kalla þetta tilfinningaklám en þetta eru
tilfinningar fólks. Að líkja tilfinningum fólks við tilfinn-
ingaklám finnst mér vera ósmekklegt."
aðir vegna framkomu hennar. Silvía
Nótt var gagnrýnd eftir að hún kom
heim og komst ekki upp úr keppn-
inni en það sem mér fannst alltaf
standa upp úr var rosalegur leikur
Ágústu Evu Erlendsdóttur. Hún
er í karakter í tíu daga frá morgni
til kvölds og það var mikið álag á
henni þarna úti. Það var endalaus
þeytingur á milli staða og hún var
alltaf í hlutverki sem gengur út á
að bregðast við aðstæðum. Þetta
var ótrúleg frammistaða hjá henni.
Hún leikur manneskju sem á að
fara í taugarnar á fólfci og hún fór
virkilega í taugarnar á fólki. Það
hlýtur að segja okkur að hún hafi
leikið sitt hlutverk vel.“
Einn ígierbúri
Sigmar segir að það sé óneitan-
lega merkileg tilfinning að lýsa
Eurovision-keppninni fyrir alþjóð.
„Þetta er svo skringilegt andrúms-
loft, ég er einn í pínulitlu glerbúri
og maður er ofsalega einn. En að
sama skapi veit ég að það er mikið
áhorf og að ég sé að tala til margra.
Þetta er því mjög ólíkt því sem ég
hef áður gert. Ég var í mörg ár í
útsendingu á útvarpsstöðvum og
þar pældi ég ekki mikið í því að
fólk væri að hlusta á mig en ég er
ofboðslega meðvitaður um það
þarna. Glerbúrið er efst uppi í
rjáfri og við erum með gott útsýni
á sviðið en erum samt langt frá því.
Ég sé yfir allt sviðið en fylgist með
keppninni á skjánum þannig að ég
geti fylgst með hvað er í útsending-
unni hverju sinni. í sjálfu sér gæti
þessi klefi verið á Austurstræti en
þá upplifir maður vitanlega aldrei
stemninguna. Rétt eins og í fyrra
en þá skynjaði ég mjög sterkt þegar
púað var á Silvíu Nótt. Það heyrðist
i útsendingunni en ég heyrði það
margfalt uppi í þessu litla búri.“
Leitandi persónuleiki
Sigmar hefur unnið á fjölmiðlum
síðan hann var rúmlega tvítugur
og segir að löngunin hafi kviknað
þegar hann var unglingur. „Ég fór
á fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ og eftir útskrift
fékk ég vinnu á Aðalstöðinni
fyrir tilviljun. Ég var í raun ekki
að gera neitt merkilegt til þess að
láta þennan fjölmiðladraum ræt-
tíma miklu nær fólki heldur en ef
við hefðum klippt allar tilfinningar
út. Ég held að þetta sé hluti af því
að við íslendingar séum ekki vön
miklum tilfinningum í fjölmiðlum
og þannig viljum við hafa það. Eins
held ég að þessar gagnrýnisraddir
hefðu ekki heyrst hefðu þetta verið
kvenmenn sem grétu í útsendingu.
Annað dæmi er frétt okkar um ís-
lenskan fanga í Virginíu, Geir Þóris-
son, en í tveggja klukkutíma spjalli
brotnaði hann niður aftur og aftur
og grét. Áttum við að klippa það
út og sýna bara myndir af honurn
þegar hann er sterkur og brosandi
sem hann var náttúrlega líka? Þá
erum við ekki að sýna sanna mynd
af því sem gerðist í þessu viðtali né
sanna mynd af því hvernig honum
líður. Fólk má alveg kalla þetta til-
finningaklám en þetta eru tilfinn-
ingar fólks. Að lífcja tilfinningum
fólks við tilfinningaklám finnst
mér vera ósmekklegt,“ segir Sig-
mar og viðurkennir að það hafi
verið erfitt að taka viðtalið. „Vitan-
lega verður maður ofsalega meyr og
allt umhverfið gerði það að verkum
að þetta var mjög erfitt. Þetta er
sennilega erfiðasta viðtal sem ég
hef tekið.“
Meðvitaður um hvað ég blogga
Eitt helsta áhugamál Sigmars er
að blogga á siðu sína, Sigmarg.blog.
is, en það hefur hann gert í rúmt ár.
