blaðið - 06.07.2007, Page 38
38
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007
blaóió
FÓLK
folk@bladid.net
„Það væri nú gott! Við
reynum samt frekar að laga
þetta hjá okkur og notast við
sömu stærð og aðrir."
Þarf að stækka mörkin í Landsbankadeildinni?
Ólafur Þórðarson er þjálfari Fram i Landsbankadeild karla í knatt-
spymu. Liðið hefur misnotað allar þrjár vítaspyrnur sínar í deildinni
fram til þessa sem hefur ekki gerst áður í efstu deild skipaðri tíu
liðum, eðafráárinu 1977.
HEYRST HEFUR
Mál málanna þessa dagana er
mark Bjarna Guðjónssonar
gegn Keflvíkingum á miðviku-
dagskvöldið, sem sumir segja
að hafi verið óiþróttamannsleg
framkoma Bjarna, þar sem
honum bar siðferðisleg skylda
til að skila boltanum til mót-
herjans, eins og hefð er fyrir
þegar andstæðingurinn sparkar
knettinum út af þegar
mótherji lýtur í gras.
Kom til handalög-
mála milli liðanna
í búningsklefum
og hótanir
gengu manna
á milli. Segja
gárungar heppi-
legast fyrir Bjarna
að fara
Krýsuvíkurl-
eiðina næst
þegar hann
hyggur á ferðalög er-
lendis, eða einfaldlega að
taka Norrænu...
í blíðviðrinu undanfarið hafa
margir kosið að sleikja sólina í
sundlaugum landsins.
Er Vesturbæjar-
laugin þar engin
undantekning. Á
meðal gesta hennar
í vikunni var
„stjörnu“-
blaðamaður-
innEiríkur
Jónsson,
sem skrifar nú í skemmtiritið
Séð og Heyrt. Kaus Eiríkur að
njóta blíðunnar í gufubaðinu og
heita pottinum, en Eiríkur, sem
er ;5 ára gamall, tók sig ágæt-
lega út á skýlunni, þótt ekki hafi
sést til hans við sundæfingar...
Samkvæmt ofurbloggaranum
Jóni Axel Ólafssyni er fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Skjás
eins, Magnús Ragnarsson,
nýjasti Latabæjarmeðlimurinn.
Ekki mun hann þó
tilheyra persónum og
leikendum, heldur
verður hann
framleiðslustjóri
þáttanna. Stefnt
er á að fara í beina
samkeppni við Saga
Film, sem er eilítið
skondið, því bæði
Latibær og Saga
Film eru að stórum
hluta í eigu Jóns
Ásgeirs Jóhannes-
sonar...
BLOGGARINN...
Hallærislegt
„Vilhjálmur frá LundúnumÞað ersvo
hallærislegt þegarað fjölmiðlar “þýða"
erlend nöfn yfir á íslensku. Samt ennþá
hallærislegra þegar að það er talað um
Vilhjálm og Kate. Afhverju erekki talað
um Vilhjálm og Katrinu, eða Kötu? “
Kristín Alma Sigmarsdóttir
kristinalma.blog.is
Tapsár
„Þessir aumingjans menn með Guðjón
Þórðarson svífast einskis til að fá stigin í
leikjunum. Þetta sástíkvöld. Ef SkagaskriH-
inn hafði ekki ætlað sér að nota þessar
óheiðarlegu aðferðir sem þeir notuðu,
hvers vegna buðu þeirekki andstæðing-
unum að byrja á miðju og leyfðu þeim að
jafna fyrir mistök sín. Auðvitað gerðu þeir
það ekki vegna þess að Gaui og hans
hyski notar öll brögð til að bjarga sér.
Þetta er það aumasta sem ég hef séð i fót-
boltanum. Ég vona að Skagaskríllinn falli."
Sveinn Elías Hansson
sveinneh.blog.is
Fermingarspillir
„Ólafur Ólafsson íSamskipum fer á þyrlu
isveitina, spillir fermingarboðum, fætir
hross nágrannans, svo að hann dettur af
baki. Sambýlið á Miðhrauni ÍMiklaholts-
hreppi er efni í islendingasögu. Frétta-
blaðið sagði frá ifinni frétt í gær. Að
hefð þrasgefinna ísiendinga á Ólafur í
landamerkjadeilum við meðeiganda sinn
að Miðhrauni, Sigurð Hreinsson. Ólafur
segist fara að lögum í fluginu. Hægt er að
fara i senn að lögum og vera nágranni frá
helvítiá 101 mismunandi veg. Ekki þarf
fétagsþroska til að eignast fé og enn síður
leiðirþað til gæfu. Ætli Sigurður svari
með sögunarmyllu?"
