blaðið - 28.04.2007, Page 51

blaðið - 28.04.2007, Page 51
blaðið LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 51 Helgin? SUMARTILBOÐ! 2J A FRIKO Inmfaliö: • Þjálfun 3-5x í viku - frjáls aðgangur að tækjasal og opnum tímum. • Markviss leið að árangri með réttu mataræði. Fræðslufundur með Ólafi G. Sæmundssyni næringarfræðingi á Grand hótel í upphafi námskeiðs. • Vikuleg vigtun. Ummáls- og fitumælingar í upphafi og lok námskeiðs. • Markvisst fræðsluefni vikulega og mikið aðhald. • Lögmálin 9 um megrun - bókin sem opnar augu þín fýrir leiðinni að varanlegum árangri og hjálpar þér að viðhalda , árangrinum eftir að námskeiðinu lýkur. CaOtt a Skraðu þtg strax i sima 414 4000 eða með tölvupósti á afgreidsla@hreyfmg.is Hefst 7. maí Morqunhopar Dagnópar Kvoldhópar Framhalashópar Barnagæsla Faxafem 14 414 4000 www.hreyfing.i8 BETRA FORMxb ARANGUR 1,2,3 SALSA/DANS HERÞJALFUN TÆBO & SUPER MR&L OUJU 4| Reglur til að pluma sig á Myspace Að lokum Passa að skrifa allt á ensku, það eykur likurnar á því að þú eignist útlenda hipp og kúl vini sem er flott að hafa á siðunni. Deíra Form Vertu í þínu besta formi i sumar! Myspace-ið hefur altíeilis tröllriöiö öllu og nú eru allir sem eru eitthvað annað en venjulegir með sina eigin siðu á Myspace. Myspace er sniðugt fyrir tónlistarmenn og hljómsveitir og listamenn og hönnuði og hjálpar fólki til að kynnast fjölda fólks um allan heim. Þegar flakkað er um Myspace tekur maður fljótt eftir ákveðnum einkennum og trendum og hér kemur listi sem ætti að hjálpa öllum þeim sem langar að halda úti sinni eigin siðu en vita ekki alveg hvar á að byrja. Myndin Myndin af þér skiptir öllu máli á My- TÍ space og hún má umfram allt alls ekki vera einhver venjuleg passamynd. Best er ef myndin er tekin á hlið og þú lítur í myndavélina með kúl glotti (stút á munn, pira augun, ekki brosa). Það er lika algengt að hafa mynd með hend- urnar fyrir andlitinu, svona létt útfærsla af algengustu byrjun i öllum fristæl- dönsum sem teknir hafa verið í Tónabæ. Bakgrunnurinn Bakgrunnurinn á siðunni segir margt um þig, hver þú ert, hvað þú ert að gera, hvert þú ert að fara. Teikn- ingar eftir sjálfa/n þig, krot eða jafnvel óskiljanleg animation kemur sterkt inn. Einnig er flott að vera með götumynd frá einhverri kúl borg sem þú hefur farið til eins og New York, Paris eöa Berlín. Nafn eða viðurnefni iS* Á Myspace heitir enginn Guð- mundur eða Jóhanna, nema við það sé bætt einhverju tvisti. Dæmi Guðmundur verður G. undur og Jóhanna verður Dj Jó hó. Einkennissetningin Eitt stutt og laggott komment við TÍ hliðina á mynd og nafni. Þetta er setning sem skilgreinir þig, segir allt en samt ekki neitt, gæti verið kvót úr biómynd eða vísun i einkahúmor sem til varð á einhverju fyllirii. Notaðu gæsa- lappir og HÁSTAFI. „ “Neo rocker”, „shit focks”, „trend rocks”, „DREYMANDI", „I bring fever to the computer”. Vinalistinn. Hann er aðalsmerki siðunnar og hér sést livort að þú ert kúl eða ekki, hvort þú þekkir virkilega einhvern flottan. Á vinalistanum er mjög gott að liafa einhvern sem starfar annaðhvort sem stílisti í New York eða plötusnúður i Berlin, hreyfilistamaður frá Prag og Ijóð- skáld og gjörningalistamaður frá Helsinki Generalinn Hérna er dálkur þar sem þú átt að fylla út áhugamál þin og nú er um að gera að telja upp sem flest og sem frumlegast. Hér dugir ekkert fegurðar- drottningarkjaftæði eins og lestur góðra bóka og ferðalög. Vertu nákvæm/ur og gerðu ítarlegan og langan lista. Hér er allt í lagi að Ijúga. Music-listinn Hér er allt i bland og listinn skal TÍ vera langur, íslenskar hljómsveitir, gamlir erlendir klassikerar, underground og dj-ar sem ekki margir þekkja koma hér sterkt inn. Hér skaltu sýna að þú sert i. íSmr?- „Við félagarnir í Baggalúti erum að fara að spila á tón- leikum á Nasa í kvöld á vegum Samfylkingarinnar,“segir Bragi Valdimar Skúlason, meðlimur hljómsveitarinnar. „Tónleikarnir hafa yfirskriftina: Rokk gegn biðlistum og þar sem við erum hvorki rokksveit né á móti biðlistum þá fannst okkur alveg kjörið að taka giggið að okkur.“ Bragi vill taka það fram að hljómsveitarmeðlimir eru ekki endilega yfirlýstir stuðnings- menn Samfylkingar og að þeir hafi ákveðið snemma að spila fyrir alla sem óska eftir þeim. „Þetta var mjög skynsamleg ákvörðun og ég held að hljóm- sveitin sé búin að spila fyrir nán- ast alla flokka, það er alla vega ekki mikið sem við setjum fyrir okkur í þessum efnum.“ Það fer annars ekki mikið fyrir plönum hjá Braga fyrir þessa helgi. „Ég ætla að grafa mig ein- hvers staðar niður og halda sem mest kyrru fyrir. Ég er ekki mikið fyrir að gera helgarplön, vil helst láta þetta ráðast því að annars gerist aldrei neitt skemmtilegt. Það gæti f)ó verið að ég skelli mér í bíó. Urvalið sem bíóhúsin bjóða upp á er reyndar ekki upp á marga fiska þannig að ég býst við að kasta tening upp á það. Ætli ég lendi ekki á einhverri æsispennandi mynd um eitt- hvert morð á einhverjum forseta Bandaríkjanna.“ Bragi segir að nóg sé að gera hjá hljómsveitinni þessa dagana og finnur að kántríið fer vel í landann. „Það er alveg furðulegt hvað fólk hefur mikinn áhuga á kántrítónlist og við höfðum ekki mikið álit á þessari tónlist þegar við byrjuðum á þessu hljómsveit arbrölti. Við vanmátum þjóðina í þessum efnum og hefðum aldrei gert okkur í hugarlund að tónlist- arsmekkurinn væri með þessum hætti.“ Næst á dagskrá hljómsveit- arinnar er að spila á 1. maí hátíðarhöldum á vegum borg- arinnar. „Þá munum við spila í kröfugöngu fyrir alla nýríku lögfræðingana og það verður væntanlega heitur baráttuandi i mönnum í þeirri kröfugöngu." alæta a tonlist en filir samt alls ekki neitt sem allir aörirfíla.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.