Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 43

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 43
Sigurjón M. Egilsson blaðamaður. ...gott að elska, jafnvel betra en að vera elskaður, sem er jú mikið gott. Mér finnst gott að finna jákvæðar tilfinningar innra með mér. Að þykja vænt um langflesta og hreinlega elska þá sem næst mér eru og ég hef siðferðislegan rátt á að elska. Samt get ég ekki með nokkrum hætti staðið upp og sagt við hópinn; ég elska ykkur. Enda er það óþarfi. Alveg eins og það er fjarri öllu ástarjátning að koma heim með blóm. Þá er frekar ástarjátning að vera einlægur og heiðarlegur og vera með hreinar og fallegar hugsanir til þeirra sem eru elskaðir. Konan, börnin, foreldrar, bræður og þeirra fólk, ísland, lyktin, vindurinn, rigningin og hver árstíð. Allt á þetta skilið að vera elskað. Og er það. Það er svo gott. Það er vandmeðfarið að elska og sér í lagi að sýna það. Stundum sé ég að rómantfk er auglýst til sölu. Hún er jafnvel sögð búa f skarti, blómum eða jafnvel nærfötum. Skil þetta ekki. I einfaldleika mfnum hefði ég haldið að ást og rómantík séu merkilegri en svo að hægt sé pakka því inn, jafnvel þó pappfrinn sé fínn og skreyttur. Andinn er ósnertanlegur en öflugur. Rétt eins og vindurinn. Það er hægt að virkja hvorutveggja, en ekki pakka inn og gefa. Ég hef ekki alltaf verið svona jákvæður. Einu sinni glímdi ég við sjálfsvorkunn á nokkuð háu stigi. Þá kannski hataðist ég ekki við neinn, en mér var ekki vel við marga og fann ekki fyrir ástartilfinningu. Ég losnaði og er feginn. Vegna þess að mér finnst gott að elska. En hvað er ást? Það hafa margir spurt en enginn svarað. Ekki ég heldur. Ætla að reyna. Mér finnst nefnilega, kannski að því að ég er einfaldur maður, að ást sé ekki langt frá virðingu. Til að geta elskað verður að bera virðingu fyrir þeim er sem elskaður. Kannski er virðing fyrsta skrefið að ástinni. Veit það ekki en get trúað því. Ég veit ekki með trúna. Trúi, en er ekki alveg viss í hvaða mynd hann er sá sem ég trúi á. Það skiptir mig reyndar ekki neinu máli. Trúin er eitt það heilagasta sem ég á. Kannski vegna þess að ég ég get ekki skýrt fyrir nokkrum öðrum hvernig mfn trú er. Ég get sagt að þegar ég leita til þess máttar sem er æðri mínum sé það nokkurs konar eintal við sjálfan mig. Stundum fer ég með bænir. Bið fyrir fólki. Segi jafnvel nafn þess. Það er stórt skref. Þegar ég hugsa um bænirnar mínar man ég að hef beðið fyrir nokkuð mörgum. Þar sem trúin er mín og einungis mín og því svolítið heilög get ég ekki beðið nema fyrir fólki sem ég get sagt við sjálfan mig að ég elski. Núna sé ég að hef elskað nokkuð marga. Suma meira en aðra, þó er það kannski ekki víst. Suma öðruvísi en aðra. Mér finnst óþarft að tjá ást mína með ástarjátningum. Mér finnst betra og heiðarlegra að tjá ást mína með framkomu minni, hugsunum, hátterni og virðingu. Mér finnst nefnilega gott að elska, en veit aö það er ekki sjálfgefið. Það er kúnst að elska og gott að vera elskaður. C í Mér finnst... Röddin koma skemmtilega á óvart! Eitt af því sem ég væri alveg til (að prófa væri að vera er fluga á vegg þegar þið stelpurnar komið saman til að slúðra og kjafta saman. Vegna þess að ég hef á tilfinningunni að þið séuð ekkert síðri en við strákarnir í þessum efnum. Þið hefðuð líka ekkert á móti að liggja á hleri þegar testosterónin flæða um æðar okkar og við látum allt flakka. Við spyrjum okkur oft að því af hverju þið farið saman á klósettið, en ég gæti líka spurt sjálfan mig af hverju rödd okkar breytist? Þið veltið kannski fyrir ykkur hvað meinar hann með að rödd þeirra breytist, þeir fara í mútur en það vita allir er það ekki? Stelpur, stelpur ég er ekki að tala um það, það var nógu vandræðalegt á meðan á því stóð yfir, langar ekkert til að strá salti á sárin þar. Við vitum öll að strákar vilja sýnast vera rosalegir kallar og geta stundum gengið of langt í þeim efnum. Þið sjáið strákahóp saman á djamminu og alltaf er verið að reyna á karlmennsku ímyndina og við höldum að við séum toppurinn á fsjakanum sem þið getið ekki verið án. Staðreyndin er önnur, miðað við þau tæki og tól sem eru til þá virðist þið alveg komast af án okkar. Mér finnst samt gaman að vera edrú og hlusta á það sem við segjum, stundum göngum við svo langt að við göngum fram af okkur sjálfum og við tökum ekki einu sinni i eftir því, undir niðri býður einhver persóna í dvala sem stundum verður að fá að brjótast út endrum og eins. Dæmi það er strákakvöld. 10 strákar og 4 af þeim eru á föstu eru saman komnir til þess eins að sletta úr klaufunum. Þetta fer rólega af stað en síðan eftir 3-4 kalda og nokkur staup fer allt á fullt. Allt er látið flakka gefnar eru einkunnir frá 1 -10, orð eins og tjelling, lufsa, flikkan ofl. eru notuð. Þeir sem eru á föstu láta ekkert undan, vilja vera með enda er ekkert verra en að vera skilinn út undan. Síðan heyrist lítið hljóð sem stigmagnast, allt í einu tekur einhver eftir þvf og kallar síminn er að hringja hjá einhverjum". Allir líta I kringum sig og já það er ein stúlkan sem hringir til að tjékka aðeins á kallinum. Þá er eins þessi persóna brjótist út. Úr harða karlinum sem hefur umlukið hann þá er eins og eitthvað sníkjudýr hafi tekið við sem er einhverskonar Prins Valíant, röddin hefur mýksttil muna og orðin dáldið dimmrödduð líka, líkist mest að hlusta á rólegt og rómantískt á Fm. Prófið að segja þessa setningu með mjúkum róm Hæ ástin mín.... já ég sakna þfn líka.... hlakka til að hitta þig..." dáldið skrítið ekki satt? Svo getið þið ef þið viljið tekið skella á pakkann sem verður mjög pirrandi til lengdar. Síðan þegar samtalinu líkur er sami harðjaxlinn komin aftur eins og ekkert hafi í skorist. Hvað veldur þessu, það veit ég ekki, strákar og stelpur eruð þið sammála þessu ef svo er getið þið gefið einhverja skýringu? Stelpur er röddin ykkar svona óútreiknanleg líka? < %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.