blaðið - 09.06.2007, Side 40
LAUGARDAGUR 9. JUNI 2007
Færeyjar
Litlu eyjakrúttin milli Islands og Skotlands, Færeyjar, draga nafn sitt af sauöfé. Höfuöborgin
heitir Þórshöfn og er jafnframt sú fjölmennasta, en á eyjunum, sem eru 18 talsins, búa í
kringum 50.000 manns. Færeyskunni svipar talsvert til islensku og dönsku. Færeyingar eru
enn aö einhverju leyti undir járnhæl Dana en í dag er þar umtalsverð sjálfstjórn.
blaöiö
Tónleikar og Eiffel-
turninn um helgina
,Ég er bara á leiðinni til Parísar í fyrramálið,"
segir Birgitta Birgisdóttir leikkona að-
spurð um það hvernig hún hefur í hyggju
að eyða helginni. „Það má eiginlega segja
að ég sé að fara að slappa af. Ég er að
fara með kærastanum mínum og fleirum
en hljómsveitin hans er að fara að spila
í París og ég fer með þeim, enda er ég
dyggur aðdáandi. Við ætlum að vera í
nokkra daga en við komum svo heim á
þriðjudaginn. Annars erum við ekkert búin
að skipuleggja neitt svakalega. Við ætlum
að slappa af og ganga um götur Parísar
enda stendur það alltaf fyrir sínu. París er
dásamleg borg. Ég hef nú komið þangað
nokkrum sinnum áður, en ég held að þetta
sé í svona fimmta eða sjötta skiptið sem
ég heimsæki borgina. Þannig að það má
segja að ég sé orðin nokkuð vön þarna.
En reyndar er kærastinn minn að fara til
Parísar í fyrsta skipti og hann hefur aldrei
farið i Eiffel-turninn og ég ætla að fara
með honum þó ég hafi komið þangað áður.
Það er eiginlega svona það eina sem við
höfum skipulagt, fyrir utan tónleikana að
sjálfsögöu. En ég hlakka allavega alveg
rosalega til að komast aðeins í burtu.“
BIRKENSTOCK
Flottir með innleggi í
stœrðum 36-41 á kr.
Sömuleiðis með þessu klas-
síska innleggi í 36-41 á kr.
7.480,-
Miög smart með innleggi í
36-41 ákr.
6.585,-
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 2070
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
VILTU SEUA...?
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
blaðiös
Jógvan Hansen sendir frá sér plötu
■
Hvað elskar þú?
Ég elska mat, að syngja og klippa hár.
Amánudag kemur út grip-
ur sem unninn er af
söngglöðum hæfileika-
manni. Gripur þessi
gæti fangað athygli
ungra snóta og tónlist-
arunnenda víðs vegar
um landið, jafnvel heim allan. Hann
verður fáanlegur í öllum betri verslun-
um bæjarins en um er að ræða geisla-
diskinn Jógvan. Er það fyrsta plata
hins færeyska sigurvegara X-Factor
og hárklippara, Jógvan Hansen. Þó
að kappinn tali nánast óaðfinnanlega
íslensku eru öll ellefu lög plötunnar
sungin á ensku. Bæði eru á henni al-
þekktar ballöður á borð við Time aft-
er Time, She Will Be Loved og Hello
en einnig smellir sem Færeyingurinn
hefur sjálfur samið og vonast að sjálf-
sögðu til þess að sjá klífa upp íslenska
vinsældarlista á komandi vikum.
Ég er ekki þessi bankatýpa
„Þetta er frekar róleg plata myndi ég
segja, bæði rómantísk og skemmtileg.
Á henni er elckert brjálæðislegt rokk
heldur rennur hún ljúflega í gegn
þannig að fólk þreytist ekki við hlust-
unina.“
Jógvan segir plötuna unna í sam-
starfi við hreina snillinga og að hún
endurspegli á vissan hátt persónu-
leika sinn, þó hann sé á köflum dálít-
ill vitleysingur. Jógvan segist ennfrem-
ur frekar rólyndur yfirhöfuð, þó hann
sé engan veginn týpan sem myndi
vinna í banka.
