Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 14
 Erna María Maður hringdí í vin sinn klukkan átta að morgni og sagðist hafa gert svolítið heimskulegt. Hann hafði drukkið eina vodkaflösku til að safna í sig kjarki fyrir skurðaðgerð sem hann ætlaði að framkvæma á sjálfum sér, að skera af sér getnaðarliminn. Þegar lögreglan mætti á staðinn lá hann alblóðugur í íbúð sinni og líffærið sem hann vildi afneita undir eldhúsborðinu. Farið var með manninn og liminn á spítala. Haft var eftir lögreglu að maðurinn hefði ekki viljað láta græða á síg liminn aftur en þeir voru ekki vissir hvort að læknarnir hefðu virt óskir hans. Maðurinn þjáðist af kynlífsfíkn! Reuters, ágúst 2003. Hvað er kynlífsfíkn? Kynlífsfíkn getur birst í margvíslegum athöfnum og stundum á fíkíllínn eínungís við eina óæskilega hegðun að striða á meðan aðrir glíma við margar. Ftestir kynlífsfíklar lýsa fíkn sinni sem ferli sem hafi þróast. Það gæti hafa byrjað á sjálfsfróunarfíkn, fikn í klám eða sambandsfíkn en hafi eftir það leíðst út í stöðugt hættulegri hegðun. Af hverju stafar kynlífsfíkn? Fólk er mismunandi og auðvitað ekki hægt að setja alla undir sama hatt en skýringarnar eru taldar vera þrjár, líffræðileg, sálfræðileg og andleg. Flestir kynlifsfíklar geta tengt sig við þessar skýringar þó það sé auðvitað mjög mísmunandi eftir hverjum og einum hver ástæðan er. Líffræðilega ástæðan: manneskjan hefur skilyrt líkama sinn til þess að taka við endorphinum aðallega með þvæi að styrkja kynferðislegar ímyndnir með fullnægingu. Líkaminn framleiðir endorphin við fullnægingu en fíkillinn þarf alltaf að auka við fantasíuþáttinn til þess að ná sömu vellíðan. Sálfræðilega ástæðan: manneskjan notar kynlíf sem vímuefni til að flýja líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Andlega ástæðan: manneskjan notar kynlíf (með hverjum sem er) til þess að fylla upp í tómarúm. Fíknin veitir henni huggun og upphafningu og er alltaf til reiðu. Hvernig lýsir kynlífsfíkn sér? Kjarni allrar fíknar er að fíkillinn finnur fyrir vanmáttartilfinningu gagnvart áráttukenndri hegðun sem leiðir af sér að líf þeirra verður óviðráðanlegt. Fíkillinn missir stjórn á lífi sínu og finnur fyrir hræðilegri skömm, vanlíðan og óbeit á sjálfum sér. Hann langar að stoppa - en mistekst aftur og aftur. Hjá flestum hefur þetta í för með sér eitthvað af eftirfarandi; að viðkomandi helst illa i sambandi, á erfitt með að haldast f vinnu, lendir upp á kant við lögreglu, á í fjárhagserfiðleikum, minnkandi áhugi á öllu sem tengist ekki kynlífi, lágt sjálfsmat eða örvænting. Hann finnur fyrir eftirsjá, skömm eða samviskubiti eftir kynlíf og vill komastfrá manneskjunni sem fyrst. Kynlífið þarfnast stöðugt meiri spennu og örvunar til að hann fái fullnægingu og það getur leitt til þess að manneskjan einangrast eða fyllist sjálfsmorðshugleiðingum. Þegar fíknin eykst hjá viðkomandi hefst ákveðið hegðunarmynstur, til dæmis að gefa undir fótinn eða leita á netinu eftir klámí fram að athöfninni sjálfri (fullnægingunni). Þegar mannesjan hefur svo lokið sér af tekur við afneitun sem birtist síðan í örvæntingu og skömm eða vonleysi og ójafnvægi. Það er þó munur á kynlífsfíkn og mikilli kynorku. Mikilvægt er að rugla ekkí saman kynlífsfíkn og mikilli kynorku. Fíkillinn