Jónas Kristjánsson
jonas.is
Bjami Arason fagnar tímamótum
Tvítugur Látúnsbarki
Bjarni Arason sló í gegn
þegar hann sigraði í
söngkeppni Stuðmanna,
Látúnsbarkanum, aðeins
15 ára gamall. Það var
árið 1987 og síðan eru
liðin 20 ár. Bjarni segist
fagna tímamótunum í
hjarta sínu.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Það verður engin skrúðganga svo
sem af þessu tilefni, en ætli ég borði
ekki bara góðan mat og svona,“ segir
Bjarni sem ætlaði alltaf að verða
leikari.
„I fyrstu, já. Síðan þegar eistun
duttu niður byrjaði ég að syngja. Ég
hafði reyndar lært á trompet frá níu
ára aldri og var einnig í lúðrasveit.
Við tókum okkur nokkrir til og stofn-
uðum bítlahljómsveit og það kom í
minn hlut að syngja. Ég hafði frekar
þroskaðan og fjölbreyttan tónlistar-
smekk miðað við jafnaldra mína á
þessum tíma og var mikið að hlusta
á Elvis, Bítlana og þessi íslensku lög
einnig. Hinir voru þá á kafi í Duran
Duran og Wham.“
Hálfgerð tilviljun réði þvíað Bjarni
skráði sig í Látúnsbarkann.
„Ég sá þetta auglýst í Mogganum
og mig langaði mikið að taka þátt
MAÐURINN
► Bjarni tók þátt í undan-
keppni Eurovision 1988
með lagi Jakobs Frímanns
Magnússonar „Aftur og aft-
ur“ og einnig árið 1992 með
iaginu „Karen" eftir Jóhann
Helgason og Björn Björns-
son, sem lenti í 2. sæti.
w Árið 1996 hlaut Bjarni til-
^ nefningu til íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem besti
söngvarinn.
Bjarni starfar nú sem dag-
^ skrárstjóri Bylgjunnar og
Létt Bylgjunnar
en þorði ekki. Vinur minn og síðar
umboðsmaður, Hjalti Þorsteinsson,
skráði mig þá án minnar vitneskju
og þegar að þessu leið gat ég ekki
skorast undan. Ég ætlaði í fyrstu
að syngja Taktu til við að tvista, en
valdi siðar Slá í gegn, sem var hæg-
ara lag og hentaði tilefninu betur,
má segja, ef maður skyldi nú slá í
gegn!“
Bjarni hefurgefið út sex sólóplötur
auk þess að syngja reglulega með
Milljónamœringunum.
„Það er ný plata á leiðinni frá Mill-
unum í lok mánaðarins, þar sem
ég sem eitt lag. Ég hef lítið gert af
því hingað til en þetta er klárlega
eitthvað sem mig langar til að gera
meira af. Það gefur manni svo mikið
að skapa og búa eitthvað til.“
Jakob Frímann Magnússon Stuð-
maður man vel eftirþessum tíma.
„Keppnin kom til vegna þess að
Ragnhildur Gísladóttir átti að eiga
barn þann 7. júlí og því þurfti að
létta álaginu af henni. I raun gerð-
ist því hinn íslenski málsháttur,
að neyðin kennir naktri konu að
spinna. Nafnið þróaðist frá Gullbark-
anum í hið virðulega Látúnsbarka-
nafn, enda höfðu þrír meðlimir Stuð-
manna áður starfað í látúnssveitum,
eða lúðrasveitum. Okkar fyrstu
kynni af Bjarna voru eilítið skondin.
Það var í forkeppninni á útisviði í
Borgarfirði, þegar okkur sýndist
ekki betur en svo að þessi fimmtán
vetra fermingarsnáði væri nokkuð
við skál. Vorum við á báðum áttum
með að hleypa honum á sviðið en
ekki var annað hægt en að sperra
eyrun þegar hljóðin bárust úr ný-
fermdu barninu, þrátt fyrir dálitla
kaupstaðarlykt. í úrslitakeppninni
bar hann síðan af og kom flestum í
opna skjöldu með sinni hljómþýðu
og djúpu barítónrödd.
Við Stuðmenn verðum í bænum
um verslunarmannahelgina, í Hús-
dýragarðinum, og hver veit nema
við fægjum eitthvert látún? Annars
er Bjarni hinn eini og sanni látúns-
barki og vert að óska honum til ham-
ingju og þjóðinni til hamingju með
látúnsbarkann sinn tvitugan."
r
f-tjó ofefeutr fÚíð f íð wátóð
ucn/ai a-f loan^aloCÍ£tóium,
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
J.
Su doku
2 9 3 1 7 6
6 7 1
1 9 2
5 9 7 1
2 1 6 4 9
3 4 5 8 7
3 4 8
8 6 2 5
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
apkip heJdutjið|ins,no^ einu ^sirujf inrjarÞ hvers níu reita fylkis.
Unnfer ao feýsa þrautiná ut frá þeim tolum, sem uþp eru gefnar.
HERMAN'
eftir Jim Unger
O LaughingStock Intemational Inc./dist. by Untted Media, 2004
Passaðu höfuðið á þér Elías