„Ævintýri mitt á íslenska tónlist-
arsviðinu hófst með X-Factor, þó ég
eigi að baki feril sem tónlistarmaður
í Færeyjum. Ég lærði ótrúlega mikið
á þátttökunni í X-Factor og fékk tæki-
færi út frá þættinum sem koma engan
veginn á hverjum degi. Álagið var á
köflum mjög mikið og það var oft erf-
itt að vera ekki einungis dæmdur af
dómurunum þremur, heldur allri ís-
lensku þjóðinni. Þá er nauðsynlegt að
vera dálítið kærulaus á milli og taka
hlutina ekki of alvarlega.“
Jógvan segist ekki verða fyrir miklu
aðkasti á strætum höfuðborgarinnar
í kjölfar sigursins, en hann viti vel að
ekki líki öllum það sem hann er að
gera. „Svo lengi sem maður er ákveð-
inn í því sem maður er að gera og veit
hvað maður vill, þá er allt í góðu.“
Hæstu nótunum ekki
náð samkvæmt Ellý
Líf hins unga pilts hefur tekið
stakkaskiptum á undanförnum
mánuðum. „Dagurinn hjá mér er eig-
inlega allt of stuttur. Núna er ég ein-
hvern veginn kominn miklu meira
inn í tónlistarbransann auk þess sem
ég á og rek mína eigin hárgreiðslu-
stofu. Því fæst ég stanslaust við hluti
sem ég elska að fást við. Þannig verð
ég einungis þreyttur í lok dags, en
aldrei reiður.“
Aðspurður hver erfiðasti dómari
X-Factor sé segir Jógvan að erfitt sé
að gera það upp við sig. „Það var að-
eins einu sinni sem ég varð pirraður
á Ellý, en það var þegar hún sakaði
mig um að ná ekki hæstu nótunum
í lagi sem ég flutti. Það var alls ekki
rétt hjá henni, þvi ég var alveg á háa
C-inu. Annars voru dómararnir allir
mjög skemmtilegir og hvetjandi og
við keppendurnir auðvitað viðbúin
hverju sem var frá þeim.“
Hvað þolir þú ekki?
Of mikla seinkun og óskipulag. Það að
bíta mig í tunguna og vont kaffi sem ég
hef reyndar ekki fengið á Islandi, aðeins
í Bandaríkjunum.
Ef þú ættir hest, hvað
myndir þú skíra hann?
Ég myndi skira hann Orra.
Hvað skilur þú aldrei við þig?
Símann minn. Og skærin mín. Síðan
ferðast ég alltaf með vasahníf. Það
er mjög hentugt. En eins og gamalt
færeyskt máltak segir: hníflaus maður
er líflaus maður.
Uppáhaldsbók?
Ég held ég verði að segja Harry Potter-
bækurnar. Ég fæ þær alltaf í færeyskri
þýðingu í jólagjöf.
Uppáhaldskvikmynd?
Seven.
Hvaða vefsiðu ferðu oftast inn á?
Það eru nokkrar færeyskar fréttasíður
og auðvitað e-mailið mitt.
Uppáhaldstónlist?
Sting, George Michael, Frank Sinatra og
flest músík úr Walt Disney-teiknimynd-
unum. John Mayer er líka góður.