þarf alltaf meira en normið á meðan manneskja með mikla kynlífsþörf fær fullnægju sína út úr kynlífi. Og kynlífið snýst ekki eingöngu um fullnæginguna. Þegar fikillinn fær neitun tekur hann þvi sem höfnun og leitar að fullnægingu annarsstaðar frá. Kynlíf er fyrir flkilinn aðeins stundargaman en eftir á Ifður hann vítiskvalir, sem normal manneskjan upplifir ekki. Hverjir verða kynlífsfíklar? Það geta allir verið kynlífsfíklar, konur og karlar. í þeim tilvikum sem greinst hafa hingað til hefur þó oftast veriö um karlmann að ræða en í Ameríku eru konur að greinast með kynlífsfíkn í ríkara mæli. Viðkomandi er ósáttur við kynlífsvenjur sínar og skammast sin fyrir þær. Hann getur ekkí átt í eðlilegu sambandi við aðra manneskju þar sem hann er ekki sáttur við sjélfan sig og hver hann er. Kynlífsfíklar eiga það til að lifa tvöföldu lífi. Þá er oftast um framhjáhald að ræða því viðkomandi er ófullnægður í sambandi þar sem fíknin krefst meiri fullnægju en makinn getur veitt. Hvernig er að lifa með kynlífsfíkli? Erfitt. Eins og á við um margar aðrar fíknir á sá sem stendur fíklinum næst erfitt með að ráða við tilfinningar sínar gagnvartfíkninni. Aðstandinn fyllist einmanaleika og verður meðvirkur. Hann tekur þátt í sjúkdómnum og vill ekki viðurkenna að fíkillinn er sjúkur og verður að leita sér hjálpar. Kynlífsfíknin gerir það að verkum að kynlíf er stundað á stöðum eða við aðstæður sem manneskjan er ekki sátt við og myndi við venjulegar kringumstæður ekki hugsa sér. Þegar flett er í gegnum tímarit og dagblöð eða horft á sjónvarp leitar hann að kynferðislegum greinum eða atriðum sér til örvunar. Er hægt að fá hjálp? Það er hægt að leita sér hjálpar hjá SÁÁ, fíknimeðferðardeild Landsspitalans og SLAA hægt er að fá upplýsingar i Alano klúbbnum í Héðinshúsi. Sálfræðingar eru einnig farnir að tileinka sér sálfræðihjálp þó svo að hún sé stutt komin hérlendis og sálfræðingarnir frekar menntaðir við að takast á við fíkn en það er ekki einskorðað við kynlífsfíkn. Kynlífsfantasíur trufla náin sambönd hjá viðkomandi og þær koma í veg fyrir að hann leysi úr vandamálum sem eiga sér stað innan þess. Oft kemur sama vandamálið upp aftur og aftur þó að hann skipti um maka og er það vegna þess að vandinn er aldrei leystur heldur er hann flúinn. Hvað merkja gælunöfnin sem hann aefur bér? Súpersætar kveðjur Karlmaður sem kallar þig elskan, ástin mín eða annað í þeim dúr er tilbúinn í skuldbindingar og sýnir þér hollustu þar sem þessi gælunöfn eru algeng í langtíma samböndum. Væmnari gælunöfn eins og krúttið mitt bendir til þess að hann hafi húmor og meti tíma ykkar saman ein, (hann myndi aldrei kalla þig þetta á almannafæri). Setur þig á stall Strákar sem halda sig við lofsverð nöfn eins og engill meta þig mikils og vilja gera allt til að þóknast þér. En ef hann kallar þig prinsessa, gæti honum fundist þú örlítið frek og er að reyna að gefa þér það í skyn á sem góðlegastan máta. Óspennandi gælunöfn Ef hann kýs að stytta nafnið þitt eins og J.Lo í stað Jennifer Lopez sýnir það að hann er afslappaður. Þótt að hann sé ekki endilega sá allra rómantískasti þráir hann náið samband. Með því að stytta nafnið þitt gæti hann verið að reyna að stytta fjarlægðina á milli ykkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.