blaðið - 06.07.2007, Síða 10

blaðið - 06.07.2007, Síða 10
FGSIuuAuliB 6. JULí 2007 bðaóið Miðbæjarskipulag í auglýsingu Deiliskipulagstillaga um miðbæ Selfoss hefur nú verið afgreidd á aukabæjarstjórnarfundi þrátt fyrir ítrekaðar mótbárur minnihluta bæjarstjórnar og hins þverpólitíska Miðbæjarfélags. „Þetta var fjör- ugur fundur og stóð yfir í allt að tvo og hálfan tíma,“ segir Jón Hjart- arson, forseti bæjarstjórnar. Skipulagstiliagan var samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans gegn 4 atkvæðum minnihlutans. „Það er lýðræðisleg nauðsyn að koma tillögunni í auglýsingaferli svo íbúar geti komið athugasemdum sínum á framfæri.“ bm Verðlauna punktalausa Elísabet hefur í þrjár vikur boðið þeim viðskiptavinum afslátt af tryggingum sem standa sig vel, eins og Sjóvá hyggst nú gera. „Þeir viðskiptavinir sem vilja vera með skila yfirliti yfir punktastöðu sína til okkar og ef punktunum fjölgar ekki næstu tólf mánuði tekur við frímánuður eftir það,“ segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísa- betar. „Með þessu viljum við hvetja til góðs aksturs á jákvæðan hátt, en ekki með því að hóta refsingum. Okkur finnst þetta eðlilegra en að tengja iðgjöld aldri, sem menn ráða auðvitað ekkert við.“ hos Canon ixus 75 7,1 milljón pixla 3" skjár Linsa 5.8 - 17.4mm Myndskeið (video) Sjálfvirk myndataka 2 eða 10 sek IUamFetefm Útlán banka til heimila þrefaldast ■ Breytingar á íbúðalánamarkaði skýra aukninguna Heildarútlán til heimila Janúar 2004-aprí 2007, staða i lok mánaðar Ma.kr. 2004 Innlánsstofnanir 2005 ' 2006 ' 2007 Lífeyrissjóðir I ~1 Ýmis lánafyrirtæki Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Skuldir heimilanna við innláns- stofnanir hafa nánast þrefaldast frá því í lok maí árið 2004, eða aukist úr 192 milljörðum króna í 745 milljarða króna. Til innlánsstofnana teljast viðskiptabankar, sparisjóðir og inn- lánsdeildir kaupfélaga. í nýjasta hefti Peningamála Seðla- banka íslands er þessi mikla aukn- ing skýrð með því að breytingar á íbúðalánamarkaði hafi haft jákvæð áhrif á einkaneyslu og skuldasöfnun heimilanna. Um haustið árið 2004 hafi viðskiptabankar og sparisjóðir komið af auknum krafti inn á íbúða- lánamarkaðinn, sem hefur orðið til þess að í apríl á þessu ári voru íbúða- lán banka og sparisjóða orðin um 57 prósent af heildarútlánum þeirra. I Peningamálum segir að sam- keppnin hafi þó ekki leitt til mik- illa vaxtalækkana á íbúðalánum, heldur hafi hún orðið til þess að auka aðgengi að lánum. Eftirspurn eftir íbúðalánum hafi aukist tölu- vert sökum þess að nú þurfi ein- staklingar ekki lengur að safna upp í ákveðinn höfuðstól til að kaupa fyrstu eign sína, og sú aukna eftir- spurn skýri skuldaukninguna. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, tekur undir þessa skýringu Seðla- bankans. „Þaðsembreytistáþessum árum er að bankarnir koma inn á íbúðalánamarkaðinn, en þeir voru þar að mjög takmörkuðu leyti áður. Ekki var hátt hlutfall af þessum 192 milljörðum, sem heimilin skuld- uðu innlánsstofnunum í maí 2004, vegna íbúðalána. En einnig höfum við verið á þeim stað í efnahagsupp- sveiflunni að neysla hefur almennt verið að aukast, sem veldur því að fólk tekur almennt meiri lán.“ Spáð er rigningu! Við kynnum Rán Light, léttan barnafatnað sem er vatnsheldur, ófóðraður og andar vel. Rán light byggir á Rán fatnaðinum sem var svo vinsæll hjá okkur í vetur. Verð: Jakki 5.500 - Buxur 3.700 Jakkar fást f gráu, rauðu, appelsinugulu, bláu og svörtu. NORÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: Smáralind Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is - 2 ‘i _ ■> •» Landspítali-háskólasjúkrahús Æ erfiðara gengur að fá lækna- nema í framhaldsnámi til að taka að sér sumarstörf á spífalanum. Sumarvandræði spítala Læknir vinnur í 48 klukkustundir Erfitt hefur reynst að manna allar stöður á Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Æ erfiðara reynist að fá lækna- nema í framhaldsnámi til að vinna á spítölunum yfir sumartímann, og lenging og fjölgun fæðingarorlofa veldur einnig vandræðum. „Ég segi kannski ekki að það sé neyð- arástand á spítalanum, en óhætt er að segja að ástandið sé slæmt,“ segir Davíð Björn Þórisson, deildar- læknir á slysa- og bráðadeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss. „Útskrif- uðum læknanemum sem skila sér til spítalans hefur ekki fjölgað, eins og hefði þurft að gerast til að vega á móti breyttu fæðingarorlofskerfi. Það hefur einu sinni komið fyrir að læknir á neyðarbílnum hafi þurft að vinna 48 klukkustunda vakt. Yf- irleitt hafa menn þó ekki þurft að vinna meira en hefðbundnar vaktir. En það hefur vissulega komið fyrir.“ hlynur@bladid.net !

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.