Smáútgáfa færeysk-
íslensku orðabókarinnar
Hárfríðkari - hárgreiðslumaður
Bólkur - hljómsveit
Kvinna - kona
Viðgerð - aðgerð
Sálarhirðir - sálfræðingur
Sjálfvbrúnaraviðgerð - tilbúin brúnka
Les íslenskar barnabækur
Jógvan er mikill lífsspekingur
og hefur viss mottó sér til halds og
trausts í lífinu. „Ég hef eitt gott en
það hljómar svo: Það sem drepur
mann ekki styrkir mann og annað
hérna: Ef til vill hafði sá neikvæði
rétt fyrir sér en sá jákvæði skemmti
sér mun betur á lífsleiðinni. Mér
finnst nefnilega svo mikilvægt að
lífið sé skemmtilegt, þó maður hafi
ekkert endilega alltaf rétt fyrir sér.“
Jógvan hefur dvalist hérlendis
í á hálft fjórða ár og hefur náð lygi-
legum tökum á tungumálinu, ef til
vill vegna þess að móðurmál hans,
færeyskan, er ekki ósvipuð íslensk-
unni. „Já, ég tala málið ágætlega en
mér reynist hins vegar erfiðara að
lesa það. Eins og staðan er núna les
ég mest barnabækur.“
Ræðir ekki ástina opinberlega
„Varðandi framtíð mína þá vona
ég að fólk taki vel á móti plötunni
þannig að ég geti haldið áfram í
þessum geira. Mig langar mjög að
ná langt innan tónlistarbransans og
öðlast meiri virðingu og skemmti-
leg tækifæri í kjölfarið.“ Þegar talið
berst að ástarmálum piltsins virðist
skyndilega slokkna á raddböndum
hins færeyska söngmanns en hann
neitar alfarið að tjá sig um ástina
opinberlega. Einnig neitar hann að
tjá sig um það hvort athygli kvenpen-
ingsins hafi stóraukist við frægðar-
sólina sem skín á hann um þessar
mundir. Annars líkar Jógvan ágæt-
lega við íslendinga. „íslendingar eru
svo ótrúlega jákvæðir og opnir fyrir
nýjum hugmyndum, hérna eru ein-
hvern veginn allar hugmyndir góðar
og framkvæmanlegar. Þannig að ef
fólki leiðist þá er það algjörlega þvi
sjálfu að kenna.“
bjorg@bladid.net
Við öllu búin á útihátíð
Það eru eflaust þó nokkrir sem ætla
að skella sér á útihátíð í sumar hvort
sem það er hér heima eða erlendis.
Til þess að komast hjá óþarfa óþæg-
indum er um að gera að vera við
öllu búinn og hafa allt það nauðsyn-
legasta meðferðis.
Stígvél
Það er miklu flottara að vera vel
stígvélaður en blautur og kaldur í
fæturna. Stígvélatískan hefur líka
tröllriðið öllu undanfarin ár þó ekki
sé um vaðstígvél að ræða, en nú
má kannski segja að þeirra tími sé
kominn.
Stuttermabolir
Helst stórir og víðir, en þó ekki
sniðlausir og alls ekki þeir
sem ýmis stórfyrirtæki gefa.
Það er ekki flott að vera í
magabol og mittisbuxum út
í guðsgrænni náttúrunni og
á frekar að leggja meira upp
þægindum en lúkki.
Kjólar
Þá er alls ekki átt við við-
kvæma partíkjóla heldur
mjúka og þægilega úr efni
sem þolir hnjask. 70 s kjólar
koma vel til greina svo lengi
sem ekki er farið algjörlega yfir
strikið í hippatískunni.
Leggings
Þær eru ekki bara ótrúlega
smart heldur líka
svo hrikalega þægi-
legar. Ef um er að
ræða útihátíð eða
útilegu hérlendis er
um að gera að hafa
þær þykkar og hlýjar.
Leggings fara líka
svo hrikalega vel við
síðar, þykkar peysur
og stígvél.
Taska
Stór og góð taska
þar sem öllu má
koma fyrir
er nauð-
synleg.
Sérstak-
lega ef farið er á stóra útihátíð þar
sem það getur tekið sinn tíma að
finna tjaldið sitt. Pínulitlir leðurbak-
pokar eru ekki málið. En það á við
hvort sem maður er á útihátíð eða
ekki.
Sokkar
Þykkir sokkar og legghlífar verða að
vera með. Kaldir fætur gera engum
gott og þess vegna þarf að muna
að taka nokkur pör með sér.
Trefill
Stórir treflar eru til margs nýtilegir
en þá er hægt að vefja um sig og
svo má alltaf nota þá sem yfirbreiðu
eða teppi þegar setið er í röku
grasinu.