blaðið - 09.06.2007, Page 30
30 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007
blaðið
Hinn vinsæli fjöl-
miðlamaður Egill
Helgason hefur átt
í miklum deildum
við forstjóra 365
miðla sem telur
hann samnings-
bundinn fyrirtækinu en Egill, sem
neitar því, hefur ráðið sig til RÚV þar
sem Silfur Egils verður á dagskrá í
haust aukbókmenntaþáttar.
„Ég sé ekki að ég hafi gert samning
við 365. Það er mjög einkennilegur
samningur ef annar samningsaðilinn
þekkir ekki innihald samningsins og
hinn er sífellt að prjóna inn í hann
einhver ákvæði eftir á. Samningavið-
ræður voru komnar á góðan rekspöl
en þeim lauk aldrei með undirskrift
eða handsali. Það eru bara til tölvu-
póstar þar sem samningaþreifingar
eru í gangi og svo samtöl milli tveggja
manna. Ég skynjaði það ekki sem
samning. Ari Édwald sagði að hann
ætlaði að leggja fyrir mig skriflegan
samning „síðar í vikunni“ eins og
það var orðað, en svo heyrði ég ekki
frá honum í mánuð,“ segir Egill.
„Ég er mjög seinþreyttur til vand-
ræða og mér leiðist allt þras og hef
aldrei áður þurft að leita til lögfræð-
ings. Ég skil heldur ekki af hverju
málið fór beint í fjölmiðla. Þeim var
sent bréf lögmanns 365 löngu áður en
ég fékk það. En ég hef einsett mér að
vinna eftir mottóinu: Sá vægir sem
vitið hefur meira. Ég bekenni samn-
inginn upp að því marki að ég segi
að það hafi verið kominn meintur
,samningur“ og segi honum upp til
að forðast að þurfa að standa í stappi
fyrir dómstólum. Þetta eru mjög harð-
skeyttir menn sem ég á í höggi við,
vanir að beita fyrir sig lögfræðingum
út af smæstu málum. Ég viðurkenni
að ég óttast þetta hálfpartinn.
Ég vona að þetta leiði til þess að
þessu máli ljúki og ég geti byrjað með
þætti uppi á Ríkisútvarpi í haust eins
og ætlað var. Það eina sem 365 gæti
haft upp úr þessu er að ég verði launa-
laus í sumar. Þannig að þeim tekst
kannski að gera mig aðeins fátækari.
Ég ætla ekki að vera of hátíðlegur, en
að sumu leyti snýst þetta um atvinnu-
og tjáningarfrelsi mitt.
Ein sögusögnin sem reynt hefur
verið að breiða út er að ég sé á ein-
hverjum ofurlaunum. Það er fjarri
sanni. En það er erfitt að neita svona
þegar það er komið í loftið. Þetta er
einhver tegund af spuna að dreifa
svona kjaftagangi til að gera andstæð-
inginn ótrúverðugan. Let them deny
it! Staðreyndin er líka sú að ég verð á
talsvert lægra kaupi á RÚV en ég gat
fengið hjá 365. Það eru ekki pening-
arnir sem draga mig þangað. Þar er
ég hins vegar fastráðinn, ólíkt tveggja
ára samningnum sem mér bauðst hjá
365. Ég er ekki unglingur lengur og
þarf aðeins að hugsa um starfskjörin.
Það hefur hvað eftir annað verið
sagt að ég hafi tjáð Ara Edwald að eitt-
hvað sem fór á milli okkar stæði eins
og „stafur á bók“. Það getur bara ekki
verið. Ég er mjög viðkvæmur fyrir kli-
sjuskotnu máli og forðast það eins og
pestina. Ég mundi aldrei nota þetta
orðalag.
Sögusögnum um mig hefur verið
dreift í gegnum Fréttablaðið, í slúð-
urdálkum þar. Svo þarf maður að
standa í að neita þeim og þá er sagt
að maður hafi brotið einhvern
trúnað! Enn einu sinni finnst manni
sorglegt hvernig Fréttablaðið gengur
þægt og hlýðið erinda eigenda sinna,
ólíkt til dæmis Stöð 2. Það er ákveðin
hefð á fréttastöð Stöðvar 2 sem er
sönn og heil og miklu eldri en 365
eða Baugur.“
Hef viðkvæma lund
Af hverju vildirðu skipta um
vinnustað?
„Ég vil fyrst og fremst sækja lengra
og gera betur. Þarf maður ekki alltaf
að ögra sjálfum sér? Þetta er ögrun
og örvun. Ég er svolítið eins og
maður í tölvuleik sem er að fara upp
á næsta borð. Á RÚV er betra vinnu-
umhverfi, betri aðstaða, betri tæki og
betra tæknifólk en í stúdíóinu litla i
Skaftahlíð. Ég fæ að gera fleiri hluti,
„Ég er afskaplega lítið hrifinn affjölmenningarhyggj-
unni og erfarinn að skynja í mér nokkuð sem ég hafði
aldrei skynjað áður, sem er þjóðerniskennd. Ég veit ekki
hvaðan hún kemur. Ég erfarinn að trúa á fjölskylduna
og þjóðernið."