blaðið - 09.06.2007, Síða 31

blaðið - 09.06.2007, Síða 31
blaöió LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 31 urnir, í hvaða átt á að halda. Það er ekki einleikið hvað þeim helst illa á starfsfólki. Frábærir starfskraftar hafa verið að hætta þarna síðustu misseri og ég veit að það er mikil laus- ung í samningsgerð. Því er kaldhæðn- islegt hvernig þeir láta við mig.“ Er þetta ekki erfitt mál fyrir þig tilfitmingalega? „Þetta mál hefur angrað mig af því ég hef viðkvæma lund og get orðið yf- irspenntur. Samt get ég ekki kvartað. Ég er eins og stúlkan á ballinu sem allir vilja fara heim með. Þarna eru tveir aðalfjölmiðlarnir að berjast um mig. Þetta væri sennilega óskastaða ef ekki væri fyrir lögfræðingana. En það er öfugsnúin þróun í okkar sam- félagi þegar menn vilja eiga öll sam- skipti í gegnum lögfræðinga. Guð minn almáttugur, það var ekki svona í gamla daga!“ Hef náð að skapa mér svigrúm Hefurðu í þessu starfi upplifað afskipti yfirmanna eða stjórn- málamanna af þáttum þínum og efnistökum? „Nei, aldrei. Ég held að ég hafi náð að skapa mér svigrúm. Kannski hef ég ýtt mönnum mikið frá mér. Ég veit að í fyrra vildu einhverjir í stjórn 365 miðla losna við mig. Komið var af stað söguburði um að ég yrði lát- inn fara. Svo virðast hafa orðið átök innan fyrirtækisins og ekkert varð úr þessu. En þá hafði ég verið þessum mönnum óþægur, hafði verið að gagnrýna þá. Ég er ekki maður sem er inni í herbúðum langstærstu fyrir- tækjasamsteTOU landsins og segi við sjálfan mig: Eg er í þeirra liði og ég ætla ekki að gagnrýna þá. Það væri eins og maður segðist aldrei ætla að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Um- svifin eru svo mikil. Ég meina, í stjórn fyrirtækisins sitja Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn í Kókog Magnús Ármann. Þessir menn eru út um allt í samfélaginu.“ Það er mjög auðvelt að hagrœða skoðunum sínum eftir því í hvaða umhverfi maður er og það hendir marga. Þú virðist gœta þess mjög meðvitað að þetta hendiþig ekki. „Ég er ekki viss um að þetta sé meðvitað. Ég á bara mjög erfitt með að spila með liði. Ég er einfari 1 eðli mínu.“ Hafa skoðanirþínar á þjóðfélags- málum breyst ígegnum árin? „Já, ég sveiflast nokkuð til. Ég er að verða gamall íhaldsfauskur. Ég er af- skaplega lítið hrifinn af fjölmenning- arhyggjunni og er farinn að skynja í mér nokkuð sem ég hafði aldrei skynjað áður, sem er þjóðerniskennd. Ég veit ekki hvaðan hún kemur. Ég er farinn að trúa á fjölskylduna og þjóð- ernið. Hjálp! Nei, annars er ég öfgalaus maður. Ég trúi því að samfélög nútímans á Vesturlöndum og víðar séu þau bestu sem hafa nokkurn tíma verið til. Meðaljón í dag lifir miklu lengur en kóngar í gamla daga og býr við mun meiri lúxus en Lúðvík 14 sem gat ekki einu sinni látið sig dreyma um vatnsklósett. * í þessum samfélögum eru ákveðin gildi sem þarf að standa vörð um. Stundum hef ég kastað mér út í deilur vegna mikilvægis þessara gilda. Ég tók til dæmis þátt í slagnum um skopmyndirnar af Múhamed - það mál snerist um sjálft tjáningarfrelsið og mér fannst furðulegt hvað sumir voru tilbúnir að fórna því. FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU » Frábœr sumartilboö Mikið úrval af eldhúsborðum & stólum Suprima 90x200cm 33.280 - áður 41.6uS: 120x200cm 42.400.- áður 53.0UC 140x200cm 49.360,- áður 61.7UÖ. MK'‘SÚÍR'MX verð með bókmenntaþátt og það hefur komið til tals að ég geri heim- ildarmyndir um söguleg eða pólitísk efni. Það eru fleiri tækifæri þarna til að gera eitthvað skemmtilegt sem skilur meira eftir sig en þetta viku- lega spjall. Það var satt að segja einstaklega illa búið að Silfrinu á Stöð 2. Ég hírð- ist í pínulitlu stúdíói sem var búið að skipta upp í fimm hluta. Það var varla hægt að koma að ljósum eða myndavélum. Sviðsmyndin var ein- staklega ljót. Þátturinn hafði engan pródúsent og var aldrei auglýstur í miðlum fyrirtækisins. Ég skil eigin- lega ekki að ég skuli hafa látið bjóða mér þetta. Mestu mistökin voru auð- vitað þegar var flutt úr ágætu stúd- íói á Lynghálsi niður í skókassann í Skaftahlíð. Ég sé heldur ekki alveg hvert menn eru að fara með Stöð 2. Þar virðist vera mikill losarabragur og ég held að enginn viti, ekki einu sinni eigend- Stóll 1251 / 14.900. 64 Koln stóll + skam .900,- leðurstóll 39. Náttborð 1015 / 11.900. Opið virka daga 1 0 til 18 laugadaga 11 til 16 TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FASr EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.