Síðan er ansi vinsæl og hann fær allt
að 40 þúsund heimsóknir vikulega.
„Mér finnst gaman að skrifa og að
dunda mér við að búa til einhvern
texta, þótt þetta sé oftast texti um
mínar hugleiðingar sem sjálfsagt
engum finnast merkilegar nema
mér. Ég set þær samt niður á blað
og þegar ég birti þær á blogginu þá
fæ ég alls konar viðbrögð, neikvæð
og jákvæð, og mér finnst gaman
að því. Auðvitað er ég mjög meðvit-
aður um að ég get ekfci bloggað um
hvað sem er vegna starfs míns. Ég
verð að passa mig og er fáránlega
meðvitaður um það. Það er rosal-
ega margt sem ég myndi gjarnan
vilja blogga um en get ekfci gert.
Mér finnst ekki heppilegt að ég sé
efnislega að tjá mig um mál á sama
tíma og ég er að fjalla um það. Ég
blogga alveg um starf mitt af því
að það er það sem ég vinn við, lifi
og hrærist í á hverjum degi. Mér
finnst þetta skemmtilegt og ég tek
mig ekki mjög hátíðlega á blogginu.
Þessi skrif mín eru eitthvað til að
hafa gaman af frekar en vettvangur
fyrir alvarlegar staðhæfingar.“
Ungurfaðir
Sigmar er heimakær fjölskyldu-
faðir en hann á fjögur börn og
,skringilega samsetta fjölskyldu"
eins og hann orðar það sjálfur. „Ég
á fjögur börn, tvö þeirra eru mín
blóðbörn og tvö er stjúpbörn. Elsta
dóttir mín, sem er 19 ára gömul, býr
í Danmörku en ég var 18 ára gam-
all þegar ég eignaðist hana,“ segir
Sigmar og hlær þegar blaðamaður
spyr hvort hann gæti þá orðið afi
bráðlega. „Ég gæti orðið afi bráð-
lega en ég vona ekki. Mér finnst
ég ekki vera orðinn nógu gamall
til að vera afi. Reyndar var ég ekki
heldur kominn með aldur til að
verða pabbi. Mér fannst ég vera
voðalega fullorðinn en auðvitað
var ég frekar mikill krakki. Börnin
mín eru mér allt, eitthvað sem ég
get ekki hugsað mér lifið án og það
verðmætasta sem ég á. Ég reyni að
leggja mig fram í föðurhlutverkinu
en vafalítið getur maður gert sumt
betur og annað ekki. Ég legg mig
fram við að veita þeim mikla vænt-
umþykju og hlýju en ég vil líka að
þau njóti frjálsræðis. Ég er ekki
týpan sem hef strangan aga á heim-
iíinu en ég hef fáar en skýrar reglur.
Svo má heldur ekki gleyma að hafa
létt og skemmtilegt andrúmsloft."
svanhvit@bladid.net
Ársfundur Stafa
Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs 2007
verður haldinn miðvikudaginn 16. maí, kl. 14:00
á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún.
Dagskrá
Q Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins
Qj Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins
Q Önnur mál löglega upp borin
Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau
beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 2. maí n.k. hverjir
verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til
setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi.
Kjörfundur, þar sem kjörnir verða fulltrúar launþega,
verður haldinn kl. 12:00 á sama stað, samkvæmt
ákvæði 5.1.2 í samþykktum sjóðsins.
Nánari upplýsingar má finna á www.stafir.is
STA^fR
LÍFEYRISSJÓÐUR
Stórhöfði 31 • 110Reykjavík
Sími 569 3000 • Fax 569 3001
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs
stafir@stafir.is • www. stafir.is