blaðið - 09.06.2007, Page 39

blaðið - 09.06.2007, Page 39
blaðið LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 39 “j - ~ " . 1 ■O. ■ • . V Frábært lið Francesco Totti er aðdáandi Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Allir vegir liggja til Rómar segir máltækið en næstu skref Jóns Arnórs Stefánssonar, fremsta körfuboltamanns landsins, liggja þó frá borginni. Tímabili hans með Lottomatica Roma lauk í vikulokin þegar liðið bar skarðan hlut frá borði í rimmu félagsins við besta lið ftalíu, Montepaschi Siena, í þarlendri úrslitakeppni. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sjálfan en Jón Arnór og félagar eru komnir í sumarfrí. Farsæl flökkukind Orðið flökkukind á vel við Jón Arnór sem hefur farið um víðan völl í körfuboltaheiminum undan- farin ár. Gerði hann garð frægan hér heima lengi vel en atvinnu- mennskan heillaði og síðan hefur Jón meira eða minna átt heimili úti í heimi. Frægastur er hann fyrir að hafa spilað með Dallas Mavericks og helstu stjörnum NBA-körfubolt- ans þar en Jón hefur einnig spilað fyrir félögin Trier í Þýskalandi, Dynamo St. Petersburg i Rússlandi, Valencia á Spáni og var áður um tíma á Ítalíu með Eldo Napoli en það félag varð einmitt fórnarlamb Lottomatica Roma í fyrstu umferð úrslitakeppninnar nú. Svekktur en sáttur Jón Arnór segist afar sáttur við veru sína í Rómaborg. Borgin sé afar lifandi, veðurfar frábært og andinn og stemningin i liðinu með eindæmum. „Þjálfarinn er frábær og mér líst mjög vel á hann og hans hugmyndir. Ég á ár eftir af samningi mínum og tel víst að liðið muni aftur gera góða atlögu að titlinum næsta ár. Við vorum fannst mér afar óheppnir gegn Siena. Vorum jafnir og stundum sterkari en þeir en þeirra boltar féllu á réttum augnablikum meðan það tókst ekki hjá okkur. Þrífram- lengt í þriðja leiknum og við klár- uðum okkur þar og áttum lítið i þá í fjórða leiknum. Heilt yfir er ég þó á þeirri skoðun að við vorum beinlinis óheppnir að komast ekki í úrslitin." Siena vann rimmu liðanna 3-1 sem dugði til að komast í úrslit gegn annaðhvort Armani Jeans Milano eða Vidi Vici Bo. Heim vill hugur Stefnan er tekin á ströndina og kaffihús næstu dagana segir Jón og ætlar að slaka vel á áður en hann kemur heim til íslands þar sem hann ætlar að dvelja í sumar. „Það verður fínt að komast heim. Þar liggur ekkert annað fyrir en hvíld og njóta sumarsins og hitta vini og ættingja. Eitthvað mun ég líka spila með landsliðinu. Það er ávallt einhver söknuður heim en ég er orðinn vanur því að búa hér og þar og hef valið það sjálfur. Sé ekkert eftir því enda gengur mér vel, félagið hér er gott og vinsælt og það er engu minni stemning í höll Roma en var á bestu NBA- leikjunum með Dallas. Höllin er nánast alltaf full og þar komast 12 þúsund áhorfendur fyrir. Franc- esco Totti er tíður gestur og hann væri vart að sýna sig mikið ef ekki væri gaman að þessu.“ Skeytin inn Nýtt upphaf hjá Bayern Munchen. For- ráðamenn liðsins eru óragir að koma þeim skilaboð- um áleiðis að Bayern sé langt frá því að falla í gleymskuheim meðalmennsku þrátt fyrir að ýmsir telji liðið hafa staðið sig illa í vetur. I vikunni kynnti félagið til sögunnar Luca Toni og Franck Ribery en stærri kaup hefur félagið ekki gert í einu í mörg ár. Prósentuyfirlýsing- ar Gianluca Buff- on hafa nú loks náð 100 prósenta mark- inu en markvörðurinn skrifaði loks undir nýj- an samning við Juventus. Hefur hann í allan vetur talað um mismunandi líkur á að hann skrifi undir og líkurnar að hans mati fyrir rúmum mánuði voru aðeins 45 prósent. Segið svo að það borgi sig ekki að læra stærðfræði f grunnskóla. Thierry Henry hefur umtímáverið orðaður við önnur félög en ny sitt ástkæra < Arsenal.Nú geng- ur hann skrefinu lengraoglýstiyfir mikilli ánægju með áhuga annarra stórliða á að gera við sig vænan samning. Sérstaklega er hann sáttur við áhuga Ancelotti hjá AC Milan en auðvelt er að sjá fyrir sér önnur lið slgálfandi á beinunum að mæta snarpasta og hættulegasta framherja heims við hlið Kaka sem næsta víst er að verður valinn knattspyrnumaður ársins f Evrópu og ekki að ósekju. Eggert Magnússon blæs enn á sögu sagnir um að Carlos Tevez fari frá félaginu. ítrekar hann að Argent- ínumaðurinn sé meðþriggjaára samningvið félagið. Víst er að haldiWestHam kappanum er stigið stórt skref í að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. BMW 330i Árg 01,99þ km, bnsk, 233 hö, svartur, 4 dyra, 17" álfelgur. Leöursæti, sóllúga, hlaðinn aukabúnaöi. Gullfallegur bíll! Verö 2590þ. Möguleiki á 90% láni í 60 mánuði. S. 862-0000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.